Skessuhorn - 27.10.2021, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 20216
Tuttugu í ein-
angrun og 146 í
sóttkví
VESTURLAND: Vaxandi
fjöldi smitaðra er nú í einangr-
un með Covid-19 á Vestur-
landi. Lögreglan á Vesturlandi
er hætt að birta tölfræði skipt
upp eftir heilsugæsluumdæm-
um, en vísar á Covid-19 vef-
inn. Þar mátti á sunnu-
daginn sjá að 20 manns voru
í einangrun á Vesturlandi með
Covid-19 og 146 í sóttkví. Á
landinu öllu voru þá 653 í ein-
angrun og 1.418 í sóttkví. Ný-
gengi smita innanlands var
187,1 af hverjum 100 þúsund
íbúum síðustu 14 daga. -mm
Landinn farinn
að ferðast
LANDIÐ: Heildar greiðslu-
kortavelta í september síð-
astliðnum nam tæpum 94
milljörðum króna. Veltan
dróst saman um 7,1% á milli
mánaða en jókst um 32,5%
samanborið við september
2020. Ferðahugur landans eft-
ir afléttingu kórónaveiruhafta
kemur skýrt fram í septem-
ber gögnum Rannsóknaseturs
verslunarinnar um innlenda
kortaveltu. Erlend kortavelta
hér á landi nam rúmum 18,5
milljörðum kr. í september
sl. og dróst saman um 24% á
milli mánaða. -mm
Netspjall um
innflutning
gæludýra
MAST: Matvælastofnun hef-
ur opnað netspjall og reikni-
vél til að auðvelda dýraeigend-
um undirbúning innflutnings
hunda og katta. Á netspjall-
inu er spurningum um inn-
og útflutning hunda og katta
svarað. Reiknivélin tekur mið
af útflutningslandi og komu-
degi og birtir tímasetta áætlun
um bólusetningar, sýnatökur
og önnur heilbrigðisskilyrði.
Jafnframt hafa leiðbeiningar
á vef Matvælastofnunar verið
uppfærðar og sett í þrep til að
leiða innflytjendur í gegnum
ferlið skref fyrir skref. Net-
spjallið er eingöngu sýnilegt
á opnunartíma stofnunarinnar
virka daga kl. 9-12 og 13-15.
-mm
Haustmarkaður
Gleym mér ei
GRUNDARFJ: Kvenfélag-
ið Gleym mér ei verður með
haustmarkað í Sögumiðstöð-
inni í Grundarfirði á morgun,
fimmtudag, og hefst klukkan
17. Boðið er upp á vöfflur og
heitt súkkulaði til sölu, brauð,
kökur, prjónavöru, sultur og
fleira heimatilbúið frá kvenfé-
lagskonum. Þá verða tvær sýn-
ingar á hinni sívinsælu mynd
Mamma Mia, klukkan 18 og
20:15. Sala dagsins rennur til
Krabbameinsfélags Snæfells-
ness. -vaks
Árgangamót ÍA
í nóvember
AKRANES: Árgangamót ÍA
í knattspyrnu verður haldið
laugardaginn 20. nóvem-
ber næstkomandi og fer fram í
Akraneshöllinni. Þar etja kappi
knattspyrnumenn og konur sem
eru 30 ára og eldri en fresta varð
mótinu í fyrra vegna kórónufar-
aldursins. Fyrsta árgangamót
ÍA var haldið árið 2011 og ljóst
að gamlir knattspyrnumenn af
Skaganum þurfa að fara að setja
sig í startholurnar, pússa skóna
og koma sér í form. -vaks
Söguskilti
í Saurbæ
HVALFJ.SV: Agnes M. Sig-
urðardóttir biskup Íslands mun í
dag, miðvikudag, klukkan 16:30
afhjúpa söguskilti við Hall-
grímskirkju í Saurbæ, á Hall-
grímsmessu. Að afhjúpun lok-
inni verður athöfn í kirkjunni.
Á skiltinu er farið yfir sögu
Hallgrímskirkju, Hallgríms
Péturssonar og Guðríðar Sím-
onardóttur. Þetta er fyrsti lið-
ur í verkefninu „Merking sögu
og merkisstaða í Hvalfjarðar-
sveit“ en það er unnið í sam-
starfi við Markaðsstofu Vest-
urlands og byggir á samstarfi
þriggja sveitarfélaga við Hval-
fjörð sem eru Kjósarhreppur,
Hvalfjarðarsveit og Akranes og
gengur út á þróun ferðaleiða
um Hvalfjörð. -mm
Þessa dagana er að hefjast vinna
við nýtt íþróttahús á Jaðarsbökk-
um á Akranesi. Í fyrsta áfanga
mun Vélaleiga Halldórs Sigurðs-
sonar sjá um gröft fyrir mannvirk-
inu og breytingar á lögnum í jörðu
ásamt því að girða af vinnusvæðið.
Við þá framkvæmd mun allt bíla-
stæðið framan við innganginn að
sundlauginni verða lokuð almenn-
ingi. Einnig munu gönguleiðir að
Íþróttamiðstöðinni og Akraneshöll
verða afmarkaðar. Fyrsta verkefni á
svæðinu verður að setja upp vinnu-
girðingu um framkvæmdasvæðið.
Áætlað var að frá þriðjudeginum
26. október, í gær, yrði aðgengi að
bílastæðinu lokað. Almenningi er
bent á bílastæðin norðan íþrótta-
húss og austan Akraneshallar.
vaks
Nú er unnið við efnistöku fyr-
ir væntanlega vegagerð innarlega
í Skorradal. Verktaki við vega-
gerðina er Þróttur en undirverk-
taki við efnisvinnsluna er Borgar-
virki. Efnið er m.a. sótt í klappir í
Fossabrekku, sem er milli bæjanna
Syðstu-Fossa í Andakíl og Hálsa
í Skorradal. Eftir að myrkur skall
á síðastliðið fimmtudagskvöld var
unnið við sprengingar við veginn
og virðist sem reglur um verklag
við slíkar framkvæmdir hafi verið
brotnar. Lögreglu var til að mynda
ekki gert viðvart, veginum var ekki
lokað né settar upp viðvaranir og
nágrannar heldur ekki varaðar við.
Svo öflug var sprengingin að sum-
ir nágrannanna héldu hreinlega
að stífla Andakílsár hefði brostið.
Í sprengingunni fór mikið af stór-
grýti yfir veginn og lokaði hon-
um. Vegfarendur sem leið áttu
um gátu því ekki áttað sig á hætt-
unni og óku utan í grjót á vegin-
um. Þeir sluppu blessunarlega
við meiðsli en var mjög brugðið.
Seint um kvöldið, eftir að lögreglu
og Vegagerð hafði verið gert við-
vart, var rudd rás í veginn og sett-
ar upp merkingar. Um nóttina var
svo unnið við að fjarlægja marga
rúmmetra af grjóti af veginum.
Lögreglan á Vesturlandi fer með
rannsókn málsins.
mm/ Ljósm. kj
Aðgengi að bílastæði lokað
Óvarlega var staðið að
sprengingum í Fossabrekku