Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 9 Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi og að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2022 að auglýsa eftirfarandi skipulagsáætlanir í Borgarbyggð. Deiliskipulag – Dílatangi í Borgarnesi Deiliskipulagið tekur til þegar byggðs íbúðarsvæðis í Borgarnesi, alls 15,9ha að stærð. Innan þess eru 134 íbúðir, hjúkrunarheimilið Brákarhlíð, heilsugæsla og íbúðarhús fyrir aldraða auk kirkjugarðs Borgarness. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breyting á deiliskipulagi – Bjargsland II, svæði 1, Borgarnesi Breytingin tekur til lóða við Fífuklett og Birkiklett þar sem gert er ráð fyrir par- og fjöl- býlishúsum í stað eingöngu rað- og einbýlishúsa. Gatan Fífuklettur leggst af en í stað- inn er gert ráð fyrir tveimur nýjum götum tengdum við fyrirhugaða safngötu norðan og vestan við svæðið. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breyting á deiliskipulagi – Íbúðabyggð að Varmalandi, Hótel Varmaland Breytingin tekur til lóðar Hótels Varmalands þar sem gert er ráð fyrir nýjum byggingar- reit innan lóðamarka fyrir þjónustubyggingu á 1. hæð, bjórböð. Hámarks byggingar- magn nýrrar byggingar verður 250fm, hámarks vegg- og mænishæð 4m. Aðrir skil- málar haldast óbreyttir. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Ofangreindar skipulagsáætlanir eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www. borgarbyggd.is frá 20. maí til og með 2. júlí 2022. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindum áætlunum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýstar skipulagsáætlanir og er frestur til að skila inn athugasemd- um til 2. júlí 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarna- braut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd. is eða thjonustuver@borgarbyggd.is. Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst skipulags- lýsing að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Landbúnaðarkafli – skilmálabreytingar Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2022 að auglýsa lýsingu að breytingu á skilmálum í landbúnaðarkafla Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022. Fyrirhugað er að einfalda nokkur ákvæði í landbúnaðarkafla aðalskipulagsins sem hafa reynst frekar íþyngjandi. Einnig að setja fram skýrari stefnu um uppbyggingarheimildir á landbúnaðar-svæðum til þess að tryggja hagkvæma og skynsama uppbyggingu innan landbúnaðarsvæða þannig að núverandi innviðir séu nýttir betur, ný mannvirki verði ekki úr alfaraleið og til að tryggja að gott ræktarland fari ekki til spillis. Ofangreind lýsing er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 20. maí til og með 31. maí 2022. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindri skipulagslýsingu þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar við auglýsta skipulagslýsingu og er frestur til að skila inn ábendingum til 31. maí 2022. Ábendingum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is. Borgarbyggð, 20. maí 2022 Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar. SKIPULAGAUGLÝSING Bæjar­ og héraðshátíðir verða haldnar nokkuð víða á Vestur­ landi í sumar. Þó er það þannig að jafnvel þótt komnar séu dag­ setningar á þær flestar þá er dag­ skráin víðast hvar óklár enda enn nægur tími til undirbúnings. Skessuhorn tók saman yfirlit og dagsetningar yfir þær hátíðir sem útlit er fyrir að verði haldn­ ar á Vesturlandi í sumar. Varmalandsdagar 4.