Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202216 Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgar nesi hóf göngu sína haustið 2007 og var þá nokkurs konar til­ raunaskóli. Námsbrautir voru til þriggja ára sem þá var nýnæmi, kennslan var tæknivædd og all­ ir nemendur fengu fartölvur, svo nokkuð sé nefnt. Fimmtán árum síðar er skólinn ennþá farvegur nýrra leiða í skólastarfi og þar verð­ ur nú ráðist í grundvallarbreytingar. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við skólameistara um helsta nýnæmi í skólastarfinu á næstu misserum. Sérstaða skólans Bragi hefur stýrt skólanum í rúm tvö ár og segir það hafa verið ákaf­ lega ánægjulegan tíma. „Þegar ég tók til starfa var stjórn skól­ ans á þeirri skoðun að gott væri að endurmeta starfið en skólinn var vissulega með mikla sérstöðu þegar hann var settur á fót. Kannski er það besti dómur tímans að það fyrir komulag sem tekið var upp þá er nú orðið að venju í mörg­ um öðrum skólum. Hér var byrj­ að með þriggja ára nám, nemend­ ur voru skyldaðir til að vera með tölvu, námsmat var byggt fyrst og fremst á leiðsagnarmati og það voru lokaverkefni. Nú má líta svo á að MB skeri sig ekki lengur úr vegna þessara þátta. Svo við þurft­ um að skoða hvað við vildum gera til að skapa okkur sérstöðu á ný og halda þar með áfram að efla skól­ ann og fjölga nemendum. Svo mér var í raun falið að skoða hvernig við gætum aftur markað okkur nýtt og afgerandi hlutverk í íslensku fram­ haldsskólastarfi,“ segir hann. Menntun fyrir framtíðina Bragi hóf störf í janúar 2020 og fyrsta skrefið að nýju markmiði var tekið strax um vorið. Hann segir að verkefnið eigi sér enga eiginlega fyrirmynd, en snúist í raun um að undirbúa nemendur sem best fyr­ ir framtíðina með því að samtvinna allt nám sköpun og tækni. „Um vorið byrjuðum við á að setja af stað netráðstefnu sem nú er aðgengi­ leg á vefnum og hét Menntun fyr­ ir störf framtíðar. Þangað kom menntamálaráðherra sem þá var og mjög margt fólk úr atvinnulífinu sem sagði frá sinni framtíðarsýn á menntun. Það horfðu um þrettán þúsund manns á dagskrána innan viku og áhorfið er orðið enn meira núna. Upp úr þessu kom mikið af gögnum og við unnum áfram með þau.“ Starfshópur og niðurstaða Því næst var stofnaður starfshópur sem fékk utanaðkomandi verkefnis­ stjóra, Signýju Óskarsdóttur til starfa og Bragi segir svo frá: „Við fólum hópnum að búa til tillög­ ur með þau markmið að skapa sér­ stöðu og stækka skólann bæði fag­ lega og hvað varðaði nemenda­ fjölda. Ekki síst var þó lögð áhersla á hlutverk hans sem styrkrar stoð­ ar í samfélaginu. Hópurinn starf­ aði í nokkra mánuði. Í honum var fólk úr atvinnulífinu, fulltrúar úr stjórn skólans og kennarahópnum, útskrifaður nemandi og fleiri aðil­ ar,“ segir Bragi. „Umfangsmikil vinna var lögð í gagnaöflun, bæði með viðtölum og með því að skoða önnur gögn svo sem erlendar skýr­ slur. Það voru einnig rýnd gögn frá ráðuneytinu og nýsköpunarstefna fyrir Ísland sérstaklega skoðuð, en hún markar sýn til ársins 2030.