Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 17 verið að endurskoða allar stúdents­ brautir skólans.“ Nú er komið að kjarna málsins og blaðamaður hlustar af athygli. „Hver einasti áfangi er tekinn og bætt inn í hann stafrænni hönnun og miðlun. Allir áfangar voru sem sagt skrifaðir upp á nýtt með það í huga að bæta slíku inn og menn þurftu þá að nýta aðra miðla og aðra tækni í verkefnaskilum og slíku. Aðrir skólar hafa reyndar ver­ ið að auka þessa nálgun, en núna er þetta komið inn í allar áfangalýs­ ingar hjá okkur.“ Unglingur og er í mótun Bragi segir kennara hafa tekið mjög vel í þessa nýju hugsun. „Enda er þessi skóli unglingur sem er í örri þróun. Það er í eðli skólans að hann er opinn fyrir breytingum. Hann er tiltölulega nýr svo við erum ekki komin í neitt far, stefna skólans er framfarir og breytingar. Því þurfum við að viðhalda og erum sannarlega að því núna.“ Bragi dregur ekki dul á það að þetta sé búið að vera mikil vinna. „Allir kennarar hafa tekið að sér mikla vinnu vegna þessa,“ seg­ ir hann. „Það er ánægjulegt hvað nemendur taka vel í lífsnámið, enda er það skrifað upp úr þeirra hug­ myndum. Þau eru mjög spennt fyrir öllu sem viðkemur sköpun og tækni, sem þau eru jú með í höndunum alla daga. Það er líka þannig að þegar við erum að hafa áhyggjur af því hvað þau nota snjalltæki mikið verðum við að hafa í huga að það er ungu fólki eðlislægt að sjá alla mið­ lun í því formi, en ekki í löngum bókum eða ritum. Svo þeim finnst þetta örugglega ekki eins mikið nýnæmi eins og okkur sem erum eldri,“ segir hann og hlær. Breytingar heilla Bragi segir nýjar hugmyndir höfða til sín. „Ég er ekki stöðnuð týpa og vil ekki vera það. Mig langar í breytingar og hef meira gaman af því ef hlutirnir breytast í kringum mig en ekki. Svo ég var alveg opinn fyrir því að takast á við þetta. En ég fann líka þegar ég tók við starfinu að það var mikill samhljómur með mér og stjórn skólans og það var mikill styrkur í þeim. Þau búa yfir mikl­ um metnaði, alveg eins og ríkir hér almennt innan dyra,“ segir hann. Nýtt starf í skapandi rými Athygli vakti að nýverið auglýsti skólinn eftir umsjónarmanni í skapandi rými. Bragi segir að rým­ ið sjálft sé í mótunarferli ennþá og starfið í heild sinni líka. „En þarna á að blanda saman tækni, listum og sköpun. Ekki STEM heldur STEAM. Ein mesta nýlundan felst í þessum fimmtán einingum sem nemendur munu taka og bera það heiti.“ Talið berst aftur að nýjum straumum. „Ég tel að maður eigi ekki að vera alltof lengi í því sama, það sé nauðsynlegt að opna augun öðru hvoru, breyta til og fá meiri þekkingu og reynslu. Hjá bankan­ um fékk ég mikilvæga stjórnunar­ reynslu, svo sem í mannauðsmál­ um. Þetta er stórt fyrirtæki með margt starfsfólk. Þá reynir m.a. á samskiptahæfnina sem ég tel gríðarlega mikilvæga í allri stjórn­ un. Svo fór ég fyrir nokkrum árum í mastersnám á Bifröst í forystu og stjórnun sem hefur gagnast mér mikið. Þegar ég sá starf skólameist­ ara MB auglýst vildi ég prófa það, var spenntur fyrir að takast enn og aftur á við eitthvað nýtt. Þó var ég búinn að vera að vinna í umhverfi sem var mjög breytilegt og það var t.d. mikil lífsreynsla að fara að vinna í banka árið 2007,“ segir Bragi brosandi. Samstarf við alla háskóla Talið berst að grundvallarvinnunni að baki þessu nýja námsfyrir­ komulagi. „Við vinnum námsefni STEAM í samstarfi við alla háskóla á landinu og áfangalýsingarnar líka,“ segir Bragi. „Það er starfs­ hópur í gangi núna sem bæði sam­ anstendur af fólki héðan og fulltrú­ um háskólanna í landinu og það er formlegur samstarfssamningur við þá alla um þetta. Meðal annars mun menntavísindasvið Háskóla Íslands vera með okkur í að skoða hvern­ ig mun ganga að vera með þessa áfanga.