Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 20222 Vel gengur að mála gangbrautir AKRANES: Íbúar á Akra­ nesi hafa tekið eftir því síð­ ustu vikur að vel hefur geng­ ið í málun gangbrauta og því ber að hrósa bæjaryfirvöld­ um fyrir vel unnin störf í þess­ um málum þetta sumarið. Þetta er mikið öryggismál fyr­ ir íbúa bæjarins og ástæða til að minna ökumenn á að hægja á sér þegar þeir nálgast gang­ brautir og hraðahindranir og aka ætíð á löglegum hraða því öll viljum við komast á leiðar­ enda heil á húfi. -vaks Kosningaskjálfti í Þrengslunum HELLISH: Laust fyrir klukk­ an 17 á laugardaginn varð nokkuð snarpur jarðskjálfti sem átti upptök sín skammt norðaustan við Þrengslin, eða austan við Lambafell. Sam­ kvæmt staðfestum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,8 stig og voru upptök hans á um 8 kílómetra dýpi. Hann fannst víða á suðvesturhorni landsins en einnig á Suður­ og Vesturlandi. Næstu klukku­ stundir og daga á eftir urðu smærri eftirskjálftar, með­ al annars í Eldvörpum. Jarð­ skjálftafræðingar búast við eftir skjálfavirkni í kjölfarið og útiloka ekki að dregið gæti til frekari tíðinda og að eldsum­ brot verði einhversstaðar á Reykjaneshryggnum. -mm Samningi við ON sagt upp AKRANES: Á fundi skipulags­ og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar 9. maí síðast liðinn var sagt upp þjón­ ustusamningi við Orku nátt­ úrunnar frá árinu 2014. Ráð­ ið lagði til að eftirfarandi verði boðið út: Útskipting lampa í götulýsingu yfir í LED ljós, viðhald og rekstur gatnalýs­ ingar og orkukaup gatna­ lýsingar og stofnana Akra­ neskaupstaðar. Samið verður við Liska ehf. um gerð útboðs­ gagna og umsjón með útboð­ inu á grunni samnings sem nú er að andvirði um fimm millj­ ónir króna. -vaks Gólf í fjárhúsi gaf sig DALIR: Síðasta föstudag varð það óhapp að gólf í fjárhúsi gaf sig undan kindum. For­ saga málsins er sú að bóndi hafði tekið inn fé í fjárhús­ ið vegna slæmrar veðurspár en um 40 kindur voru í hólf­ inu þegar gólfið hrundi. Níu kindur drápust í fallinu en aðrar sluppu. -vaks Síðustu daga hefur verið hálf- gerð hitabylgja víða á Vestur- landi. Þá er ekki vitlaust að skella sér í stuttbuxur og ermalausan bol og hreinsa til í garðinum hjá sér. Slá, rífa upp illgresið hvort sem það er í beðunum eða á milli hellnanna og jafnvel taka það einnig þar sem það liggur við gangstéttina í götunni þinni. Eftir á má dást að öllu saman og hreykja sér af góðu dagsverki við nágrannann eða bara ein- hvern allt annan. Sumarið er tíminn. Á fimmtudag er gert ráð fyr- ir norðaustan 8-13 m/s og rign- ingu norðvestan til, en annars suðaustan 3-10 og víða skúr- ir, en súld við austurströndina. Hiti yfirleitt 7 til 14 stig, en mun svalara á Vestfjörðum og Strönd- um. Á föstudag má búast við austlægri átt, 3-8 m/s, en norð- austan 5-10 á Vestfjörðum. Rign- ing með köflum sunnan til, en stöku skúrir fyrir norðan. Hiti 6 til 15 stig, svalast á Vestfjörð- um. Á laugardag er útlit fyr- ir norðankalda og víða dálítilli vætu en þurrt að mestu sunn- an- og vestan lands. Hlýtt á sunnanverðu landinu, en frem- ur svalt fyrir norðan. Á sunnu- dag má vænta norðlægrar áttar og dálítilla skúra eða slydduéls norðaustan til og svalt í veðri, en annars yfirleitt bjartviðri og milt að deginum. