Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 17 Helstu verkefni: • Þjónusta við stóriðju og orkugeiran • Þjónusta við sjávarútveg og matvælaiðnað • Stálsmíði úr svörtu/ryðfríu stáli og áli • Sérsmíði og fjöldaframleiðsla • Vélaviðgerðir og vélsmíði • Rennismíði í sérsmíði og fjöldaframleiðslu • Tjakkasmíði og viðgerðir, sérsmíði og framleiðsla • Vöruhönnun, þróun og tæknileg aðstoð Mentunar og hæfniskröfur: • Iðnmentun, Vélfræðimentun og eða góð reynsla í faginu • Hæfni í mannlegum samskiptum og vinnur vel í teymi • Öguð vinnubrögð og gott skipulag • Metnaður til að skila góðu verki Umsóknir óskast sendar inn í gegnum heimasíðu Hamars ehf, www.hamar.is þar sem valið er ,,Atvinna í boði” efst fyrir miðju. Upplýsingar um starfið veitir Páll Indriði Pálsson pallip@hamar.is eða í síma 660 3648 Á starfstöð Hamars á Grundartanga er boðið uppá fyrsta flokks starfsmanna aðstöðu. Boðið er upp á ferðir til og frá vinnu frá Akranesi, Borgarfirði og Reykjavík Málmiðnaðarmenn Steelworkers Við leitum að einstaklingum með fagmenntun eða starfsreynslu á sviði málm – og/eða véltækniiðnaðar á starfsstöð fyrirtækisins á Grundartanga. Nemar eru sérstaklega hvattir til að sækja um starf. Lögð er áhersla á að ráða hæft, áhugasamt og vel þjálfað fólk sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi. Það er markmið Hamars að einstaklingar sem sinna starfinu af áhuga og nýta hæfileika sína til fulls eigi raunverulega möguleika á því að byggja sig upp í starfi innan fyrirtækisins. • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þann 20. júlí árið 1990 voru haldn- ir útitónleikar á þyrlupallinum við Akranesvöll undir yfirskriftinni Þyrlurokk. Í forsvari fyrir þessum tónleikum voru þeir félagar Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður og Eðvarð Lárusson tónlistarmaður, en tónleikarnir hófust seinni part dags og lauk á miðnætti. Alls tróðu upp á tónleikunum ellefu hljóm- sveitir eða listamenn frá Akranesi og var þetta allt tekið upp á videó. Nú er Ólafur Páll að leggja drög að gerð lítillar heimildarmyndar um þennan viðburð og óskar eft- ir á Facebook síðunni Ég er íbúi á Akranesi ljósmyndum frá deginum. Ólafur Páll veltir því upp hvort einhverjir af þeim sem voru þarna hafi verið með myndavél og eigi ljósmyndir frá þessum degi en alls mættu um 500 manns á Þyrlurokkið þennan dag. Þá auglýsir hann eftir VHS efni frá þessum tíma á Akra- nesi og myndefni sem gæti kryddað myndina, eitthvað sem sýni bæjar- andann eins og hann var á Akranesi fyrir rúmlega 30 árum. Að sögn Óla Palla stendur til að frumsýna heimildarmyndina um Þyrlurokk ´90 í sumar eða haust á 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar. vaks Hljómsveit að spila á Þyrlurokki árið 1990. Ljósm. Ómar Lárusson Heimildarmynd um Þyrlurokk í undirbúningi Skipsfélagarnir Jón Einarsson matsveinn og Friðþjófur Sævarsson skipstjóri á dragnótarbánum Saxhamri frá Rifi hafa verið saman á sjó í 33 ár. Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands fylgist vel með bátum sínum og er greinilega ánægður með gang mála þegar var verið að landa úr Esjari SH. Sævar Rúnarsson stýrimaður með undirbyrði á dragnótinni sem rifnaði allhressi- lega þegar var verið að toga nótina eftir botninum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.