Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 27 Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 2004 og er tekin á Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit en þangað fer leikskólinn Garðasel á Akranesi á hverju ári í Lambaferð. Fyrirsætan sem þarna er á fjórða ári heitir Arna Berg Steinarsdóttir og fagnar 22 ára afmæli sínu í sumar. Skallagrímur leikur í fjórðu deildinni í fótbolta þriðja árið í röð í sumar en liðið féll úr þeirri þriðju árið 2019. Liðið endaði í fimmta sæti í B riðli fjórðu deildar í fyrra, vann fjóra leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði sjö. Sölvi G. Gylfason er þjálfari liðsins eins og síðastliðin tvö ár og við heyrðum í Sölva með sumarið sem framundan er. Sölvi segir að undirbúnings­ tímabilið hafi gengið ágætlega, þeir hafi spilað marga æfingaleiki og tekið þátt í Lengjubikarnum. Spila­ mennskan hefði oft á tíðum ver­ ið góð og auðvitað komið augna­ blik þar sem hlutirnir hefðu mátt fara betur, en það jákvæða var að fá sem flesta leiki yfir veturinn til að vera sem mest tilbúnir fyrir sum­ arið. Hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili? „Já og nei, það hafa komið inn margir nýir leikmenn en að sama skapi höfum við náð að halda nokkrum lykil­ mönnum frá síðustu sumrum. Við höldum áfram hinu góða samstarfi við 2. flokk ÍA og höfum fengið öfl­ uga leikmenn frá þeim. Það munu tveir erlendir leikmenn spila með okkur í sumar; Alexis Alexandrenne frá Frakklandi sem er sóknar­ sinnaður miðjumaður og Sergio Fuendes, kantmaður frá Spáni. Þá fengum við markmanninn Bjarka Rúnar Ívarsson, kantmanninn Dav­ íð Frey Bjarnason og kant/miðju­ manninn Elís Dofra G. Gylfa­ son frá Kára. Auk þess fengum við miðjumanninn öfluga Sigurjón Loga Bergþórsson frá Sindra. Við bindum miklar vonir við þessa leik­ menn og teljum að þeir styrki liðið mjög fyrir komandi sumar.“ Fer ekki í sögubækurnar Nú töpuðuð þið um miðjan apr­ íl fyrir Reyni Hellissandi 5­1 í Mjólkurbikarnum sem síðan töp­ uðu í næstu umferð 0­16 fyrir ÍR sem leika í 2. deild. Hvað hefur gerst síðan þá og hvað segir þetta um ykkar styrkleika? „Sá leikur fer sennilega ekki sögubækurnar hjá Skallagrími en það vantaði marga leikmenn í þeim leik en að sama skapi verður að hrósa Reynismönn­ um fyrir mun meiri baráttu og vilja í þeim Vesturlandsslag og þeir áttu sigurinn skilinn. Það voru margir ungir leikmenn sem spiluðu og fengu góða reynslu. Ég held að sá leikur segi ekki mikið um okkar styrkleika þar sem það vantaði tals­ vert marga hjá okkur og við vor­ um að spila á ungu liði en ásamt því höfum við fengið inn marga nýja leikmenn sem hafa styrkt hópinn. Staðan í dag er sú að við erum með sterkari hóp núna þegar Íslands­ mótið er að hefjast heldur en þegar við spiluðum bikarleikinn og það vantaði marga.“ Allir á völlinn! Sölvi segir að þeim lítist vel á riðil­ inn þeirra í sumar, það séu sterk lið í honum og ljóst að þeir þurfi að mæta tilbúnir í hvern einasta leik. En hver eru markmið sumarsins? „Markmið sumarsins er að ná einu af fyrstu tveimur sætunum í riðlin­ um en KSÍ samþykkti að fjölga um eina deild sem tekur gildi á næsta ári og ef við náum fyrstu tveimur sætunum náum við að halda okk­ ur í henni. Annars er markmiðið fyrst og fremst að æfa vel og spila góðan fótbolta ásamt því að vera Skallagrími til sóma innan sem utan vallar. Eitthvað að lokum? „Ég vil hvetja alla til að mæta á völlinn í sumar. Áfram Skallagrímur!