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað leynast mörg sokkapör í skúffunni þinni?“ 33% sögðu „10 til 20,“ 22% sögðu „20 til 30,“ 18% sögðu „0 til 10,“ 14% sögðu „30 til 40,“ 7% sögðu „Yfir 50“ og 6% sögðu „Yfir 100.“ Í næstu viku er spurt: Hvað borðar þú í morgunmat? Bragi Þór Svavarsson er skóla- meistari Menntaskóla Borgar- fjarðar þar sem verið er að inn- leiða spennandi nýjungar í skólastarfi. Lesa má um það á miðopnu í blaðinu í dag. Bragi Þór er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Eins og kunnugt er var styttu af Guð­ ríði Þorbjarnardóttur eftir Ásmund Sveinsson stolið fyrir nokkru af stalli sínum við Laugarbrekku á Helln­ um á Snæfellsnesi. Tvær listakonur frömdu verknaðinn og komu stytt­ unni fyrir í nokkurs konar eldflaug sem þær stilltu upp fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík. Fljótlega eftir að upp komst um stuldinn var styttunni komið í vörslu Lögreglunnar á Vesturlandi. Þar stóð til að losa hana úr eldflauginni og var málið lagt fyrir Héraðsdóm Vesturlands vegna mögulegs höf­ undarréttar listakvennanna á eigin verki, þ.e.a.s. eldflauginni. Héraðs­ dómur Vesturlands hafnaði beiðn­ inni og taldi að ekki væri nauðsyn­ legt að ná styttunni út til að upp­ Guðríður á leið heim á Laugarbrekku lýsa hver hefði stolið henni. Ekki væru því fyrir hendi brýnir rann­ sóknarhagsmunir sem réttlættu að eyðileggja listaverk kvennanna tveggja. Málið fór þá fyrir Landsrétt, sem úrskurðaði að lögreglunni væri þrátt fyrir allt heimilt að logskera gat á eldflaugina, eiginlega til að leita að þýfi, þ.e. styttunni, inni í henni. Frelsuð úr tunnunni Á mánudaginn var botninn því tek­ inn úr eldflauginni með logskurði til að ná styttunni út og síðan lok­ að aftur. Þetta var gert af fagmanni hjá vélsmiðjunni Steðja á Akranesi að viðstöddum lögreglumönnum og höfundum eldflaugarinnar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og verndari styttunnar mætti á stað­ inn til að sækja listaverk Ásmundar. Hann gladdist mjög yfir endurheimt styttunnar og sagði hana óskemmda, en kannski yrði vandasamt að festa hana aftur því festingar höfðu verið skemmdar við verknaðinn. Guðríður hin víðförla Það var þáverandi forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sem afhjúpaði styttuna af Guðríði á Laugarbrekku á Hellnum árið 2000. Guðríður var fædd á Laugarbrekku fyrir rúmlega þúsund árum og ólst upp þar og á Arnarstapa uns hún fluttist til Grænlands með foreldrum sínum. Þar giftist hún Þorsteini, syni Eiríks rauða. Á Vínlandi fæddi hún þeim son, Snorra Þorfinnsson, sem Ásmundur Sveinsson lætur standa á öxl hennar í verki sínu. Frá Vínlandi lá leið Guðríðar til Grænlands, síðar Noregs og svo aftur til Íslands. Síð­ ar ferðaðist hún svo suður til Róm­ ar, en kom að lokum aftur til Íslands. Síðast bjó hún í Glaumbæ í Skaga­ firði. Guðríður Þorbjarnardóttir var líklega víðförlasta kona heims á sín­ um tíma og enn lendir hún í ævin­ týrum. gj/ Ljósm. gj/vaks Tóm tunna.. Eldflaugin með innihaldinu dýrmæta kemur í Steðja á Akranesi. Helgi Pétur Ottesen rannsóknarlögreglumaður á Akranesi ræðir við listakonurnar. Styttan í prísundinni. Kristinn Jónasson bæjarstjóri ánægður með endurheimt styttunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.