“ Hann segir það vera besta vitnisburðinn um að skólinn sé að slá rétta tóna hversu mikinn áhuga og samstarfsvilja sé að finna hjá háskólunum. „Fulltrúar borgfirsku háskólanna tveggja eru með okkur í hópnum, en einnig fólk frá öllum hinum háskólunum. Einn hópur er að móta námsefnið og annar hópur er leiðbeinandi, les yfir og fleira.“ Hann segir þessa breytingu á brautunum vera komna með sam­ þykkt Menntamálastofnunar og bíða lokaafgreiðslu. „Svo við mun­ um kenna eftir þessum nýju braut­ um frá og með næsta hausti, þ.e. allir nýir nemendur skrá sig inn á þær og eldri nemendum mun bjóð­ ast þessir áfangar sem val,“ segir Bragi. Í síðustu viku skrifaði svo Ásmundur Einar Daðason mennta­ og barnamálaráðherra undir formlega yfirlýsingu um stuðning ráðuneytisins við verk­ efnið sem nýsköpun í skólastarfi. Bragi segir að það hafi þurft að hagræða ýmsu til að breytingarn­ ar rúmuðust innan námsins. „Við breyttum m.a. hagfræði­ og fjár­ málalæsikennslunni af því sá áfangi er nú hluti af lífsnáminu. Við fækk­ uðum líka einingafjölda ákveðinna áfanga úr sex í fimm og tókst það án þess að gefa neitt eftir í gæðum námsins.“ Framtíðarsýn Nú stunda um 150 nemend­ ur nám við skólann, þar af um hundrað í staðnámi. Aðspurður um nemendahópinn segir Bragi að stærstur hluti hans komi úr Borgar fjarðarhéraði. „En við finn­ um fyrir aukningu í hópi þeirra nemenda sem koma lengra að og viljum leggja áherslu á að búa sem mest í haginn fyrir þá nemendur svo sem varðandi heimavistarmál,“ segir hann. „Það er mikilvægt fyr­ ir þennan skóla sem aðra að nem­ endahópurinn sé öflugur og með breiðan bakgrunn og áhugasvið.“ Bragi hefur ákveðnar skoðanir á hlutverki og framtíðarsýn skól­ ans. „Sérstaðan hans er mjög mik­ ilvæg, við verðum að sýna að við höfum eitthvað annað fram að færa en að vera bara næsta skóla­ stig eftir grunnskóla. Við viljum efla staðnám en jafnframt taka þátt í ákveðinni þróun í fjarnámi. En félagslíf og fleira er líka þunga­ miðja öflugs skóla svo staðnámið er mikilvægt.“ Blaðamaður spyr um staðsetningu Framtíðarversins innan skólans og Bragi segir að því muni vera komið fyrir á fyrstu hæðinni, rétt við innganginn. „Þar var RÚV með aðstöðu áður en hefur nú færst innst á ganginn og við munum verða með hljóð­ og myndver þar sem RÚV var áður,“ segir hann. „Þar fyrir framan er kennslustofa sem verður jafn­ framt hluti af verinu.“ Hann segir að vinnuheiti þess sé Kvika og það hljómar vel í eyrum blaðamanns. Mikilvægar samgöngur Bragi segir ýmsar breytingar hafi orðið síðan hann hóf störf. „Nú er ekki kennt í 2x40 mínútur heldur í 1x60 mínútur. Við færðum skól­ ann líka fram til kl. 9 á morgnana, vildum athuga hvernig nemend­ um liði með það, það er ágætlega hagkvæmt og hefur verið vel tekið. Svo eru komnar almenningssam­ göngur í uppsveitirnar sem nýtast skólanum, það var gerður tveggja ára samningur um það í samvinnu við sveitarfélagið og með tilstyrk frá SSV, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.