Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202210 Eins og kom fram í stuttri frétt í Skessuhorni í síðustu viku eru jarðvegsskipti hafin vegna stækk­ unar Hótels Búða á Snæfellsnesi. Ritstjórn grennslaðist nánar fyrir um verkið. Ætlunin er að ljúka við sökkla og kjallara viðbyggingar nú fyrri hlutann í júní. Eftir það verð­ ur tekið hlé á framkvæmdum enda hótelið fullbókað í allt sumar. Síð­ an verður haldið áfram með verk­ ið í haust og vetur. „Við ætlum að vera búin með stækkun fyrir næsta vor. Munum þurfa að loka hótelinu um tíma næsta vetur meðan gamla og nýja byggingin verða tengd­ ar saman,“ segir Örn Andrés son í samtali við Skessuhorn. Hönnuð­ ur að stækkun hótelsins er Kári Eiríksson arkitekt en hann teikn­ aði einnig núverandi hótel. Samið hefur verið við Smell­ inn/BM Vallá um uppsteypu hússins, gluggaísetningu og frá­ gang en byggingin verður reist úr forsteyptum einingum. Allir innveggir verða einnig forsteypt­ ir. Núverandi hótel var reist úr einingum frá Smellinn á sínum tíma. Stafnafell sér um jarðvinnu og mun einnig útvega þá steypu sem til þarf. Að sögn Arnar Andr­ éssonar verður samið við aðra undirverktaka sem flestir koma úr héraði. „Þessi leið við stækkun hótels ins er farin til að valda sem minnstri röskun gagnvart gest­ um og lágmarka þá vinnu sem þarf að vinna á staðnum. Ásamt fjölg­ un herbergja mun veitingastaður­ inn verða stækkaður um helming, barsvæði og fundaraðstaða mun stækka og rýmum fjölga,“ segir Örn. Þegar þessum framkvæmdum lýkur mun hótelið tvöfaldast að stærð og verða tæpir þrjú þúsund fermetrar. Herbergjafjöldi fer úr 28 í 52. Undir nýja hlutanum verð­ ur kjallari og þar verður pláss fyr­ ir eldhús, geymslu og kæla, þvotta­ hús og fleira. Aðspurður um stöðuna framundan segir Örn að nánast fullbókuð sé á hótelið út septem­ ber. „Við erum þegar byrjuð að bóka inn á sumarið 2023 og reikn­ um með að geta farið að taka á móti gestum í eldri hluta hótels­ ins snemma á næsta ári. Ennþá er óljóst hvaða tíma og hversu lengi við þurfum að loka hótelinu næsta vetur,“ segir Örn. Sérstaða Hótels Búða er einstök staðsetning og umhverfið hvert sem litið er; sagan, andrúmsloft­ ið og áhersla á gott eldhús. Einnig hefur hótelið verið mjög vin­ sælt fyrir brúðkaup og þá einkum erlendra gesta. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna Hótel Búðir eftir fyrir­ hugaðar breytingarnar. mm Síðastliðinn laugardag var afhjúp­ aður minnisvarði um Magn­ ús Jónsson bónda og fræðimann í Tjaldanesi, en 17. maí voru liðin eitt hundrað ár frá andláti hans. Dagurinn var bjartur og rúm­ lega 50 manns komin saman til að minnast Magnúsar, en hann á nú 599 afkomendur á lífi og stóðu þeir að því að reisa minnisvarðann. Helstu hvatamenn að því að minn­ ast Magnúsar með þessum hætti voru þeir Magnús Ólafur Jónsson (1921 – 2010) frá Stykkishólmi og Matthew James Driscoll, prófessor. Magnús Jónsson (1835­ 1922) var bóndi í Tjaldanesi 1867 – 1909, hreppstjóri og fræðimaður. Hann skrifaði upp ótal handrit, en við afhjúpun minnisvarðans kom fram að hann hafi líklega skrifað einar 80 þúsund blaðsíður um ævina. Við skriftirnar notaði hann álftafjaðr­ ir. Á handrit.is er að finna ljósrit af fjörutíu og þremur bókum Magn­ úsar. Auk þess er vitað um þrjár óskráðar bækur í einkaeign. Kona Magnúsar var Ólöf Guðlaugsdóttir (1829 –1904), einnig merk kona, en hún var ljósmóðir og kunni sitthvað fyrir sér í grasalækningum. Minnisvarðinn, er stuðlaberg úr Tjaldaneshlíð og stendur við Skarðsstrandarveg, vestan við afleggjarann að Tjaldanesi. Það­ an er útsýni frábært, bæði fög­ ur fjallasýn og til sjávar, þar sem Breiðafjörðurinn opnast mót vestri. Hönnuður minnisvarðans er Birgir Jóakimsson og uppsetningu annað­ ist Ari Jóhannesson. Við athöfnina á laugardaginn flutti Kristjón Sigurðsson ávarp um Magnús, Ólöf Salmon Guð­ mundsdóttir sagði frá Ólöfu og Boga Kristín Kristinsdóttir, yngsta langafabarn Magnúsar, afhjúpaði minnisvarðann. Að því loknu var kaffisamsæti í Tjarnarlundi. bj Hótel Búðir verður tvöfaldað að stærð Minnisvarði afhjúpaður í Tjaldanesi um Magnús Jónsson Grjótið er stuðlaberg úr Tjaldaneshlíð, en skjöldurinn sýnir m.a. rithönd Magnús- ar sem þótti afar falleg. Það var sólríkt, en kalt þegar minnisvarðinn var afhjúpaður. Boga Kristín Kristinsdóttir yngsta langafabarn Magnúsar afhjúpaði minnisvarð- ann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.