Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202226 Vísnahorn Það er þetta vandamál með pólitíska rétt­ hugsun og kynleysi tungumáls­ ins svo ekki sé feðraveldinu hamp­ að umfram þörf. Ýmislegt höf­ um við Íslendingar látið okkur um munn fara í aldanna rás án þess að gera okkur grein fyrir hinum niðr­ andi þáttum tungunnar. Gunnar J Straumland gerði mjög virðingar­ verða tilraun til að endurskoða viðhorf sín: Til hafsins miða siglum senn á sömu slóðir og í den, við sjómanneskjur erum enn, Ísalands Hrafnistu - aðilar. Íslands Hrafnistu – aðilar hafa nú löngum sótt sjóinn og stundum nokkuð djarflega. Jafnvel stundum um of og um einn ódeigan formann sagði Lúðvík Kemp: Þó að sjáarbáran blá belgja nái túla gengur ráargöltinn á Gísli á Lágamúla. Það er nú samt aldrei öruggt með árangur erfiðisins og í aflaleysi orti Magnús Jónsson í Ólafsvík: Nú er orðið fiskifátt fæst ei borða lengur því að norðlæg austanátt ei úr skorðum gengur. Farfuglarnir drífa nú að okk­ ur hvað óðast og láta sig oft litlu skipta þó eitthvað kólni í veðri um tíma. Spóinn hefur þó yfirleitt vit á að vera ekkert að þvælast hingað norður eftir fyrr en öllu er óhætt. ,,Þá er úti vetrar þraut, þegar spó­ inn vellir graut“ var stundum sagt og margir hafa trú á spóanum sem veðurspáfugli. Að eftir að hann velli verði ekki alvarleg áhlaup í veðrinu. Halldór Helgason á Ásbjarnar­ stöðum setti saman eftirfarandi hugleiðingu um spóann og nefndi ,,Ættjarðarleysi:“ Af spóanum hefur þú spurnir þær að sportfugl sé hann á Íslands ströndum, en eigi víst heima í öðrum löndum. - Og sagan er líklega sönnu nær - sé upprunann sleppt að yfirvega og allt er tekið bókstaflega. Og er hann þá ekki ættjarðar- laus og einhver þesskonar frávill- ingur er veit ekki fyrir víst hvað hann syngur um hreiðurstæðið er hann sér kaus? Nei hann veit glöggt að hér er hann fæddur og hlýjum dúni og vængjum gæddur. Og hér á hann allt sitt heimilislíf og hér er búið við ástargengi, um flóa og móa, um fjöll og engi, og leitað brauðs fyrir börn og víf. Það á ekki skylt við ættjarðar- leysi til annarra landa þó hann ,,reisi“. Og hann er skýr og skynugur fugl sem skoðar heiminn í sínu ljósi. Um það hvenær ylni og aftur frjósi hann sparar sér allt spurnar- rugl. Og eigin náttúra er nýtt fyrir síma. Því notar hann jafnan hinn rétta tíma. En hitt er svo auðvitað annað mál um Íslendinginn – þó það sé spói, að hentugast er að ekkert snjói og vel sé bruggað í vorsins skál. Að vetrarlagi hann væri ekki heppinn að vera sendur á fæðingarhreppinn. Og um þennan gagnmerka fugl orti Þorsteinn Valdemarsson kvæð­ ið Spóavell: Eru menn teknir að vanmeta það sem vér teljum forsendu allra gæða, – að lifa? Binda þeir hugann of fast við það sem fuglar kalla innöndun sína – að þiggja? Og gleyma, þó þeir ættu að vita það að hún verður aldrei dýpri en útöndun þeirra – að gefa? Og hvað kemur til að þeir ofmeta það eina vandann, sem jafnan leysist – að deyja? Jaðrakaninn var lengi vel ekki útbreiddur um allt land. Veit reynd­ ar ekki hvort hann er það enn en algengastur mun hann hafa ver­ ið á suðurlandi en ekki óþekktur í Borgar firði að minnsta kosti. Sagan segir að förukerling hafi komið að á í vorleysingum og ekki litist meira en svo á og verið í vafa hvort hún ætti að leggja í að reyna að vaða. Heyrir þá kallað „vaddúdí vaddúdí.“ Kerling fór að líta í kring­ um sig en sá ekkert nema fugl með rauðan haus og taldi að þar væri heilagur andi sendur henni til leið­ beiningar þannig að hún lagði í ána og hafði sig yfir með harmkvælum þó en sem hún stendur blaut og hrakin á bakkanum segir fuglinn aftur: „Eddu vodd, eddu vodd?“ Kerling steytir hnefann ergileg og segir: Já víst er ég vot ófétið þitt. Og fuglinn svarar; „vittig, vittig“ þannig að ekki voru þá önnur ráð hjá kerlu en fylgja hans góðu ráð­ um og fara úr spjörunum og vinda þær enda var þetta löngu fyrir tíma rafknúinna þurrkara. Reyndar man ég ekki eftir neinum kveðskap um jaðrakanann og væri útaf fyrir sig fróðlegt ef einhver gæti bætt þar um en Hannes Sigurðsson kvað um annan fugl: Lítill fugl með fögur hljóð flögrar upp í himininn, daglangt syngur dýrðaróð og drullar svo á þvottinn minn. Áður hefur í þessum þáttum ver­ ið minnst á trausta vináttu þeirra Sigurðar frá Brún og Höskuldar í Vatnshorni og eitt sinn er Sigurð­ ur frá Brún var á ferð hjá vini sín­ um varð hann fyrir því að reiðhestur hans nuddaði útúr sér beislið með­ an Sigurður saup úr bolla og spjall­ aði um vísur stundarkorn. Ekki fannst beislið þrátt fyrir talsverða leit og ekki fyrr en árið eftir og hafði þá verið brennd sina