Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202222 Í Grundarfirði voru tveir list­ ar í kjöri í kosningunum á laugar­ daginn. Niðurstaðan varð sú að D listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 234 atkvæði og L listi Sam­ stöðu 216 atkvæði. Meirihlut­ inn heldur því velli í Grundarf­ irði. Bæjar stjóraefni hans er Björg Ágústsdóttir. Á myndinni eru sigurreifir full­ trúar D listans á kosninganóttinni: F.v. Jósef Ólafur Kjartansson for­ seti bæjarstjórnar, Sigurður Gísli Guðjónsson, Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir og Bjarni Sigurbjörns­ son. mm/ Ljósm. tfk. Eftir að búið var að telja öll atkvæði í sameinuðu sveitarfélagi Stykkis­ hólmsbæjar og Helgafellssveitar var ljóst að H listi framfarasinna bar sigur úr býtum. Hlaut hann 408 atkvæði en I­listi Íbúalistans 338 atkvæði. H­listi er því í meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi. Oddviti H listans er Hrafnhildur Hallvarðs­ dóttir sem skipaði forystusæti H listans í Stykkishólmi á síðasta kjör­ tímabili. Á kjörskrá voru 934 og greiddu 761 atkvæði. Auðir seðlar voru 15, en enginn ógildur. Jakob Björgvin Jakobsson, sem verið hefur bæjarstjóri í Stykkis­ hólmsbæ frá 2018, verður sveitar­ stjóri sameinaðs sveitarfélags. mm Síðustu dagar fyrir sumarfrí hafa verið annasamir í Fjölbrauta­ skóla Snæfellinga í Grundarfirði, en nemendur hafa verið að kynna lokaverkefni sín undanfarna daga. Útskriftarnemendur voru að kynna lokaverkefni sín þriðjudaginn 10. maí og föstudaginn 13. maí voru kynningar á lokaverkefnum nem­ enda á nýsköpunar­ og frumkvöðla­ braut skólans. Þar kom Karl Guð­ mundsson forstjóri Florealis og hélt stuttan fyrirlestur um mikil­ vægi nýsköpunar. Það er því mik­ ið um að vera innan veggja skólans þessa dagana. tfk Ljóst var að D listi Sjálfstæðisflokks í Snæfellsbæ heldur meirihluta sín­ um og fjórum mönnum í bæjar­ stjórn eftir að lokatölur lágu fyr­ ir. J listi bæjarmálasamtaka Snæ­ fellsbæjar fær þrjá fulltrúa í bæjar­ stjórn. Munaði 48 atkvæðum á framboðunum, heldur minni mun­ ur en í síðustu kosningum. D listi hlaut 446 atkvæði eða 52,9% en J listi 398 eða 47,1%. Auðir seðlar og ógildir voru 39. Á kjörskrá í Snæ­ fellsbæ voru 1.206 og greiddu 883 þeirra atkvæði. mm Þessir nemendur á nýsköpunar- og frumkvöðlabraut kynntu sundapp sem þeir höfðu forritað. Mikið um að vera í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Heiðrún Edda Pálsdóttir gerði ljóðabók í sínu lokaverkefni og kynnti hana með glæsibrag áður en hún fór svo með nokkur vel valin ljóð. Ingimar Þrastarson smíðaði nákvæmt líkan af sumarhúsi fjölskyldunnar sinnar í sínu lokaverkefni. Benedikt Osterhammer stoltur við líkanið af skólanum en hann áætlaði að um 75 vinnustundir hafi farið í smíðina. Glaðir fulltrúar meirihlutans á kosninganóttinni, ásamt Kristni Jónassyni bæjarstjóraefni þeirra. Ljósm. af. Sjálfstæðismenn héldu meirihluta í Snæfellsbæ Sigurreifir fulltrúar H listans á kosninganóttinni. Ljósm. sá. H listi sigurvegari í Stykkishólmi og Helgafellssveit D listi Sjálfstæðisflokks og óháðra sigurvegari í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.