Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 20. tbl. 25. árg. 18. maí 2022 - kr. 950 í lausasölu Opið alla daga ársins 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Betri framtíð fyrir fermingarpeninginn arionbanki.is/ferming Framtíðarreikningur Arion banka Leggðu fermingarpeninginn inn hjá Arion og fáðu allt að 12.000 kr. mótframlag Þrátt fyrir að Guðríður víðförla Þorbjarnardóttir hafi verið uppi fyrir um þúsund árum síðan er hún enn á ferðinni og stendur því sannarlega undir nafni. Í gær lauk óvæntu ferðalagi afsteypu styttunnar sem Ásmundar Sveinsson gerði upphaflega af Guðríði og Snorra syni hennar, og komið var fyrir á Laugarbrekku á Hellnum um aldamótin. Þá fékk Kristinn Jónasson bæjarstjóri styttuna afhenta í vélsmiðju á Akranesi eftir að hún hafði verið endurheimt úr járntunnum, eða gjörningi, sem þjófar hennar höfðu búið hana í. Nánar á bls. 2. Ljósm. gj Íbúar á Vesturlandi voru 1. maí síðastliðinn 17.063 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgun síðustu sex mánuði, frá 1. desember síðast­ liðnum er 0,2%. Flestir búa á Akranesi en þar eru nú 7.827 íbúar og hefur reynd­ ar fækkað um nokkra frá því í des­ ember. Í Borgarbyggð eru nú 3.892 búsettir. Þriðja stærsta sveitarfélag­ ið er sem fyrr Snæfellsbær þar sem 1.661 býr. Í Stykkishólmi eru íbú­ ar 1.199 en 1284 með sameiningu við Helgafellssveit. Í Grundar­ firði búa 849, 710 í Hvalfjarðar­ sveit og 660 í Dalabyggð. Í Eyja­ og Miklaholtshreppi búa nú 109 og 71 í Skorradalshreppi. Síðast­ nefnda sveitarfélagið er reyndar hástökkvari í íbúafjölgun síðustu sex mánuði, hefur fjölgað um ellefu íbúa sem jafngildir 18,3% fjölgun á hálfu ári. mm Síðastliðinn laugar­ dag gengu lands­ menn að kjör­ borðinu og kusu sveitarstjórnir til næstu fjögurra ára. Veðrið var prýðilegt á kjördag sem þó varð ekki til þess að glæða kjörsókn neitt sérstaklega. Á landsvísu ákváðu 62,7% kjósenda að nýta atkvæð­ isrétt sinn. Slökust varð kjörsókn­ in í Reykjanesbæ þar sem einungis 47,4% kusu en mest var kjörsókn­ in í Skorradalshreppi, eða 87,2%. Hér á Vesturlandi má segja að víð­ ast hvar hafi kosningar farið á svip­ aða lund og fyrir fjórum árum sem þýðir að sömu meirihlutar geta haldið áfram. Þó var undantekn­ ing í Borgarbyggð þar sem meirihlut­ inn féll og Fram­ s ó k n a r f l o k k ­ ur náði hreinum meirihluta í sveit­ arstjórn. Í fjórum sveitarfélögum fór fram persónukjör; Skorradal, Eyja­ og Miklaholtshreppi, Dala­ byggð og Hvalfjarðarsveit. Í Reyk­ hólasveit var sami háttur hafður, en athygli vekur að þar var kjörsókn einungis 53,8%. Nánar er fjallað um úrslit kosn­ inganna á bls. 20­22. mm Úrslit úr sveitarstjórna- kosningunum á Vesturlandi Íbúafjöldi á Vesturlandi kominn yfir sautján þúsund

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.