Skessuhorn - 27.10.2021, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
víkur,“ rifjar Louise upp. „Þenn-
an dag var mjög vindasamt svo við
ákváðum að athuga með færðina á
vegum. Þá kom í ljós að vegurinn
var lokaður,“ bætir hún við og hlær.
„Við vorum í raun strandaglópar í
Borgarnesi og húsið var langt í frá
tilbúið. Við ákváðum að bíða aðeins
og sjá hvort veðrinu slotaði. Fórum
og fengum okkur kvöldmat áður
en við skoðuðum veðurspánna og
færðina aftur. Hún var hvergi nærri
því að breytast.“
Tjölduðu í stofunni
Þá voru góð ráð dýr hjá þeim hjón-
um. Þau mundu eftir að hafa fært
eitthvað af dótinu sínu í geymslu
í nýja húsinu í Borgarnesi og vildi
svo til að einn kassanna var með úti-
legudóti í. „Við settum saman tvo
og tvo og ákváðum að tjalda í stof-
unni. Tókum svefnpokana fram og
dýnur sömuleiðis sem voru að vísu
gamlar og loftlausar en dugðu til.
Fórum á bensínstöðina til að eiga
snarl fyrir morguninn eftir,“ segir
Louise. „Í raun var þetta svo allt í
lagi og við áttuðum okkur þarna á
að við gætum í rauninni gist í hús-
inu í eina til tvær nætur þegar við
værum að vinna í húsinu, og sparað
okkur þannig smá akstur.“
Þau enduðu á að nýta sér tjaldið
í langan tíma og var það í raun
svefnherbergið þeirra í um hálft ár.
„Þetta var skemmtilegur tími. Svo
var tjaldið í rauninni frekar hentugt
því það komst ekkert ryk í tjaldið
þar sem við gátum alltaf rennt því
aftur og lokað,“ segir Louise.
Halda í gamla stíl
hússins
Eins og fyrr segir þá var það núm-
er eitt, tvö og þrjú hjá Louise og
Boga að koma húsinu í stand svo
þau gætu flutt inn sem þau svo
gerðu í desember 2019. „Fyrstu sex
mánuðina var markmiðið meðal
annars að gera húsið vatnshelt, setja
gler í gluggana og einangra þakið
til að halda hita inni í húsinu,“ byrj-
ar Louise að telja upp. „Við lög-
uðum veggina, gerðum gólfin ör-
uggari, skiptum húsinu niður eft-
ir okkar þörfum en þó með gamlar
teikningar af því til hliðsjónar. Við
fengum að auki eitt barnabarn fyrr-
um eiganda hússins til að koma og
segja okkur frá hvernig allt saman
hefði verið inni í húsinu. Það var
gífurleg hjálp í því,“ segir Louise
þakklát en þau Bogi leggja mikla
áherslu á að útlitið sé sem næst
upprunalega stíl hússins en þó sam-
kvæmt nútíma byggingar viðmið-
um. „Við breyttum til dæmis stig-
anum hægra megin við húsið. Upp-
runalega var hann mjög brattur og í
raun bara hættulegur. Líklega þótti
þetta töff á sínum tíma og mér skilst
að það sé þekkt í sögu hússins að
þarna voru margir sem kútveltust
niður. Við gerðum því stigann not-
hæfan og fyrst og fremst öruggan,“
bætir hún við. „Svo er víst gos-
brunnur sem fylgir húsinu sem við
vissum ekki af þegar við eignuðu-
mst það. Hann er núna úti í Brákar-
ey og við ætlum að setja hann aftur
á sinn gamla stað. Við eigum bara
eftir að ákveða hvort við látum vatn
renna í gegnum hann eða ekki,“
bætir hún við.
