Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 13 Við höfum aðstoðað tugi fyrirtækja og sótt styrki yfir 100 milljónir Umsóknartímabil: Ágúst 2021 – Mars 2022 Umsóknarfrestur: Júní 2022 Hafðu samband og við könnum rétt þinn Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur S: 554 5414 | upplysingar@ferdavefir.is | ferdavefir.is C M Y CM MY CY CMY K veitingastyrkir_loka copy.pdf 3 22.4.2022 16:50 TOSKA DAGURINN T Ó N L I S T A R S K Ó L I N N Á A K R A N E S I Hljóðfærakynning og innritun í Tónlistarskólanum, Dalbraut 1 Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu skólans, www.toska.is eða í síma 433-1900. Hljóðfæranám Strengjahljóðfæri Blásturshljóðfæri Hljómborðshljóðfæri Gítar Bassi Trommur Söngnám Klassískt söngnám Rytmískt söngnám Forskóli Forskóli 1. bekkur Forskóli 2. bekkur Mánudaginn 23. maí kl. 16-18 Hljómsveitir Trommusveit Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is „Ár eftir ár berast Matvælastofnun váboðs tilkynningar (e. Rapid alert notifications) frá ýmsum erlendum viðvörunarkerfum. Hérlendis ber­ ast váboðs tilkynningar varðandi fæðubótarefni í gegnum viðvör­ unarkerfi Lyfjastofnunar þrátt fyr­ ir að það kerfi sé gert til að vakta váboð vegna lyfja. Í yfirferð Lyfja­ stofnunar kemur oft í ljós að um fæðubótarefni sé að ræða en ekki lyf. Oftast er um að ræða falin lyfja virkt efni í vörum sem seljast sem fæðubótarefni. Þar sem þess­ um lyfja virku efnum er ekki getið í innihaldslýsingu fæðubótarefnanna er neytandinn í hættu og því ber að varast þau,“ segir í tilkynningu. Það sem af er ári hefur Mat­ vælastofnun fengið átta váboð í gegnum viðvörunarkerfi Lyfja­ stofnunar en þau sýna aðeins lít­ inn hluta af tilkynntum vör­ um. Vörurnar sem oftast koma við sögu eru markaðssettar sem kynörvandi fæðubótarefni eða sem lausn eða hjálp við ristrufl­ unum (e. dietary supplements for male sexual enhancement) og fæðubótarefni fyrir þyngdartap (e. Dietary supplement for weight loss). „Vörur eins og þessar eru yfirleitt einungis hægt að fá í net­ verslun eða á samfélagsmiðlum og oftast eru þær auglýstar sem nátt­ úrulegar jurtavörur með „risa­stór­ um loforðum“ um lausn á viðkom­ andi vandamáli. Efnagreining leiðir oft í ljós að virk lyfjaefni eru falin í fæðubótarefnum, þ.e. þeirra er ekki getið í innihaldslýsingu. Þegar upp kemst um svikin er varað við ólög­ legri og hættulegri vöru t.d. í gegn­ um viðvörunarkerfi í hverju landi.“ Oftast er um að ræða efnin tadalafil og sildenafil þegar vara er markaðssett sem kynörvandi fæðu­ bótarefni eða sem lausn eða hjálp við ristruflun (e. dietary supplem­ ents for male sexual enhancem­ ent) en síbútramín, þegar vara er markaðs sett sem hjálp við að létt­ ast. „Tadalafil og sildenafil eru virk lyfjaefni í lyfseðilsskyldum lyfj­ um og eru ætluð til meðferðar við ristruflunum hjá fullorðnum karl­ mönnum. Lyfjaefni sem þessi ætti aldrei að nota nema í samráði við lækni þar sem þau geta verið skað­ leg heilsu séu þau ekki notuð á rétt­ an hátt. Síbútramín var virkt lyf­ jaefni í Reductil og öðrum lyfjum en efnið var afturkallað af mark­ aði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar árið 2010 vegna alvarlegra aukaverkana, sem einkum tengdust hjarta­ og æðakerfi. Síbútramín átti ekki að vera á markaði. Loks segir í tilkynningu Mat­ vælastofnunar að vörur eða fæðu­ bótarefni sem innihalda falin lyfja­ efni teljast ekki bara ólögleg mat­ væli heldur geta þau verið hættuleg þeim sem neyta þeirra og eru ekki meðvituð um efnin í matvælunum. Markaðssetning og innflutningur slíkra efna er með öllu óleyfilegur og þau ber að varast. mm Flest váboð vegna tilkynninga um töfralyf við ristruflunum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.