Faxi - 01.12.2021, Page 27
FAXI 27
að fara svona oft í gegnum þetta í hugan-
um, þá veit maður hvað maður er að fara
út í og alls ekki eins og verið sé að gera
þetta í fyrsta skipti, þó það sé raunin.“
Í síðasta mánuði tók Elsa þátt í bik-
armóti hér heima og lauk þar með keppn-
istörn þessa árs. Hún gerði sér lítið fyrir og
bætti eigið heimsmet í hnébeygju um 2,5
kíló, lyfti 135 kílóum sem er nýtt Íslands-
met. Í mars 2022 verður Evrópumót í Lit-
háen sem hún segir líklegt að hún taki þátt
í. Óvissa sé hins vegar með heimsmeist-
aramótið á næsta ári því það fari fram
á Nýfundnalandi. „Mér finnst það hins
vegar heillandi tilhugsun að viðhalda þeim
árangri sem ég hef náð. Árið í ár þróaðist
með allt öðrum hætti en ég átti von á svo
ég er bara á einhverri óvissuleið. Þetta er
óvænt upplifun en mjög skemmtileg.“
Ég get ekki sleppt Elsu lausri úr við-
talinu öðruvísi en að tala aðeins um
bræður hennar og föður sem ég minnist
úr æsku sem mjög kraftalegra og sterkra
manna. Hún sem eina systirin í hópnum
hefur greinilega fengið góðan skammt af
kröftum og þegar við ræðum þetta er ljóst
að kraftarnir eru ekki síður úr móðurfjöl-
skyldunni, bæði líkamlegir og andlegir
því það þarf dug til að ryðja braut. „Elsa
móðuramma mín rak dekkjaverkstæði
í Reykjavík í mörg ár og það þótti mjög
merkilegt enda var hún ekki með neina
karlmenn í vinnu heldur gerði þetta allt
sjálf svo eitthvað hef ég sennilega fengið í
arf með nafninu. En ég segi þó alltaf, að þó
maður hafi eitthvað gott í grunninn, byggir
árangurinn alltaf á því hvað þú leggur í
þetta. Þú uppskerð eins og þú sáir.“
Elsa á verðlaunapallinum á Evrópumótinu í Tékklandi. Ljósm. European Powerlifting Federation
óskar starfsmönnum
sínum og öllum bæjarbúum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Þökkum liðið ár.
Reykjanesbær
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs, með þakklæti fyrir viðskiptin
á undanförnum árum.
Óskum Suðurnesjamönnum
Ve s t u r b r a u t 8 • 2 3 0 R e y k j a n e s b æ r
S í m i 4 2 1 4 3 8 8