“ Skólabílar grunnskólans nýt­ ast með þessum hætti bæði fyrir almenning og nemendur MB. Bragi segir þetta hafa tekist mjög vel. „Það er ekið með þeim að skólunum á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum og þaðan er svo bíll sem er kominn hingað í skólann kl. 9 á morgnana. Þannig nýtast grunnskólabílarnir sem safnbílar. Við bindum miklar vonir við að þetta fyrirkomulag sé komið til að vera, það er afar mik­ ilvægt fyrir skólann, með þessum hætti eru grunnskólabílarnir orðnir hluti af almannenningssamgöngum í sveitarfélaginu,“ segir Bragi. Hann vill gjarnan sjá vinnudag nemenda hefjast áfram klukkan níu, ekki síst út af þeim sem eiga lengra að sækja skóla. Hann nefnir einnig aðra nýjung í skólastarfinu. „Við höfum í á annað ár verið með vinnu­ stofur einn dag í viku. Þá brjótum við upp alla stundaskrá, en það er skyldumæting og allir kennarar eru til staðar. Nemendur vinna svo að sínum verkefnum frá kl. 9­14. Það má segja að við séum þarna með verkefnatíma sem safnað er saman á þessa daga. Nemendur og kennarar nýta sér þetta með góðum árangri. Þarna er verið að vinna með nýtt fyrirkomulag þar sem nemendum gefst kostur á að vinna sjálfstætt og um leið taka ábyrgð á eigin námi. Við erum mjög opin fyrir þróun og endurskoðun verkefna og það hefur reynst okkur vel.“ Uppruninn Í lok upplýsandi samtals um skóla­ starfið er kominn tími til að forvitnast svolítið um Braga sjálf­ an. Hann segist vera sveitadreng­ ur og það finnst blaðamanni hljóti að vera gott veganesti í starfi skóla­ meistara svona skóla. „Ég ólst upp á Birningsstöðum í Ljósavatns­ skarði. Fyrst ætlaði ég að vera sauð­ fjárbóndi en lærði svo til kennara við Háskólann á Akureyri og kom fyrst hingað í Borgarfjörð til að kenna á Varmalandi, segir Bragi. „Ég var þar í tvö ár en starfaði síð­ an við Háskólann á Bifröst og sá um tæknihlið fjarnámsins þar á miklum uppvaxtartíma sem var verðmæt reynsla. En árið 2007 fór ég að vinna í Íslandsbanka, starf­ aði þar að tæknimálum og ók til vinnu milli Borgarness og Reykja­ víkur í tæp þrettán ár. Síðast sinnti ég deildarstjórastöðu tækniþjón­ ustu hjá bankanum.“ Blaðamað­ ur spyr hvort ekki hafi verið þreyt­ andi að aka alltaf svona á milli, en það vafðist ekki fyrir Braga. „Það er ekkert mál að vinna í Reykjavík og það gæti ég alveg gert aftur ef á þyrfti að halda. Það var vissulega ákveðin lífsstílsbreyting, en mér fannst þetta vandalaust.“ Fjölskyldan Bragi býr ásamt fjölskyldu sinni í Borgarnesi. „Konan mín heit­ ir Hrafnhildur Tryggvadóttir og starfar sem deildarstjóri umhverfis­ og framkvæmdamála hjá Borgar­ byggð. Hún kemur úr Flóa svo hún er sveitastelpa eins og ég. Við eig­ um þrjár dætur á aldrinum 12 – 25 ára. Eftir að við tókum saman ákváðum við að mætast á miðri leið og búa í Borgarnesi og því höfum við ekki séð eftir. Það hefur alltaf verið tekið vel á móti okkur og hér er alveg einstakt að ala upp börn,“ Þingeyski andinn Nú er komið að lokum þessa spjalls um kjarnmikið skólastarf og spennandi framtíð Mennta­ skóla Borgarfjarðar. Bragi lítur björtum augum á starfsemina, en einnig á samfélagið sem skólinn til­ heyrir. „Ef það er eitthvað sem ég vildi breyta hér myndi ég vilja taka þingeyska hógværð á þetta; sumir nefna það þingeyskt mont. Við eig­ um að vera stolt af því sem við eig­ um og höfum akkúrat núna, ekki velta okkur upp úr því sem betur má fara heldur því sem við erum að gera gott. Svo við þurfum að efla með okkur þingeyska hógværð sem sumir kalla þingeyskt mont,“ segir Bragi að endingu. gj Fjölskyldan á góðri stund í London. Frá vinstri: Bragi, Kristný Halla Bragadóttir, Hrafnhildur, Valborg Elva Bragadóttir og Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir. Nemendur tóku virkan þátt við gerð tillagna um skólaþróun í MB. Þátttaka nemenda í viðburðum er mjög góð, til að mynda mæta 80-90% nemenda í staðnámi á árshátíð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.