Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 15 www.blikkgh.is blikkgh@blikkgh.is Akursbraut 11b • Akranes Málmiðnaðarmenn óskast Vegna aukinna verkefna óskum við eftir vönum málmiðnaðarmönnum Áhugasamir hafi samband við Emil Sævarsson, framkvæmdastjóra í síma 690-1729 Umsóknir berist á netfangið blikkgh@blikkgh.is. SK ES SU H O R N 2 02 2 Síðasta miðvikudag voru þang­ sláttumenn, þeir Jóhannes Har­ aldsson og Björgvin Matthí­ as Hallgrímsson, að dóla um veg­ inn í Kollafirði í Reykhólahreppi og ergja sig á norðaustan áttinni sem gerir þeim ómögulegt að athafna sig við sláttinn. Fram kem­ ur á heimasíðu Reykhólahrepps að þá hafi þeir komið auga á fjárhóp í túninu í Múla, sex fullorðnar kind­ ur og tvö lömb. Þeim fannst frem­ ur ólíklegt að bændur væru búnir að sleppa lambfé í þessu tíðarfari, svo þeir kölluðu eftir aðstoð til að handsama féð. Eftir nokkurn eltingaleik náð­ ist að reka kindurnar inn í skila­ réttina á Eyri, fullorðna féð hálfu ári of seint, en lömbin misseri fyrr en vant er. Féð reyndist vera frá Fremri Gufudal og Skálanesi, þrí­ lemba með dætur og tveir hrútar. Kindurnar eru í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að hafa gengið úti frekar leiðinlegan vetur. vaks Tveir fulltrúar frá öllum framboð­ um sem buðu fram lista í Borgar­ byggð fyrir kosningarnar síðast­ liðinn laugardag komu saman á leiðtogafundi að kvöldi síðasta miðvikudags. Fundurinn var tek­ inn upp og sýndur í beinu streymi á kvikborg.is en var auk þess aðgengi­ legur á vef Skessuhorns. Leiðtoga­ fundurinn var skipulagður af Kvik­ myndafjelagi Borgarfjarðar sem sá auk þess um alla tæknivinnu og útsendingu. Límtré Vírnet lagði til húsnæðið sem vissulega var óvenju­ legt myndver, en þátturinn var tek­ inn upp í blikksmiðju fyrirtækis­ ins. Spyrlar voru gömlu fréttahauk­ arnir Gísli Einarsson og Magnús Magnús son. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fulltrúar flokkanna fjögurra svöruðu ýmsum spurn­ ingum sem brunnu á kjósendum í sveitarfélaginu. Í tveimur innslög­ um í þættinum sögðu kjósendur á förnum vegi frá hvað brennur á þeim og hvað væri það besta við að búa í Borgarbyggð. Alls bar um tuttugu mál á góma, en fyrirferðar­ mest í umræðunni voru skipulags­ mál en sitthvað fleira einnig. Hægt er að skoða upptöku af fundinum á kvikborg.is vaks/ Ljósm. mm. Á síðastliðnum vikum fór fram nýsköpunarhraðall á vegum Academy for Women Entreprene­ urs og er hann haldinn á veg­ um Háskóla Íslands og bandaríska sendiráðsins. Veitt voru verðlaun fyrr nýsköpunarverkefni kvenna. Í þriðja sæti varð Michelle Bird lista­ kona sem býr í Borgarnesi. Verkefn­ in eru öll sprottin úr frumkvöðla­ starfsemi í hinum ýmsu greinum og nam heildarupphæð verðlauna um 2,2 milljónum króna. Peningafjár­ hæðina geta þátttakendur nýtt til að koma verkefni sínu á framfæri eða til áframhaldandi þróunar verkefn­ isins. Við verðlaunaafhendinguna voru stödd þau Áslaug Arna Sigur­ björnsdóttir, iðnaðar­ og nýsköp­ unarráðherra, Michelle Yerkin, sendiherra Bandaríkjanna, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Michelle vann ásamt Birnu Sigurbjörnsdóttur að verkefninu WAM eða Women Art Market­ eers. Verkefnið er markaðstorg fyr­ ir skapandi konur þar sem kennd er listin að markaðssetja sig og koma vörum sínum á framfæri. Hlutu þær 200.000 krónur í verðlaun fyrir verkefnið sitt. sþ Verðlaunahafar. Michelle Bird er fyrir miðri mynd. Verðlaunaafhending á nýsköpunarverkefnum kvenna Fjárhópurinn kominn inn í réttina. Ljósm. Jóhannes Haraldsson Fundu útigenginn fjárhóp í Múla Leiðtogaspjall í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.