Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 31 Kári og KFS frá Vestmannaeyj­ um áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Fylk­ ir Jóhannsson kom Kára yfir á 18. mínútu leiksins og fyrirliðinn Andri Júlíusson skoraði annað mark fyrir Kára á 37. mínútu en áður í leiknum hafði Andri mis­ notað vítaspyrnu. Staðan því 2­0 í hálfleik og Kári í ansi góðum mál­ um. Það varði þó ekki lengi því Oskar Wasilewski fékk rautt spjald í byrj­ un seinni hálfleiks og Káramenn manni færri. Korteri seinna fékk hins vegar Leó Viðarsson sitt ann­ að gula spjald hjá gestunum og það var síðan hinn 17 ára gamli Axel Freyr Ívarsson sem gulltryggði sig­ ur Kára í uppbótartíma, lokatölur 3­0. Kári er í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki eins og lið Elliða en Dalvík/Reynir og Víðir eru efst með sex stig. Næsti leikur Kára er gegn Kormáki/Hvöt næsta laugardag á Blönduóssvelli og hefst klukkan 14. vaks Ægir og Víkingur Ólafsvík mætt­ ust í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudaginn og fór leikurinn fram á Þorlákshafnarvelli. Brynjar Krist­ mundsson stýrði liði Víkings í fjar­ veru Guðjóns Þórðarsonar sem var í leikbanni eftir að hafa feng­ ið rautt spjald í fyrstu umferðinni gegn Völsungi. Fátt var um fína drætti í leiknum en Ægismenn voru talsvert betri aðilinn allan leikinn. Þeir náðu þó ekki að koma tuðrunni inn fyrir línuna og markalaust jafntefli var niðurstaðan. Næsti leikur Víkings í deildinni er næsta laugardag gegn toppliði Njarðvíkur á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 14. vaks Knattspyrnulið Kára á Akranesi hefur fengið góðan liðsstyrk fyr­ ir komandi átök í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar. Ragnar Leósson er kominn aftur á Skag­ ann og ætlar að taka slaginn með Kára í annað skiptið á ferlin­ um. Ragnar spilaði lykilhlutverk í liði Fjölnis í fyrra þegar liðið var hársbreidd frá því að ná sæti í Bestu deildinni en hann spilaði 21 leik og skoraði í þeim fjögur mörk. Þá hafði varnarmaðurinn Oskar Wasilewski félagaskipti úr Aftur­ eldingu í Kára rétt fyrir lok félags­ skiptagluggans. Oskar sem er 22 ára hefur undanfarin tímabil leik­ ið með Aftureldingu en árin 2018 og 2019 spilaði hann tólf leiki með Kára í deild og bikar. vaks Skagamenn léku tvo leiki í liðinni viku í Bestu deild karla í knattspyrnu og var sá fyrri þegar Valur og ÍA mættust síðastliðinn miðvikudag á Hlíðarenda. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleikn­ um, hvorugt liðið tók mikla áhættu og leikurinn lítt fyrir augað. Á 24. mínútu fengu Skagamenn skyndi­ sókn og eftir góða sendingu frá Kaj Leó í Bartalsstovu fékk Gísli Laxdal Unnarsson boltann en skaut yfir úr dauðafæri. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn sóttu Valsmenn meira og uppskáru loks mark á lokamín­ útunni. Valsmaðurinn Birkir Heimisson sendi langa sendingu upp að endamörkum hægra megin þar sem Birkir Már Sævarsson lagði boltann út í vítateig á Patrick Ped­ ersen sem skoraði af miklu öryggi, staðan í hálfleik því 1­0 fyrir Val. Í seinni hálfleik var alger ein­ stefna að marki Skagamanna og útkoman eftir því. Árni Snær Ólafs­ son varði vel í tvígang áður en Vals­ menn skoruðu sitt annað mark eft­ ir rúmlega klukkutíma leik. Árni Snær varði þá frá Pedersen í dauða­ færi, boltinn hrökk síðan til Arnórs Smárasonar sem lagði hann snyrti­ lega á Tryggva Hrafn Haraldsson sem skoraði sitt fyrsta mark í sum­ ar. Skagamenn virtust enn vankað­ ir því þremur mínútum síðar fengu þeir á sig þriðja markið. Guðmund­ ur Andri Tryggvason jók þá for­ skotið enn meir þegar hann skoraði eftir sendingu frá Arnóri. Fjórða og síðasta mark leiksins kom á 72. mínútu en þá átti Alexander Davey slaka sendingu úr vörninni, beint á Birki Heimisson sem fann Tryggva Hrafn sem skrúfaði boltann laglega í fjærhornið og gulltryggði stórsig­ ur