“ Afrakstur þessarar vinnu starfs­ hópsins voru tillögur sem voru lagðar fyrir stjórn skólans vor­ ið 2021. „Að baki þessu var mik­ il vinna allra aðila, en einnig mikill samhljómur,“ segir Bragi. Í fram­ haldinu fól stjórn starfsfólki skólans að taka tillögurnar áfram og for­ gangsraða á grundvelli umræðna. „Nú hefur þetta verið í vinnslu hjá okkur í rúmt ár, en tillögurnar snúa fyrst og fremst að því að efla skap­ andi miðlun og tækni. “ Þetta mikilvæga A Enska skammstöfunin STEM er þekkt innan kennslufræðinnar og stendur fyrir science, technology, engineering og mathematics (vís­ indi, tækni, verkfræði og stærð­ fræði). En Bragi segir: „Við vinn­ um hins vegar með að bæta þarna einum staf inn til viðbótar. Þá verð­ ur til skammstöfunin STEAM, sem stendur fyrir science, technology, engineering, mathematics og arts. Þetta mikilvæga A hefur ekki áður verið fyrir hendi.“ Hann segir að tillögurnar hverf­ ist um þessar áherslur, sem oft hafi verið rætt um en ekki komist nægi­ lega til framkvæmda. „Þetta snýst einfaldlega um námsgrein sem við köllum STEAM og að allir nem­ endur sem fara hér á stúdents­ brautir þurfi að taka þrjá áfanga í STEAM. Starfshópnum var mjög áfram um að líta ekki á þetta sem val eða að þetta sé bara fyrir útvalda, heldur sé þetta hæfni sem allir þurfi í hvaða starfi sem er í framtíðinni. Þetta var þemað í tillögunum, við ætluðum ekki að fara að búa til sér­ nám eða sérbraut en blanda þessu frekar inn í allar námsbrautir,“ seg­ ir Bragi með áherslu. „Þetta á að geta hentað öllum og það er mikil­ vægt að búa til námsefni sem vekur áhuga. Við gefumst heldur ekki upp á nemandanum. Ef eitthvað hentar honum ekki finnum við þá leið sem er best fyrir hann.“ Lífsnám og framtíðarver Þegar stjórn MB samþykkti til­ lögurnar má segja að þetta nýja fyr­ irkomulag hafi byrjað fyrir alvöru innan veggja skólans. Bragi tek­ ur fram að það taki tíma og ger­ ist í nokkrum skrefum. „Við búum til svokallað Framtíðarver þar sem vinnuaðstaða nemenda verður. Inn í námið verður svo bætt við greinum sem heita STEAM, alls fimmtán einingum. Svo bætum við líka fimm einingum í svokölluðu lífsnámi á alla nemendur. Það orð kemur beint úr gögnum frá þeim sjálfum. Þeir settu fram eindregnar óskir um að læra meira um fjármál, kynvitund, heilbrigði og ýmislegt fleira og áfangarnir byggja ekki síst á því,“ segir Bragi. „Um leið leggj­ um við minni áherslu á lífsleikn­ ina, en lífsnámið er líka eins og nokkurskonar lífsleikni á sterum.“ Hann segist samt ekki gera lítið úr lífsleiknikennslunni en hún hafi ekki verið jafn markviss og þetta: „Lífsnám er mun efnismeira og er allt öðruvísi.“ Endurskoðun allra námsbrauta Lífsnámið felst í alls fimm áföngum sem allir taka og byggir á þemum. Á hverri önn er einn áfangi kennd­ ur í viku og allir nemendur taka þátt. Sami áfangi snýr svo aftur eftir fimm annir „Fyrsti svona áfanginn var kenndur núna á vorönn,“ seg­ ir Bragi. „Hann nefndist Alls ­ kyns og tókst afskaplega vel. Svo þá var fyrsti hluti verkefnisins kominn til framkvæmda. Í vetur höfum við svo Nýjar leiðir í skólastarfi Rætt við Braga Þór Svavarsson skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar Bragi Þór Svavarsson. Námsumhverfið skiptir mjög miklu í máli fyrir líðan nemenda. Undirritun. Bragi Þór og Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.