Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202220 Síðastliðinn laugardag gengu landsmenn að kjörborðinu og kusu sveitarstjórnir til næstu fjögurra ára. Veðrið var prýði­ legt á kjördag sem þó varð ekki til þess að glæða kjörsókn neitt sérstaklega. Á landsvísu ákváðu 62,7% kjósenda að nýta atkvæðisrétt sinn. Slökust varð kjörsóknin í Reykjanes­ bæ þar sem einungis 47,4% kusu en mest var kjörsóknin í Skorradalshreppi, eða 87,2%. Hér á Vesturlandi má segja að víðast hafi kosningar farið á svipaða lund og fyrir fjór­ um árum sem þýðir að sömu meirihlutar geta halda áfram. Þó var undantekning í Borgarbyggð þar sem meirihlut­ inn féll og Framsóknarflokkur náði hreinum meirihluta í sveitarstjórn. Í fjórum sveitarfélögum fór fram persónu­ kjör; Skorradal, Eyja­ og Miklaholtshreppi, Dalabyggð og Hvalfjarðarsveit. Í Reykhólasveit var sami háttur hafður, en athygli vekur að þar var kjörsókn einungis 53,8%. mm Úrslit úr sveitarstjórnakosningunum á Vesturlandi Talningu atkvæða var lokið í Eyja­ og Miklaholtshreppi snemma á laugardagskvöldið. Þar var kos­ ið persónukosningu líkt og undan­ farin ár. Á kjörskrá voru 86 og kusu 67, eða 77,9%. Í hreppsnefnd voru kosin: Herdís Þórðardóttir sem fékk 42 atkvæði, Veronika G. Sigurvinsdóttir 37 atkv., Valgarð S. Halldórsson 36 atkv., Gísli Guðmundsson 28 atkv. og Sigurbjörg Ellen Ottesen hlaut 27 atkvæði. Varamenn: Fyrsti varamaður: Þröstur Aðalbjarnarson Annar varamaður: Sonja Marinósdóttir Þriðji varamaður: Guðbjörg Gunnarsdóttir Fjörði varamaður: Áslaug Sigvaldadóttir Fimmti varamaður: Katharina Kotschote. Könnun um sameiningarkosti Samhliða sveitarstjórnarkosn­ ingunum í Eyja­ og Miklaholts­ hreppi var lögð fram skoðana­ könnun meðal íbúa um hug þeirra til sameiningar við önnur sveitar­ félög. Eins og kunnugt er höfnuðu íbúar í kosningu í vetur samein­ ingu við Snæfellsbæ. Var könnun­ in nú gerð í samræmi við samþykkt í sveitarstjórn 28. apríl síðastliðinn. Spurt var: „Ef ný sveitar stjórn tek­ ur upp sameiningaviðræður við nágrannasveitarfélag, hvaða sam­ einingu viltu þá að sveitarstjórn­ in leggi áherslu á?“ Valkostirnir voru a) Allt Snæfellsnes, b) Stykk­ ishólmsbæ / Helgafellssveit / Grundarfjörður, c) Stykkishólms­ bæ / Helgafellssveit og d) Borgar­ byggð. Niðurstaðan varð sú að lang­ flestir íbúar kusu með sameiningu við allt Snæfellsnes, eða 28. Næst flestir, eða 9, kusu með sameiningu við Stykkishólm/ Helgafellssveit, átta völdu sameiningu við Borgar­ byggð og fjórir völdu sameiningu við Grundarfjörð og Stykkishólm/ Helgafellssveit. Auðir seðlar, ógild­ ir og vafaatkvæði voru níu. mm Í Reykhólahreppi var sveitarstjórn að þessu sinni kosin í persónukosn­ ingu þar sem engir framboðslistar bárust. Á kjörskrá voru 184, en alls greiddu atkvæði 99, þannig að kjör­ sókn var einungis 53,8%. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Í sveitarstjórn voru kjörin: Árný Huld Haraldsdóttir, 58 atkv. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, 53 atkv. Hrefna Jónsdóttir, 52 atkv. Vilberg Þráinsson, 30 atkv. Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, 28 atkv. Varamenn í sveitarstjórn: Fyrsti varamaður: Arnþór Sigurðsson Annar varamaður: Rebekka Eiríksdóttir Þriðji varamaður: Eggert Ólafsson Fjórði varamaður: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir Fimmti varamaður: Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir. mm Talningu lauk snemma á Akranesi. Laust eftir miðnætti lá niðurstaðan fyrir. Á kjörskrá voru 5.691. Kjör­ sókn reyndist 62,8%, en greidd atkvæði voru 3.563 og féllu þannig: B listi Framsóknarflokks og frjálsra 1.208 atkvæði, eða 33,9% og 3 bæjar fulltrúar D listi Sjálfstæðisflokks 1.223 atkvæði, eða 34,32% og 3 bæjar­ fulltrúar S listi Samfylkingar 959 atkvæði, eða 26,91% og 3 bæjarfulltrúar. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 174, eða 4,9% greiddra atkvæða. Framsókn og frjálsir vinna sam­ kvæmt þessu einn mann frá síðustu kosningum á kostnað Sjálfstæðis­ flokksins, sem þó er enn stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Meirihluti Samfylkingar og Framsóknar­ flokks með frjálsum styrkir þannig meirihluta sinn, kjósi flokkarnir að mynda aftur meirihluta. mm Árný Huld hlaut flest atkvæði í hreppsnefnd Félagsheimilið Breiðablik þar sem jafnframt er gestastofa. Herdís hlaut flest atkvæði í Eyja- og Miklaholtshreppi Þrír flokkar með jafn marga fulltrúa í bæjarstjórn Fjögur efstu á lista Samfylkingarinnar á kjördag. F.v. Valgarður, Jónína, Anna Sólveig og Kristinn. Ljósm. vaks. Þessir fulltrúar af lista Sjálfstæðisflokksins kíktu við á ritstjórn Skessuhorns vikuna fyrir stóra daginn. F.v. Sigríður Elín, Einar og Líf. Ljósm. mm. Framsókn og frjálsir á Akranesi voru sigurvegarar kosninganna þar í bæ, bættu við sig einum bæjarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Samfylking hélt sínum þremur fulltrúum. Þessi mynd var tekin á kosningadaginn og sýnir fjóra efstu á lista FF. F.v. Magni (varabæjarfulltrúi), Ragnar, Sædís og Liv. Ljósm. vaks. Kjörstjórn í Kjör- deild II á Akranesi að störfum; þær Vilborg Þórunn, Lára Dóra og Inga Þóra. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.