Valsmanna, lokatölur 4­0. ÍA tók síðan á móti KA á sunnu­ daginn og varð að sætta sig við þriðja tap sitt í röð í deildinni. Norðanmenn komust yfir strax á elleftu mínútu þegar Árni Snær Ólafsson kýldi boltann út úr teign­ um og hann datt fyrir fætur Dan­ íels Hafsteinssonar sem hamr­ aði boltann upp í samskeytin á marki ÍA, glæsilegt mark og stað­ an 0­1. Stuttu síðar kom Eyþór Aron Wöhler boltanum í netið fyrir Skagamenn en var réttilega dæmdur rangstæður. Lítið annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og gestirnir því með eins marks for­ ystu þegar flautað var til hálfleiks. Skagamenn voru sterkari í byrj­ un seinni hálfleiks og það var gegn gangi leiksins þegar KA menn skoruðu eftir tæplega tíu mínútna leik. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk þá sendingu í gegn og setti boltann undir Árna Snæ í markinu. Aðeins fimm mínútum síðar fengu heima­ menn vítaspyrnu þegar brotið var á Gísla Laxdal Unnarssyni en mark­ vörður KA varði spyrnu Gísla. Skagamenn misstu móðinn eftir þetta og það var síðan Jakob Snær Árnason sem bætti við þriðja marki KA skömmu fyrir leikslok eftir klafs í teig Skagamanna, lokastaðan þriggja marka sigur KA, 0­3. Skagamenn hafa nú tapað þrem­ ur leikjum í röð í Bestu deildinni með markatölunni 1­12 og Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði í viðtali eftir leik að hann væri nátt­ úrulega bara hundsvekktur og þeir væru að fá alltof mörg og ódýr mörk á sig. ÍA er nú í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig eft­ ir sex leiki og mætir næst liði ÍBV sem situr í tíunda sæti með tvö stig. Leikurinn verður næsta laugardag í Vestmannaeyjum og hefst klukk­ an 16. vaks Skallagrímur lék sinn fyrsta leik í sumar þegar liðið tók á móti Árbæ í A riðli 4. deildar í knattspyrnu karla á mánudaginn og fór leik­ urinn fram í blíðskaparveðri á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Gestirnir komust yfir á sjöttu mín­ útu með marki frá Hjalta Kárasyni Djurhuus en Davíð Freyr Bjarna­ son jafnaði metin fyrir heima­ menn eftir rúmlega tuttugu mín­ útna leik. Rétt fyrir hálfleik varð Númi Steinn Hallgrímsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyr­ ir Árbæ og staðan í hálfleik því 2­1 fyrir Skallagrími. Elís Dofri G. Gylfason kom Sköllunum í 3­1 á 58. mínútu en Pape Mamadou Faye hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði fyrir Árbæ fjórum mínútum síðar. Það var síðan Sergio Fuentes Jorda sem tryggði sigur Skallagríms með fjórða marki Skallagríms sjö mín­ útum fyrir leikslok og lokastaðan var góður sigur Skallagríms, 4­2. Næsti leikur Skallagríms í deildinni er Vesturlandsslag­ ur gegn Reyni Hellisandi þriðju­ daginn 24. maí á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 20. vaks Knattspyrnudeild Víkings í Ólafs­ vík hefur samið við spænska leik­ manninn Luis Romero um að leika með liðinu í sumar. Í fréttatilkynn­ ingu frá Víkingi segir að hinn 23 ára Luis Romero sé eldfljótur og fjölhæfur leikmaður sem geti leyst nokkrar stöður framarlega á vellin­ um. Romero hefur leikið víða á ferl­ inum og meðal annars verið í ung­ lingaliðum Real Madrid en var síðast hjá AD Parla sem leikur í spænsku fimmtu deildinni. Hann er kominn með leikheimild og var væntanlegur til landsins um síðustu helgi. vaks Skallagrímur vann Árbæ í 4. deildinni Það var bongóblíða í Borgarnesi í leiknum á mánudaginn. Ljósm. glh Spænskur sóknarmaður í Víking Louis Romero er nýr leikmaður Víkings. Ljósm. Víkingur Ólafsvík Ragnar Leósson er kominn í Kára. Ljósm. af FB síðu Kára Ragnar Leósson genginn til liðs við Kára Byrjunarlið Kára gegn KFS. Ljósm. Kári Kári með sigur í fyrsta heimaleiknum Markalaust jafntefli hjá Víkingi Ólafsvík Skagamenn töpuðu gegn KA Alexander Dayvey í loftköstunum í leiknum gegn Val. Ljósm. Lárus Árni Wöhler

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.