-5. júní Varmalandsdagar í Borgarfirði, Lyst og list, verða haldnir dag­ ana 4. og 5. júní 2022. Þetta árið hittir þetta á Hvítasunnuhelgina. Tjaldstæðið og sundlaugin verða opin. Hótelið verður með spennandi tilboð. Dagskráin er sömuleiðis spennandi og verður birt fljótlega, segir í tilkynningu. Hvalfjarðardagar - 24. til 26. júní Hvalfjarðardagar hafa fyrir löngu fest sig í sessi og í ár verður dag­ skráin fjölbreytt og skemmtileg. Ýmislegt verður í boði fyrir alla aldurshópa og fer dagskráin fer fram víða um sveitarfélagið. Brákarhátíð - 24. til 26. júní Brákarhátíð er fjölskylduhátíð í Borgarnesi til heiðurs Brák, kvenhetjunni miklu frá víkinga­ tímum. Brákarhátíð er sumarhá­ tíð Borgarness og verður nú sömu helgi og Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið í Borg­ arnesi í sumar. Írskir dagar - 30. júní til 3. júlí Í byrjun júlí ár hvert halda Skaga­ menn bæjarhátíð til að minn­ ast arfleifðar sinnar og gera sér glaðan dag. Þetta er fjölskyldu­ hátíð með fjölbreyttri skemmt­ un; íþróttum, markaði, götu­ grilli, dorgveiði, sandkastala­ keppni og keppni um rauðhærð­ asta Íslendinginn. Heim í Búðardal - 1. júlí til 3. júlí Bæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ er haldin í júlíbyrjun annað hvort ár, á sléttri tölu. Hátíðin er vel sótt af heimamönnum og gestum þeirra, þar á meðal brottflutt­ um Dalamönnum. Vestfjarðavík­ ingurinn hefur verið fastur lið­ ur í hátíðinni undanfarin ár og er ekki undantekning árið 2022. Sóli Hólm verður með sýn­ inguna sína „Loksins eftirherm­ ur“ á föstudagskvöldinu og svo verður stórviðburður á laugar­ dagskvöldinu með Stjórninni og sérstökum gesti: Bríet. Heima­ menn, félagasamtök og fyrir­ tæki taka einnig þátt í hátíðinni með viðburðum, opnunum, til­ boðum og fleiru. Dagskráin sem sagt uppfull af skemmtun fyr­ ir alla aldurshópa og sumargleði við völd. Sandara- og Rifsara- gleði - 8. til 10. júlí Sandara­ og Rifsaragleði er haldin annað hvert ár á móti Ólafsvíkurvöku. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri og vandaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á góðri stund í Grundarfirði - 21. til 23. júlí Hátíðin er vinaleg fjölskyldu­ hátíð sem hugsuð er fyrir Grund­ firðinga, innfædda, aðflutta og brottflutta, vini þeirra og vanda­ menn og aðra gesti sem eiga leið í bæjarfélagið. Hinsegin Vesturland - 22. til 24. júlí Hinseginhátíð Vesturlands verð­ ur haldin í Snæfellsbæ að þessu sinni og er hápunktur hátíðar­ innar Gleðigangan sem fram fer á laugardeginum. Í tilefni hátíðarinnar verður allt Vestur­ land skreytt í regnbogalitunum og bjóða aðstandendur fólki að eignast regnbogafána og styrkja gott málefni í leiðinni. Reykholtshátíð - 22. til 24. júlí Reykholtshátíð er ein elsta og virtasta tónlistarhátíð lands­ ins og er haldin í júlí, ár hvert, í Reykholti í Borgarfirði. Reyk­ holtshátíð var stofnuð árið 1997 og telst því til elstu tónlist­ arhátíða landsins. Hátíðin hef­ ur ávallt verið haldin í kring­ um vígsluafmæli Reykholtskirkju sem ber upp á síðasta sunnudag júlímánaðar. Reykhóladagar - 12. til 14. ágúst Reykhóladagar verða haldnir um miðjan ágúst í sumar og í ár er þemað menning og styrkleikar Reykhólahrepps. Erlendir gestir hátíðarinnar verða að þessu sinni víóluleikarinn Rita Porfiris og fiðluleikarinn Anton Miller en saman skipa þau Miller­Porfir­ is Duo. Að lokum má nefna Hvann­ eyrardaga sem verða haldnir í ár. Ekki er komin dagsetning á þá en þeir verða ekki í sömu mynd og áður og með smærra sniði. Danskir dagar verða ekki í ár en þeir eru haldnir annað hvort ár. vaks Dagsetning komin á flestar bæjar- og héraðshátíðir á Vesturlandi í sumar Frá hátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði í fyrra. Ljósm. úr safni/tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.