Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202228 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna Klifur - tónlist - námskeið - afmæli - hópafjör Fjölskyldutímar á sunnudögum 11-14 Afþreyingarsetur á Akranesi smidjuloftid.is GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Pennagrein Frá stofnun Fjölbrautaskóla Snæ­ fellinga árið 2004 hefur verið unnið samkvæmt hugmyndafræði dreifnáms þar sem upplýsingatækni er notuð í verkefnamiðuðu námi. Nemendur leysa verkefni ýmist sem einstaklingsverkefni eða sam­ vinnuverkefni. Markmið þessar­ ar leiðar var að þróa dreifnámsað­ ferðir samhliða dagskólakennslu. Unnið er samkvæmt leiðsagnar­ námi þar sem kennarar sinna verk­ stjórnar­ og leiðsagnarhlutverki. Sömuleiðis er námsmati hagað þannig að nemendur fá upplýs­ ingar um hvað þeir gera vel ásamt ábendingum um það sem betur má fara, svokallað leiðsagnarmat. Með þessum vinnuaðferðum verður nemandi virkur þátttakandi í eigin námi og meðvitaður um styrkleika sína og veikleika. Innan æ fleiri framhaldsskóla hefur leiðsagnarnám ýmist verið tekið upp að hluta eða öllu leyti. Snemma á þessu ári var haldin fjöl­ menn námsstefna um leiðsagnar­ nám og fór hún fram í Fjölbrauta­ skólanum í Mosfellsbæ. Tve­ ir kennarar skólans voru þar með málstofur þar sem þeir kynntu kennsluaðferðir sínar og svöruðu spurningum áhugasamra kennara annarra skóla. Notkun upplýsingatækni í kennslu hefur einnig gert það að verkum að nærsamfélag skólans er stærra en ella þar sem nemend­ ur þurfa ekki nauðsynlega að vera í skólahúsnæðinu í Grundarfirði til að stunda nám sitt og vera í sam­ bandi við kennara. Kennslustund­ um er skipt í fastar kennslustundir sem öllum dagskólanemendum ber skylda til að mæta í og verkefnatíma þar sem nemendur geta leitað til kennara eftir þörfum. Þannig geta nemendur jafnvel hitt, fleiri en einn kennara í hverjum verkefnatíma. Vegna sérstöðu í kennsluhátt­ um reyndist bæði nemendum og kennurum FSN tiltölulega auð­ velt að færa alla kennslu yfir á ver­ aldarvefinn þegar sóttvarnaryfir­ völd fyrirskipuðu að loka skyldi öll­ um framhaldsskólum tímabund­ ið. Stundaskrár héldust óbreyttar þennan tíma og nemendur mættu í kennslustundir á Teams, unnu verkefni samkvæmt fyrirmælum kennara og fengu þá leiðsögn sem þeir þurftu. Eftir að skólahald mátti hefj­ ast á ný, var ákveðið með tilliti til umhverfissjónarmiða og þess að kennsla á veraldarvefnum gekk vel, að akstur í skóla yrði fjóra daga vik­ unnar. Það þýðir þó ekki að kennsla sé einungis fjóra daga í viku, held­ ur eru verkefnatímar á föstudögum þar sem ætlast er til að nemendur leiti leiðsagnar kennara. Til við­ bótar við fjórar fastar 50 mínútna kennslustundir í hverjum fimm eininga áfanga hefur hver kennari 40 mínútna verkefnatíma í hverj­ um hópi. Kennari getur því ver­ ið með allt að 2,5 klst. í verkefna­ tíma. Þannig geta nemendur feng­ ið mun meiri tíma með kennara en námskrár gera ráð fyrir. Rannsóknarmiðstöðin, Rann­ sóknir og greining, lagði könnun fyrir framhaldsskólanema á landinu í nóvember árið 2021. Niðurstöð­ ur þeirrar könnunar leiddu í ljós að nemendur skólans fundu almennt minna fyrir streitu samhliða far­ aldrinum en nemendur annarra skóla. Nemendur okkar tala sérstaklega um gott aðgengi að kennurum og að samstarf við þá sé á jafningja­ grundvelli. Niðurstöður könnun­ ar Rannsóknar og greiningar stað­ festa þetta. Einnig kom fram að kennslufyrirkomulagið hafi hentað vel og nemendur átt auðvelt með að stunda námið. Auk þess töldu 84% nemenda námið einkennast af fjölbreytni. Í skólanum eru ekki lokapróf en styttri próf eru lögð fyrir á skólatíma. Vinnuálag á nem­ endur er nokkuð jafnt yfir skólaárið þó vissulega geti komið álagspunkt­ ar. Allan námsferilinn þurfa nem­ endur að skipuleggja vinnu sína og sinna henni vel. Tileinki þeir sér þessi vinnubrögð ættu þeir að vera vel undirbúnir fyrir nám og störf í nútíma samfélagi. Erna Guðmundsdóttir og Þiðrik Örn Viðarsson, íslenskukennarar, Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson, enskukennari. Fjölbrautaskóli Snæfellinga, hvað er svona merkilegt við hann?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.