Faxi - 01.12.2021, Síða 28
28 FAXI
Keflavíkurkirkja hefur endurnýjað
helgiklæðin með kaupum á fjórum
gullfallegum klæðum ofnum af Elínu
Stefánsdóttur mynd- og veflistarkonu og
eiginmanni hennar, Gert Madsen. Þau
fyrstu, hvít að lit, voru afhent kirkjunni
í desember 2018 og vígð við aftansöng á
aðfangadag. Fjólubláu klæðin voru afhent í
nóvember 2019 og vígð á jólaföstu það ár og
grænu og rauðu klæðin voru afhent í júní
2021 og vígð við orgelvígslu í kirkjunni 3.
október sl. Svanhildur Eiríksdóttir hitti tvo
úr sóknarnefnd kirkjunnar og prestana tvo
til þess að fræðast um klæðin.
Ívar Valbergsson sem sæti á í sóknarnefnd
Keflavíkurkirkju uppgötvaði handverk Elínar
Stefánsdóttur við undirbúning útfarar móður
sinnar Rítu Prigge Helgason sem gerð var frá
Kálfatjarnarkirkju árið 2018. Séra Erla Guð-
mundsdóttir sóknarprestur í Keflavíkurkirkju
jarðsöng Rítu og fékk við athöfnina lánaða
svarta stólu sem unnin var af Elínu. „Þarna
sá ég handbragð Elínar og heillaðist af því. Ég
fór í framhaldi að grennslast fyrir um hvaða
listakona þetta væri og komst þá að því hvað
hún er rosalega fær og hefur hannað mikið
fyrir kirkjur,“ segir Ívar. Í framhaldi gáfu hann
og bræður hans Reynir og Haraldur Valbergs-
synir svarta stólu eftir Elínu til minningar um
móður þeirra.
Nýju helgiklæðin
mun þægilegri en þau gömlu
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir formaður
sóknarnefndar segir nefndina ekki hafa verið
lengi að sannfærast um þá hugmynd að fá ný
helgiklæði. Þörf hafi verið á þeim, ekki síst
þegar kirkjan öll hafði verið endurgerð. „Við
erum svo þakklát fyrir að hafa komist í kynni
við Elínu. Ívar kveikti neistann þegar hann og
bræður hans komu færandi hendi með svarta
stólu og í framhaldi höfðum við í sóknarnefnd
samband við Elínu.“
Fritz Már Jörgensson prestur grípur orðið
og segir hluta af gömlu helgiklæðunum hafa
verið ónothæfan og því hafi prestarnir tekið
þeim nýju fegins hendi. „Það er fátt eins vont
og vera í óþægilegum helgiklæðum, ekki síst í
hita en undir þeim erum við prestar í skrúða.
Nýju helgiklæðin eru miklu þægilegri. Þau
eru bæði léttari og það andar vel um þau, auk
þess að vera svo falleg.“
15 kílómetrar af silkiþráðum
og 16 af örfínum ullarþráðum
Elín kom í heimsókn í Keflavíkurkirkju til
þess að skoða umgjörð hennar áður en hún
hófst handa við hönnun helgiklæðanna.
Sóknarnefndin fékk sjálf að velja táknin á
klæðin og hefur hvert þeirra sérstaka merk-
ingu. Erla vekur athygli á krossunum sem
prýða bakhluta helgiklæðanna, stólurnar og
prédikunarstólsklæðin. „Þannig er að það er
enginn kross í kirkjunni, en kirkjubyggingin
sjálf myndar kross og við erum með krossa í
klæðunum.“
Um latneska krossinn aftan á helgiklæðun-
um segir Elín: „Latneskur kross með hringboga
ber vitni um að við hér erum kristin. Krossinn
sjálfur er gullofinn. Tæknin er damaskvefnað-
ur. Uppistaðan er sérlitað silki – einnig fóður.
Ull er í ívafi og gullþráður þar sem við á.“
Ný helgiklæði
í Keflavíkurkirkju
Séra Erla, Ragnheiður Ásta, Ívar og Sr. Fritz með og í helgiklæðunum fjórum sem Keflavíkurkirkja á eftir Elínu. Ljósm. Svanhildur Eiríks