Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 40
40 FAXI
Ásmundur Friðriksson
- Sjálfstæðisflokki
Hvaða hagsmunamál er brýnast að
hljóti framgang fyrir Reykjanesið á
þessu kjörtímabili?
Að frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi
fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 sem ég er
fyrsti flutningsmaður að verði samþykkt.
Framkvæmdaleyfi til handa Landsneti er
algjört lykilmál í okkar samfélagi og verður
að gerast sem allra fyrst. Það er forsenda
vaxandi byggðar sem býr við öryggi í raf-
orkuflutningum, orkuskipti verða mögu-
leg og fjölbreyttara atvinnulíf undirstaða
velferðar.
Efla Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og
fjölga tækifærum í heilbrigðisþjónustu.
Vinna að lausn í framtíðarhúsnæðismál-
um Fjölbrautaskóla Suðurnesja er verkefni
sem ég er að skoða og vil móta þingsálykt-
unartillögu um í samstarfi við þingmenn
kjördæmisins.
Lokakafli tvöföldunar Reykjanes-
brautar í Hafnarfirði er fjármagnaður og
verður verkið boðið út í byrjun árs 2022.
Undirbúningur hefur tafist vegna mats á
umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Hafnarfjarðarbær er að ljúka við breytingar
á gildandi skipulagsáætlunum á svæðinu.
Breyting á aðalskipulagi svæðisins var
samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann
13. október sl. og er nú til meðferðar hjá
Skipulagsstofnun. Þá er kaflin frá Fitjum að
Flugstöð á Samgönguáætlun 2024-2029. Þar
er verið að skoða stokk á leiðinni frá Fitjum
að Grænási. Leggja þarf áherslu á að flýta
þeirri framkvæmd.
Hverju munt þú helst beita þér fyrir á
þessu kjörtímabili?
Fjölbreytt og sterkt atvinnulíf er grundvöllur
velferðar borgaranna og aukin orkuflutningur
og öryggi er forsenda vaxandi byggðar og hag-
sældar fyrir íbúa á Suðurnesjum. Þessi mál,
ásamt sterkari heilbrigðisþjónustu og sterkari
Fjölbrautaskóla, Miðstöð símenntar og Keili,
eru verkefni sem ég vil leggja á vogarskálarnar
til að úr rætist.
Þá vil ég beita mér í að rannsakað verði
hvernig nýta megi 70 gráðu heitt kælivatn
frá gagnaverum til frekari atvinnusköpunar á
svæðinu. Samanber þingsályktun frá mér um
sérstaka þróunaráætlun og tilraunaverkefni
fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kanna-
bislyfja í lækningaskyni. Ef slíkt verkefni nær
fótfestu þarf bæði mikið af heitu vatni og
landi undir gróðurhús. Gamli Patterson flug-
völlurinn gæti verið svæði fyrir slíka starfsemi
við hlið gagnaveranna.
Áframhaldandi uppbygging á Keflavíkur-
flugvelli á vegum Isavia og NATO eru verkefni
sem þarf að tryggja.
Þá hef ég lengi haft áhuga á ræktun skjól-
beltis við Reykjanesbæ og sveitarfélögin á
Suðurnesjum. Gefa íbúum og fyrirtækjum
tækifæri til að kolefnisjafna neyslu sína, bíla
og ferðalög. Ég hef skrifað bréf og greinar
um málið á undaförnum árum, flutt þings-
ályktunartillögu en ekki fengið áheyrn frá
neinum eða viðbrögð sem eitthvað vit er í.
Merkilegt að nú eru allir að tala um þessi mál
sem ég fyrir þó nokkru fór að vekja athygli
á. Kannski, vonandi verð ég bænheyrður um
þetta áhugamál mitt.
Hversu líklegt finnst þér að stefnumál
og áherslur þíns flokks fái framgang á
kjörtímabilinu?
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar má sjá
að áherslur Sjálfstæðisflokksins frá síðustu
kosningum birtast með mörgum hætti.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu
á stöðugleika í ríkisfjármálum, sterkt
atvinnulíf og kaupmáttaraukningu sem er
undirstaða velferðar hverrar þjóðarinn-
ar. Áherslur okkar í heilbrigðismálum,
samgöngum og uppbyggingu innviða verða
áberandi á kjörtímabilinu.
Það gekk ekki þrautalaust að koma þingi saman
nú á haustmánuðum. Lyktir í talningu atkvæða í
Norðvesturkjördæmi lágu ekki endanlega fyrir fyrr
en undir lok síðasta mánaðar þegar Alþingi stað-
festi kjörbréf þingmanna. Það mál hafði áhrif á
Reykjanesið með þeim hætti að Vinstrihreyfingin
- grænt framboð missti sinn þingmann og inn kom
þingmaður fyrir Viðreisn. Þingkonum af Reykjanesi
fækkaði jafnframt úr tveimur í eina. Þau tíðindi
gerðust einnig eftir kosningar að Birgir Þórarinsson
gekk úr Miðflokki yfir til Sjálfstæðisflokks.
Ritstjóri Faxa hafði samband við þá sex þingmenn
sem búsettir eru á Reykjanesi til þess að hlera hvaða
málefni þeim þætti brýnast að vinna að fyrir svæð-
ið, hverju þeir muni beita sér fyrir á nýbyrjuðu kjör-
tímabili og hversu líklegt þeim þætti að áherslumál
þeirra flokks næði í gegn á kjörtímabilinu. Þrír
þingmannanna starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn, einn
fyrir Samfylkinguna, einn fyrir Framsóknarflokkinn
og einn fyrir Viðreisn. Þeim er hér raðað í stafrófs-
röð eftir heiti.
Hvaða mál telja þingmenn á
Reykjanesi brýnust fyrir svæðið?
Ásmundur Friðriksson