Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202218 Pálína Jörgensdóttir er húsfreyja á Hofsstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði en hún hefur getið sér gott orðspor á sviði afkasta og myndarskaps í prjónamennsku. Þar býr hún ásamt eiginmanni sín­ um, Tómasi Inga Tómassyni, og eiga þau saman þrjú börn og fjög­ ur barnabörn. Pálína hóf ævina í Reykjavík en leiðir hennar lágu svo í Borgarfjörðinn þar sem hún sett­ ist síðan að á Hofsstöðum. Hún starfar núna sem leikskólastýra á leikskólanum Hraunborg á Bif­ röst og hefur nú starfað þar í 14 ár. Einnig er hún virkur þátttakandi í samfélaginu með störfum sínum í Kvenfélagi Stafholtstungna. Leiðin til Stafholtstungna ,,Ég ólst upp í Reykjavík í Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla alveg þangað til ég fermdist en þá flutti ég í Borgarnes. Í raun og veru er ég líka alin upp hérna í Staf­ holtstungunum en mamma mín var ráðskona á Haugum hjá ömmu og afa svo ég var mikið þar. Árið 1984 flytja svo mamma og pabbi í Borgar nes og kaupa hús þar en ári síðar skilja þau svo og pabbi flytur í bæinn en ég bý áfram hjá mömmu í Borgarnesi. Ég útskrifast svo úr skólanum þar og fer í Hússtjórnar­ skólann á Varmalandi sem var bara það besta sem ég hef gert. Það var svo geggjað gaman. Ég mæli með að allt ungt fólk fari í hússtjórnar­ skóla því þegar þú ert búin að fara í slíkan skóla þá geturðu allt! Svo fer ég út sem Au pair til Danmerkur og var í eitt ár þar hjá æðislegu fólki sem ég hélt góðu sambandi við lengi, en er ekki í miklum samskipt­ um við þau í dag, en þetta var rosa­ lega góður tími. Þarna var ég orðin tvítug en á þessum tíma voru ver­ tíðir og sveitaböll og maður náði að upplifa allt þetta sem var æðislegt. Ég hef búið á Höfn í Hornafirði og á Ólafsfirði og var þar á vertíðum og gerði ýmislegt skemmtilegt.“ Vildi ekki verða amma fyrir fimmtugt Pálína og Tómas hafa þekkst frá barnsaldri en leiðir þeirra lágu svo nánar saman á fullorðinsaldri. ,,Við Tommi erum náttúrulega búin að þekkjast síðan við vorum fimm ára en við erum fjórmenningar og höf­ um alltaf verið rosalega góðir vinir. Við byrjum eiginlega að vera saman 1992 en þá verð ég ólétt af Tómasi, okkar fyrsta barni. Þá byrjum við að búa og ég flyt í Stafholtstungurn­ ar í Varmaland og við eigum svo Styrmi árinu eftir. Ég vann þá í Baulunni og seinna rak ég Bauluna í hálft ár. Ég bjó þá á Haugum, sem í dag heitir Borgir, og svo var ég að vinna í Varmalandsskóla í nokkur ár eftir það. Ég eignast síðan Bjarn­ eyju Sól árið 1998, okkar þriðja og síðasta barn.“ Pálína byrjaði svo að starfa á Hraunborg árið 2008 þar sem hún byrjaði sem kennari, varð síð­ an aðstoðarleikskólastjóri og hef­ ur verið leikskólastjóri þar síðan 2018 en hún segist elska að vinna með börnum og segir ömmuhlut­ verkið hafa ýtt undir þá tilfinningu. Pálína varð amma fyrst í janúar 2020 en þegar blaðamaður bank­ aði á dyr var fjórða barnabarnið á leiðinni í heiminn. ,,Þetta er það besta sem maður getur hugsað sér að vera amma og fjórða barna­ barnið að koma í dag en á tveimur árum er ég búin að fá fjögur barna­ börn. Ég sagði við börnin mín; þið leyfið okkur nú að verða fimmtug áður en þið gerið okkur að ömmu og afa, og þau gerðu það. Við höf­ um núna svo mikinn tíma fyrir þau sem er æðislegt.“ Hamingjusöm í litla kotinu sínu Pálína og Tómas voru með stórt sauðfjárbú hér áður fyrr en segjast núna vera „hobbý“­bændur í sam­ starfi við frændfólk sitt sem býr í næsta húsi en á Hofsstöðum og í kring eru þrjú íbúðarhús ásamt fjölda sumarbústaða sem skyld­ menni hafa komið sér upp í gegn­ um árin. Sjálf upplifir hún mikla samvinnu og hamingju í kommún­ unni á Hofsstöðum. ,,Hér eru frændfólk í sumarbústöðum í öll­ um hornum og sjálf erum við búin að setja upp gámahús sem börnin okkar nota þegar þau koma í heim­ sókn. Húsið sem við búum í var byggt af bróður tengdamömmu en hann var einstæðingur. Við kaup­ um svo húsið þegar hann deyr sumarið 1997. Það er frekar lítið og ætluðum við alltaf að byggja við það. Það varð svo aldrei af því og við vorum alltaf svo hamingjusöm hérna. Við tókum það hins vegar í gegn núna fyrir stuttu og hér líður okkur rosalega vel. Þetta er mjög passlegt fyrir okkur.“ Kvenfélagið dýrmætt Pálína er mikil prjónakona og er yfirleitt með fjögur verkefni í gangi í einu. Hún segist núna prjóna mest á barnabörnin og finnst skemmti­ legast að fylgja ekki uppskriftum. ,,Ég nota alveg uppskriftir en mér finnst langskemmtilegast að skapa eitthvað sjálf. Ég upplifi mína hvíld í prjónaskapnum og elska að setjast niður og prjóna í róleg­ heitunum.“ Einnig segir Pálína að fjórhjólaferðir séu eitt áhuga­ mál sem þau hjónin sinna saman og á sumrin elska þau að ferðast um landið með hjólhýsið og fjór­ hjólin. Einnig er hún í Kvenfélagi Stafholtstungna og er búin að vera í því síðan 1996 en hún var ritari félagsins í tólf ár. ,,Kvenfélag er eitthvað sem mér finnst að konur í sveit þyrftu allar að vera í. Kon­ urnar eru kannski að vinna á öllum stöðum en þarna hittast þær svo og geta farið yfir hvað sé að frétta og gert eitthvað saman. Sama hvort konurnar eru sjötugar eða tvítugar þá er þetta bara svo gaman og skemmtilegt hvernig samræðurnar verða. Við lærum af yngri konun­ um og þær vonandi af okkur,“ segir Pálína að lokum. sþ Handverk eftir Pálínu á ömmu, afa og barnabörnin. „Það besta sem maður getur hugsað sér að vera amma“ Pálína er hússtjórnarskólagengin húsfreyja á Hofsstöðum sem elskar að prjóna á barnabörnin Pálína á notalega heimilinu sínu að Hofsstöðum í peysu sem hún prjónaði sjálf. Pálína og Tómas með barnabörnin í prjónuðum jólafötum eftir Pálínu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.