Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202212 Úrtaka fyrir Landsmót hesta­ manna, sem haldið verður á Hellu 3.­10. júlí í sumar, verður sameigin­ lega haldin fyrir öll hestamannafé­ lögin á Vesturlandi, þ.e. Dreyra, Glað, Borgfirðing og Snæfelling. Fer úrtakan fram laugardaginn 4. júní og sunnudaginn 5. júní á félagssvæði Borgfirðings, við Vind­ ás í Borgarnesi. Keppni hefst báða dagana klukkan 10. Keppt verður í A flokki gæðinga, B flokki gæð­ inga, Barnaflokki, Unglingaflokki og Ungmennaflokki. Einungis verður um forkeppni að ræða og því ekki riðið til úrslita. Fyrri keppnisdaginn verður röð keppnisgreina þessi: Ungmenna­ flokkur, unglingaflokkur, barna­ flokkur, B­flokkur og A­flokkur. Seinni daginn verður röð keppnis­ greina þessi: A­flokkur, B­flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur. Skráning fer fram um skrán­ ingarkerfið Sportfeng.com en skráningu þarf að vera lokið fyr­ ir miðnætti miðvikudaginn 31. maí næstkomandi. Skráningar­ gjöld þarf að greiða innan sama tímafrests. Nánari upplýsingar um úrtökumótið má finna á síðum hestamannafélaganna sem í hlut eiga, en nánari upplýsingar um mótið gefa þau Eyþór Gíslason, Ása Hólmarsdóttir, Valberg Sig­ fússon og Herborg Sigurðardóttir. mm Í mars árið 2021 var haldinn kynn­ ingarfundur um skýrslu Verk­ ís um úttekt á húsnæði Grunda­ skóla á Akranesi en hún var unn­ in vegna grunsemda um ónóg loft­ gæði í skólanum. Helstu niður­ stöður úttektarinnar voru að raka­ skemmdir höfðu fundist í húsnæði skólans og sumstaðar höfðu þær leitt til myglu. Þá var gömul glerull ásamt ágöllum á rakavarnarlagi stór orsakavaldur að lélegri loftgæðum en rykagnir bárust frá glerullinni þar sem húsnæðið var óþétt. Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla fór á fund­ inum yfir ástæður þess að óskað var eftir úttektinni og rakti í ítarlegu máli viðbrögð skólans. Grunsemd­ ir vöknuðu fyrst á haustdögum vegna ítrekaðra athugasemda frá starfsmönnum og nemendum. Í nóvember og desember var úttektin undirbúin og hún fór svo fram dag­ ana 10. til 16. febrúar. Það var svo í byrjun mars að aðgerðaáætlun skól­ ans var virkjuð og tekin ákvörðun um að loka stórum hlutum skól­ ans og stokka upp skólastarfið með tilliti til þess. Alls þurfti að flytja stóran hluta nemenda í húsnæði utan skólans, svo sem í Þorpið og Arnardal, frístundamiðstöðina við Garðavöll, tónlistarskólann og fjöl­ brautaskólann. Alls hefur skólinn þurft að loka 22 skólastofum eða um tveimur þriðju af því rými sem hann hefur yfir að ráða. Uppbyggingin er hafin Blaðamaður Skessuhorn leit inn hjá Sigurði Arnari í byrjun vik­ unnar til að athuga stöðu stækkun­ ar skólans og endurbóta í Grunda­ skóla. Sigurður Arnar segir að þau séu í hálfgerðri krísu núna því það sé verið að tæma og rýma þessa dagana E­álmuna eða stjórnarálm­ una gömlu: „Við verðum að flytja níunda bekkinn í Fjölbrautaskólann og verðum þar með bæði 9. og 10. bekk út úr húsi og þau verða þar út þetta skólaár. Í haust verðum við að finna rými fyrir 9. bekk því nýr 1. bekkur kemur inn en þessum fram­ kvæmdum verður ekki lokið fyrr en í byrjun október þannig að við verðum í góðan mánuð í einhverj­ um reddingum hér. Tíundi kemst ekki aftur hingað inn fyrr en endur­ byggingum verður að fullu lok­ ið. Við fáum Garðasel líklega um næstu áramót og þá eigum við eftir að fara í einhverjar lagfæringar en á þeim tíma verðum við komin út með allar listgreinar því C­bygging list­ og verkgreina verður öll farin. Það er hægt að segja að Grunda­ skóli hafi farið í gegnum gríðarleg húsnæðisvandræði undanfarið ár en við höfum kosið að líta framhjá vandamálunum og horfa frekar á að uppbyggingin sé hafin. Árið í fyrra var verra því þá vorum við í sjö byggingum þegar mest lét út í bæ þegar við vorum að glíma á sama tíma við myglu og rakaskemmdir.“ Á annarri hæðinni þar sem yngsta stigið var til húsa er búið að rífa og hreinsa allt út en það var gert í mars á síðasta ári og nú er verið að gera það sama á neðri hæðinni. Það er gert ráð fyrir að allt verkið verði boðið út í september og vonast er til að byggingaframkvæmdir hefjist um næstu áramót. Gert er ráð fyr­ ir því að nýtt húsnæði Grundaskóla verði ekki tilbúið fyrr en í lok árs 2024 og fullbúið haustið 2025. Mikil þrengsli en samt plan En komið þið öllum þessum nem­ endum fyrir á þessum tíma? „Það verður stórt verkefni, við komum öllum nemendum í 1. til 9. bekk fyrir þegar stjórnunarálman verð­ ur tilbúin. Tíundi bekkur kemst ekki inn fyrr en öll skólabyggingin verður tilbúin en útskriftarár­ gangar skólans hefur verið í Fjöl­ braut síðustu tvö ár. Nýlega komu þrjár lausar kennslustofur hingað sem hafa breytt miklu en þær eru sjö alls. Frístundin fer í Garðasel í byrjun árs 2023 því frístundin í Grundaskóla er ennþá inni í skól­ anum og hefur aldrei farið út eins og í öðrum skólum og er skólinn því enn á vissan hátt tvísetinn. Nýjar og ferskar hugmyndir eru uppi um að í Garðaseli/Grunda­ seli verði einskonar lýðskóli eða skóli með óhefðbundnu námi eins og listnámi, kvikmyndagerð ásamt fleiru sem verður boðið upp á. Það eru mikil þrengsli en það er samt plan, við vinnum eftir áætlun sem við erum mjög ánægð með. Það er búið að hreinsa út úr skólanum allt skemmt efni en það á enn eftir að klára viðgerðir á ytri klæðningunni. Vandi okkar er að keyra fullan skóla á fullri ferð á sama tíma og við stöndum í botnlausum bygginga­ framkvæmdum. Það er kúnst, það er mjög þröngt um alla starfsmenn og í rauninni nemendur einnig þó þeir séu í forgangi.“ Sigurður Arnar segir að lokum að þrátt fyrir allt séu þau bjartsýn: „Það er bjart framundan í skóla­ starfi Grundaskóla, þetta verður mjög spennandi þegar þessu lýk­ ur. Það væru sennilega allir orðn­ ir kolvitlausir hérna ef þeir litu ekki bjartsýnum augum á málin því þetta er búið að vera svakalegt rask síðustu tvö ár. Faraldurinn truflaði okkur ekki svo mikið því húsnæðis­ vandræðin voru svo mikil að það skyggði á allt annað. Við hefðum alveg átt nóg með húsnæðismálin ein og sér.“ vaks Mynd úr safni Skessuhorns fyrir athygli. Hér sýnir Jakob S Sigurðsson Loga frá Oddsstöðum. Landsmótsúrtaka verður í Borgarnesi í byrjun júní „Vinnum eftir áætlun sem við erum mjög ánægð með“ Rætt við Sigurð Arnar skólastjóra um stöðuna í Grundaskóla Séð inn í húsnæði yngsta stigsins á 2. hæð skólans. Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla. Þessi veggur við innganginn verður rifinn niður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.