Húsið er á þremur hæðum. Á
efstu hæðinni verður eldhús og
stofa ásamt litlu baðherbergi og
hægt að ganga þaðan út á verönd
sem er bak við húsið. Á miðhæð-
inni verður svefnálman. En enn
þá er óráðið hvað verður gert við
jarðhæðina og hafa Louise og Bogi
íhugað að breyta hæðinni í sér íbúð
til að leigja út eða jafnvel skrif-
stofurými fyrir fyrirtæki þeirra,
LBE ehf. „Eins og staðan er núna
þá erum við ekki að gera neitt við
neðstu hæðina,“ segir Louise.
LBE ehf.
Louise og Bogi eru verktakar og
vinna þar sem verkefnin eru hverju
sinni. Þau reka saman fyrirtækið sitt
LBE ehf. sem þau stofnuðu í kjölfar
kaupanna á 1919 húsinu undir lok
2018. Þau taka að sér lítil og meðal-
stór verk við nýsmíði og endurbæt-
ur fyrir heimili og fyrirtæki. „Við
vorum í raun að vinna saman áður
en við formlega stofnuðum rekstur-
inn en viðskipta módelið hafði ekki
verið til staðar. Þarna var kominn
grundvöllur fyrir því að hafa ein-
hvers konar umgjörð fyrir rekstur,“
útskýrir Louise. Eins og fyrr seg-
ir þá er Louise innanhússarkitekt
FHI og Bogi verktaki. Saman hafa
þau mikla reynslu af viðgerðum,
viðhaldi og endurbótum. „Í hnot-
skurn þá er hægt að hafa samband
við okkur, sama hversu stórar eða
smáar framkvæmdirnar eru. Hvort
sem um ræðir nýtt þvottahús,
endurhönnun verslunarrýmis eða
heila húseign, þá sjáum við um allt
utanumhald hvað það varðar. Þá
erum við að tala um samskipti við
verktaka, sköffun efnis og þar fram
eftir götum. Hugmyndin er að fólk
þarf eingöngu að vera í samskiptum
við okkur hvað varðar framkvæmd-
ir og engan annan. Þannig ein-
földum við ferlið,“ útskýrir Lou-
ise. „Fólk misskilur oft og telur að
það að ráða hönnuð sé dýrt þegar
í raun þú ert að spara þér pening.
Með því að ráða innanhússarki-
tekt þá færðu einhvern sem býr yfir
mikilli þekkingu og sér ekki ein-
göngu til þess að hlutirnir séu fal-
legir heldur fúnkeri og eru varan-
legir. Þegar þú ferð í framkvæmd-
ir, þá viltu bara gera það einu sinni.
Þar hjálpum við,“ útskýrir Louise.
„Flest verkefnin okkar eru á höfuð-
borgarsvæðinu og við höfum unnið
nokkur verkefni í Borgarnesi en við
erum virkilega áhugasöm að taka að
okkur fleiri verkefni þar og í raun
á Vesturlandi öllu. Við erum mjög
spennt fyrir því og hvetjum fólk til
að hafa samband við okkur,“ bæt-
ir Louise við að lokum. Hægt er að
setja sig í samband við þau Louise
og Boga inn á Facebook síðu LBE
ehf glh/ Ljósm. aðsendar.
Efsta hæðin í dag þar sem verður stofa, eldhús og gestabaðherbergi.
Gömul mynd sem Louise og Bogi fylgja eftir varðandi útlit en þau leggja mikla áherslu á að útlitið sé sem næst upprunalega
stíl hússins.
Verð 990,- Verð 890,-Verð 690,-
Verð 890,- Verð 590,-Verð 890,-
Verð 990,- Verð 690,-Verð frá 490,-
LENGRI OPNUN:
27. OKT - 29. OKT
13:00 - 20:00
SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI
WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS
Verð 690,-
Verð 590,- Verð 2.490,-Verð 590,-
Verð 590,-
Verð 990,- Verð 590,-
Verð 390,-
ERTU KLÁR
Í HREKKJA-
VÖKUNA?