“ vaks Reynir Hellissandi leikur í A riðli 4. deildar í sumar en í fyrra tók liðið þátt í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þar endaði Reynir í sjötta sæti í C riðli með tólf stig í 16 leikjum, vann þrjá leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði tíu. Brynj­ ar Kristmundsson tók við af Kára Viðarssyni sem þjálfari liðsins fyr­ ir þetta tímabil og er hann einnig aðstoðarþjálfari Víkings Ólafsvík­ ur sem leikur í 2. deild. Skessuhorn heyrði hljóðið í hinum nýja þjálf­ ara og spurði hann fyrst hvernig undirbúningstímabilið hefði geng­ ið. Brynjar segir að heilt yfir hafi hann bara verið nokkuð sáttur með veturinn en ef horft væri einung­ is í úrslit leikjanna þá væri hægt að tala um vondan og erfiðan vet­ ur. Hins vegar hafi alltaf verið stíg­ andi í frammistöðunni og því klár­ lega hægt að taka það inn í sumarið. Hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili? „Kjarninn í hópnum er enn til stað­ ar, einhverjir hafa sagt þetta gott og ný andlit mætt í staðinn. Breytingar á milli leikja hafa hins vegar verið of miklar oft á tíðum. Ég hef heldur betur fengið að kynnast heiðarleik­ anum í 4. deildinni þar sem fótbolt­ inn er einungis áhugamál og menn mæta þegar þeir komast. Það hefur verið skemmtileg áskorun og sett mig upp á tærnar.“ Elska að sjá strákana taka smá áhættu Nú hefur þú tekið við þjálfun liðsins af Kára Viðarssyni. Ein­ hverjar áherslubreytingar sem koma með þér og er eitthvað sam­ starf milli ykkar og Víkings Ólafs­ víkur? „Ég hef lagt mikla áherslu á það að menn hafi trú og hug­ rekki til þess að spila góðan og skemmtilegan fótbolta. Ég elska að sjá strákana taka smá áhættu. Láta boltann stjórna hraðanum á leikn­ um og fækka tilviljunum. Það hef­ ur tekið smá tíma en strákarnir hafa tekið mjög miklum framförum í því. Við höfum fengið þrjá stráka á 2. flokks aldri til okkar á láni frá Víkingi. Við erum ekki með starf­ andi 2. flokk hérna á Snæfellsnesi þannig að það er frábært tækifæri fyrir þá að koma yfir í Reyni til þess að fá örvunina í því að spila fót­ boltaleiki. Stökkið á milli 3. flokks og að spila í 2. deildinni með Vík­ ing er ansi stórt og er þetta frábært milliskref fyrir þá.“ Að safna stigum Aðspurður segir Brynjar að hon­ um lítist bara þokkalega á þeirra riðil í 4. deildinni í sumar. „Þetta er sterkur riðill, Hvíti Riddarinn virðist vera nokkuð afgerandi lið í þessum riðli og held ég að hin liðin séu nokkuð áþekk. Ég hef fulla trú á því að við getum gefið þessum liðum almennilegan leik.“ En hver eru markmið sumarsins? „Fyrst og fremst að reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er, að reyna að bæta okkur sem lið í hverri viku og skemmta fólkinu með góðum fótbolta.“ Brynjar seg­ ir að lokum að hann hlakki til að sjá þeirra fólk á vellinum í sumar: „Sjónarhornið úr stúkunni er mun betra en úr bílnum, ég get lofað ykkur því.“ vaks Takmarkið að reyna að bæta okkur sem lið Brynjar ásamt Guðjóni Þórðarsyni þjálfara Víkings Ólafsvíkur. Ljósm. af Markmiðið að vera Skallagrími til sóma Sölvi G. Gylfason er þjálfari Skallagríms. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.