á svæð­ inu. Daginn eftir að beislið fannst var pósturinn á ferð og Höskuldur greip miða og hripaði á hann: Beislið er fundið, brunnið er leður, brúnar stengur af ryði. Minnir þó enn á maí veður mettað af fuglakliði, fallegar merar, folöld skjótt, fáka með strengda kviði. Fannst mér í gær og frammá nótt sem framhjá mér þetta liði. Og Höskuldur lét heldur ekki hjá líða að yrkja vorvísu: Frammi víða í fjallasal foldin býður næði þegar hlíð í djúpum dal dýru skrýðist klæði. Á líkum nótum er sömuleiðis Brynjólfur Sigurðsson: Oft mér varð um hjartað hlýtt heiða innst við rætur er ég sá hve brosa blítt bjartar sumarnætur. Um þau blíðu ástarhót enginn getur skrifað eða steypt í önnur mót. -Aðeins séð og lifað. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Daglangt syngur dýrðaróð - og drullar svo á þvottinn minn Þriðjudaginn 10. maí fór fram stofnfundur Gleipnis, nýsköpunar­ og þróunarseturs á Vesturlandi ses. Í Háskólanum á Bifröst var meðal annars skrifað undir stofnsamning og kosið í stjórn Gleipnis. Stofn­ fundur þessi er haldinn í fram­ haldi af undirritun viljayfirlýsingar í ágúst síðastliðnum þess efnis að nýsköpunar­ og þróunarsetur yrði sett á stofn og var undirbúnings­ stjórn skipuð til þess að vinna að verkefninu. Markmið með stofn­ un Gleipnis er að skapa umhverfi fyrir samvinnu, þróun og miðl­ un ólíkrar þekkingar á sviði rann­ sókna, nýsköpunar og sjálfbærni með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnis aðstöðu íslensks sam­ félags, efla atvinnu og byggða­ þróun og auka lífsgæði í landinu. Þá er nýja setrinu einnig ætlað að vera virkur þátttakandi í að ná fram markmiðum og skuldbindingum stjórnvalda á sviðum nýsköpun­ ar og fræðslu á sviði landbúnað­ ar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, auk þess að efla nýsköpunar­ og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni. Stofnaðilar og megin áherslur Stofnaðilar Gleipnis eru: Land­ búnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landsvirkjun, Borg­ arbyggð, Samtök sveitarfélaga á Vestur landi, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Orkustofnun, Breið – Þróunarfélag á Akranesi, Ráð­ gjafamiðstöð landbúnaðarins, Símenntunarmiðstöð Vestur­ lands, Hugheimar; frumkvöðla­ og nýsköpunarsetur og Auðna Tæknitorg. Samkvæmt stofnsamn­ ingi Gleipnis verður megináhersla starfseminnar á næstu fimm árum lögð á atriði á borð við námsstyrki til matvælaframleiðslu á framhalds­ og háskólastigi. Efla á rannsóknir á sviði landbúnaðar og matvælafram­ leiðslu í þágu loftslagsmála, nátt­ úruverndar, landgæða og nýsköp­ unar í framleiðslu. Efla á innlenda landbúnaðarframleiðslu og styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar og annarra greina í dreifbýli á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu lofts­ lagsmála, umhverfis, náttúruvernd­ ar og fjölbreytni í ræktun. Ýta á undir framtak og frumkvæði bænda með fræðslu, ráðgjöf og nýsköpun. Nafnið sótt í norræna goðafræði Höfuðstöðvar Gleipnis verða í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri í Borgarfirði en nafn setursins er sótt í norræna goða­ fræði. Gleipnir nefndist galdra­ fjötur sem æsir notuðu til að binda Fenrisúlf. Með vísan til Gleipnis er verið að leggja áherslu á fram­ sækni og að hugsa stórt og þá sér­ staklega út fyrir rammann og gera hið ómögulega mögulegt, eins og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rekt­ or Landbúnaðarháskóla Íslands kynnti fyrir fundargestum. Að lok­ um var kosið í stjórn og voru eftir­ taldir aðilar kjörnir í stjórn Gleipn­ is nýsköpunar­ og þróunarset­ urs á Vesturlandi ses: Ragnheiður I Þórarinsdóttir Landbúnaðarhá­ skóla Íslands, Margrét Jónsdótt­ ir Njarðvík Háskólanum á Bifröst, Sigurður H. Markússon frá Lands­ virkjun, Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í Borgarbyggð og Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vestur­ landi. Þá voru kjörin í varastjórn Ásthildur Bragadóttir, Stefán V. Kalmansson og Pétur Þ. Óskars­ son. glh Stofnfundur Gleipnis var haldinn á Bifröst Fulltrúar stofnaðila fyrir framan aðalbyggingu Háskólans á Bifröst að stofnfundi loknum. Á myndina vantar fulltrúa Íslands- stofu, Orkustofnunar og Auðnu Tæknitorgs. Stjórn Gleipnis; Margrét Jónsdóttir Njarðvík Háskólinn á Bifröst, Ragnheiður I Þórarinsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands, Sigurður H. Markússon Landsvirkjun, Páll S. Brynjarsson Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Þórdís Sif Sigurðardótt- ir sveitarstjóri í Borgarbyggð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.