Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 19 Borgarbyggð auglýsir lausar lóðir til úthlutunar í sveitarfélaginu. Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Rjúpuflöt nr. 1, 2, 3, 4, 5 og 6. Lóðirnar eru staðsettar á Hvanneyri. Lóðunum verður úthlutað á fundi byggðarráðs 2. júní nk. Berist fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið á milli umsækjenda að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda úthlutunarreglur Borgarbyggðar frá árinu 2021. Ef frekari upplýsingar er óskað skal hafa samband við þjónustuver sveitarfélagsins í síma 433-7100 alla virka daga frá kl. 09:30 - 15:00. Sótt er um lóðirnar inni á þjónustugátt Borgarbyggðar. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2022. LAUSAR LÓÐIR TIL ÚTHLUTUNAR Sími 431 1201 I rafstodin@rafstodin.is Nýlagnir Endurnýjun lagna Netlagnir Ljósleiðaratengingar Öll almenn raflagnavinna • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Fornbíladaginn er haldið upp á árlega á mismunandi stöðum á landinu en að þessu sinni verður hann haldinn hátíðlegur í Reyk­ holti í Borgarfirði. Daginn ber upp laugardaginn 4. júní næstkomandi og verður dagskrá í tilefni dagsins haldin í Snorrastofu. Haldið verð­ ur málþing inni en bílasýning utan húss. Á málþinginu verður með­ al annars kynning á sögu bílsins á Íslandi, farið verður yfir varð­ veislu og verkkunnáttu við viðgerð eldri bifreiða auk þess sem kynning verður á Fornbílafjelagi Borgar­ fjarðar og Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri, ásamt fleiri dagskrárat­ riðum. Á bílastæði Reykholtskirkju munu gamlir bílar verða til sýnis fyrir gesti og gangandi. sþ Miðvikudaginn 25. maí næstkom­ andi mun Hanna Ágústa Olgeirs­ dóttir sópransöngkona úr Borgar­ nesi stíga á svið með Sinfóníu­ hljómsveit Íslands ásamt tveim­ ur öðrum sigurvegurum úr keppn­ inni Ungir einleikarar. Keppn­ in er haldin af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskóla Íslands ár hvert en í henni takast á íslenskir hljóðfæraleikarar og söngvarar sem stunda háskólanám í tónlist, bæði hérlendis og erlendis. Keppnin fór fram síðastliðið haust en verð­ laun í keppninni eru að koma fram sem einleikari/ einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Upp­ haflega áttu þeir tónleikar að vera haldnir í janúar en vegna Covid faraldursins þurfti að fresta tónleik­ unum þar til nú. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu. Fjórði Borgfirðingurinn til að sigra í keppninni Hanna Ágústa er uppalin í Borgar­ nesi og stundaði nám við Tón­ listarskóla Borgarfjarðar alla sína barnæsku. Í dag lærir hún klassísk­ an söng við Tónlistarháskólann í Leipzig undir handleiðslu Prófess­ orsins Carolu Guber. Námið hef­ ur hún stundað frá 2017. Í sumar mun hún útskrifast frá skólanum og hyggst flytjast aftur búferlum til Íslands en hún hefur mikinn áhuga á söngkennslu og hefur einnig numið óperuleikstjórn. Hanna Ágústa er fjórði Borgfirðingurinn til að vinna nefnda keppni en áður hafa hana unnið þau Eygló Dóra Davíðsdóttir, Birgir Þórisson og Anna Þorvaldsdóttir. Keppnin er mikils metin og vegur mikið hjá íslenskum tónlistarnemum. Hanna Ágústa segir sigurinn mikinn heið­ ur og hlakkar til að fá að láta ljós sitt skína í Eldborgarsal. sþ Hanna Ágústa bar sigur úr býtum í keppninni Ungir einleikarar Hanna Ágústa lærir klassískan söng við Tónlistarháskólann í Leipzig, Þýskalandi. Ljósm. Gunnlöð Jóna. Hross Guðlaugs og Plymouth Concord Tryggva Konráðssonar í Reykholti. Farar- skjótar í fortíð og nútíð. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Fornbíladagurinn haldinn í Reykholti í ár

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.