Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 7 Garða- og Saurbæjarprestakall Sunnudagur 22. maí AKRANESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 Bænastöðvar Miðvikudagur 25. maí Bænastund kl. 12:15 Uppstigningardagur 26. maí Hallgrímskirkja Saurbæ Guðsþjónusta kl. 11. Hljómur, kór FEBAN, leiðir söng. Fermingarguðsþjónusta kl. 14 Fermd verður Íris Björg Sigurðardóttir Vorferð eldri borgara starfsins í Hvalfjörð, brottför frá Vinaminni kl. 10, farið í guðsþjónustu í Saurbæ, snædd súpa á Hótel Glym og endað á Hernámssetrinu. Skráning og nánari upplýsingar í síma 433 1500 eða á olof@akraneskirkja.is. Verð kr. 3000. Aðalsafnaðarfundir vorið 2022 Innra-Hólmskirkja – 30. maí kl. 17.30 Hallgrímskirkja í Saurbæ 1. júní kl. 20 Garðasel sýnir Nú stendur yfir sýning barna af leikskólanum Garðasel á Bókasafn- inu. Sýningin er opin alla daga á opnunartíma safnsins, frá 10 – 18, og stendur yfir til 27. maí. Endilega komið og skoðið þessa flottu sýningu hjá ungum og upprennandi listamönnum. Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafnakraness.is • bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 02 2 Á fimmta tímanum á sunnudaginn var Slökkvilið Snæfellsbæjar kall­ að út vegna elds í báti sem bund­ inn var við bryggju í Ólafsvík. Mik­ inn reyk lagði þá frá bátnum Rán SH. Magnús Emanúelsson eigandi Ránarinnar var ásamt áhöfn sinni hættur grásleppuveiðum og var fyr­ irhugað að fara þrjá línuróðra áður en báturinn færi í slipp. Magnús segir mestu mildi að ekki fór verr. Sonur hans Emanú­ el var með nýlega keyptan Sómabát sem lá utan á Rán og var Emanúel á leið um borð í sinn bát og kíkti þá inn í stýrishús Ránarinnar. Var þá allt í himna lagi en þegar Emanú­ el hafði lokið erindi um borð í sín­ um báti heyrði hann í eldvarnatæki Ránar og sá þá að allt var fullt af reyk og tók slökkvitækið og bunaði úr því inn í stýrishúsið. „Það mun­ aði því ekki miklu að báðir bátarn­ ir yrðu alelda,“ sagði Magnús, og bætti við að sennilega hafi kviknað í AIS tækinu um borð. Töluverðar skemmdir urðu á tækjum í stýris­ húsi bátsins. af Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam­ þykkti á fundi sínum 12. maí síðast­ liðinn tillögu til auglýsingar vegna deiliskipulags við Dílatanga og nærsvæði í Borgarnesi. Tillagan er unnin af Einari Ingimarssyni arki­ tekt og nær yfir göturnar Dílahæð, Þórðargötu, Kveldúlfsgötu, Ána­ hlíð og hluta Borgarbrautar. Svæð­ ið er að mestu íbúðahverfi þar sem eru fyrir 134 íbúðir. Við Kveldúlfsgötu er gert ráð fyrir nýju fjölbýlishúsi, þar sem nú er opið svæði við enda götunnar uppi við Þórðargötu. Fallið verð­ ur hins vegar frá skipulagi sem gert var árið 2007 um fjölbýlishús að Kveldúlfsgötu 29. Þar verður þess í stað áfram opið svæði að sjávar­ máli, með útsýni að kirkjustaðn­ um Borg á Mýrum og um það mun liggja hluti samgöngustígs með­ fram strönd. Við Þórðargötu eru tvær nýjar lóðir teiknaðar, við enda götunnar Borgarbrautarmegin. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lóðirnar Borgarbraut 61 og Kveld­ úlfsgata 2B verði sameinaðar. Reiknað er með að núverandi hús á Kveldúlfsgötu 2B (fyrrum kartöflu­ geymsla og aðstaða fyrir félagsstarf) verði fjarlægt og í stað þess byggt fjölbýlishús, sem tengist húsinu á Borgarbraut 61, sem heimilt verð­ ur að stækka. Lóðin Borgarbraut 63 verður stækkuð, núverandi hús fjarlægt og í stað þess gert ráð fyrir fjölbýlishúsi. gj Þyrla Landhelgisgæslunnar var síð­ degis á laugardaginn kölluð út til að sækja einstakling sem slasast hafði á mótorhjóli á norðanverðu Snæ­ fellsnesi. Það var lögreglan á Vest­ urlandi sem óskaði eftir aðkomu Gæslunnar að flutningi manns­ ins. Þyrlan lenti á bryggjunni í Grundarfirði og tók á loft þaðan á sjöunda tímanum um kvöldið og flaug með hinn slasaða til Reykja­ víkur. tfk Leikhópur nemenda Mennta­ skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi, auk hóps nemenda úr tíunda bekk Grunnskóla Borgarness, frumsýndi á þriðjudaginn í síðustu viku leik­ ritið Mean girls í Hjálmakletti, sal skólans. Leikstjórar voru þau Agn­ ar Jón Egilsson og Ylfa Ösp Áskels­ dóttir. Var önnur sýning á verk­ inu á miðvikudag og lokasýning á föstudaginn. Á annað hund­ rað áhorfenda nutu sýningarinnar sem blaðamaður Skessuhorns sá og uppskáru leikendur mikið lófaklapp fyrir frammistöðuna. gj Efir þetta útkall gengu slökkviliðsmenn til baka á slökkvistöðina. Grínuðust með að verð á olíu væri svo hátt að þeir væru að spara fyrir Snæfellbæ. Eldur í báti við bryggju í Ólafsvík Slökkvilið Snæfellsbæjar á vettvangi. Skipuleggja þéttingu byggðar í Borgarnesi Borgarnes, en á myndinni má sjá hluta þess svæðis sem um ræðir. Sótti slasaðan mótorhjólamann Sýndu Mean girls í Menntaskóla Borgarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.