Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Í birtu sem skugga Sannarlega er viðburðarík helgi að baki. Ekki einvörðungu að landsmenn gengu enn eina ferðina að kjörborðinu, heldur áttum við glæsilega fulltrúa á evrópsku söngvakeppninni í Torinó á Ítalíu. Fjögur frækin systkin stóðu sig þar með sóma og ekkert sem skyggði á það. Evrópa kaus svo til stuðn­ ings úkraínsku þjóðinni og valdi framlag hinnar stríðshrjáðu þjóðar. Á frið­ artímum hefði lagið vissulega ekki komist þetta langt, en þessi niðurstaða var bara sæt. Það er allt í lagi að Evrópa sýni stuðning með þessum hætti þegar svona stendur á. En hér eftir gef ég ekki mikið fyrir allt tal um að keppnin sem slík sé ekki pólitísk. Það er hún vissulega og hefur líklega alltaf verið. Slík pólitík er í lagi þegar mannúðarsjónarmið liggja að baki. Eftir að talningunni í sönglagakeppninni var lokið tók alvaran við. Hverj­ um hafði nú verið falið að deila út útsvarstekjunum okkar næstu fjögur árin? Þegar líða tók á kvöldið og framan af nóttu átti eftir að koma í ljós að víðast hvar hafði orðið græn fylgissveifla. Framsókn sópaði að sér atkvæð­ um og er nú endanlega komin með útibú á mölinni. Óvíða var sveiflan meira afgerandi en í Borgarbyggð þar sem einn flokkur getur nú sleppt því að fara í einhvern meirihluta debatt. Í öðrum sveitarfélögum hér í kringum okkur var niðurstaðan meira í takti við úrslitin fyrir fjórum árum. Sömu meirihlutar en fylgið hnikaðist kannski smávegis til. Einhversstaðar varð niðurstaðan rannsóknarefni og get ég nefnt tvennt af handahófi. Í fyrsta lagi að fylgi sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ er komið niður í rétt rúman helming, ekki lengur þessi afgerandi sextíu prósenta plús forusta. Hins vegar var niðurstaðan í Grindavík eitthvað sem krefst sérstakrar skoðunar. Þar vann stórsigur listi Miðflokksins, sem allsstaðar í öðrum hreppum var rassskelltur svo að hátt kvað við í fjöllunum. Ég skora því á Kára og félaga hans að rannsaka nú genamengi fólksins á þessum lista, nú eða kannski pólitískra andstæðinga þeirra. Svo var á öðrum stöðum sem persónukjör fór fram. Í aðdraganda kosn­ inganna náðu Skorrdælingar að setja nýtt Íslandsmet í fólksfjölgun og sam­ gleðst ég þeim innilega með árangursríka smölun og rækilega slegið met í kosningaþátttöku. Sveitafólkið kann þetta. Í fjölmennari sveitarfélögum þar sem persónukjör var einnig viðhaft gekk þetta dáldið öðruvísi fyrir sig. Raunar sannaðist það sem ég hef margoft varað við á þessum vettvangi. Það er að ef íbúafjöldi í sveitarfélagi er yfir 300 íbúar þá eiga menn eftir fremsta megni að bjóða fram lista. Það útskýri ég með þeim einföldu rökum að ef íbúafjöldi er kannski sex hundruð manns eða fleiri, er nánast útilokað að allir þekki alla. Kannski einna helst að landpósturinn eða heimilislæknirinn búi yfir þekkingu á eiginleikum flestra, en aldrei allra. Því eru tölfræðilega litlar líkur á að hæfasta fólkið nái kjöri. Í þessum kosningum voru þess dæmi að svokallaðir skuggalistar fóru af stað, þar sem kosið var óhlutbundinni kosningu. Skuggalistar hafa venju­ lega að geyma nöfn þeirra sem ákveðinn hópur velur að setja á blað og laumar síðan eintökum af þeim listum í hendur eða fyrir sjónir annarra sem tilheyra líkum hópi. Sá hópur getur til dæmis verið með svipaðar pólitískar skoðanir, líkar áherslur eða bara haft hagsmuni af því að í hreppsnefnd velj­ ist þetta fólk en ekki eitthvað annað. En, skuggalisar eru hvergi nærri nýir undir sólinni. Persónukjör hefur verið viðhaft í áratugi og aldir og ekkert sem bannar að fólk tali saman og ráðfæri sig við nágranna eða aðra sveit­ unga áður en gengið er inn í kjörklefann. Gremja vegna þess að einhverjir skuggalistar hafi farið á flug korteri fyrir kosningar er því ástæðulaus. Kerf­ ið einfaldlega bannar það ekki og því ekkert við því að segja. Allt er þetta ágætis fólk sem valist hefur til forystu á Vesturlandi. Ég óska nýkjörnu sveitarstjórnarfólki innlega til hamingju með árangurinn og það traust sem sveitungar þess leggja á herðar þeirra. Megi öllum ganga sem allra, allra best að gæta hagsmuna íbúanna og gera Vesturland að enn betri stað til að búa á. Magnús Magnússon Fráfarandi sveitarstjórn Borgar­ byggðar samþykkti samhljóða á síð­ asta fundi sínum að staðfesta fyrir sitt leyti umsókn Apóteks Vesturlands um nýtt lyfsöluleyfi í Borgarnesi. Ólafur Adolfsson, lyfjafræðing­ ur og eigandi Apóteks Vestur lands, segir í samtali við Skessuhorn að nú bíði hann einungis eftir form­ legri afgreiðslu Lyfjastofnunar á lyfsöluleyfi fyrir Borgarnes. Hann kveðst búinn að taka á leigu húsrými í Bónushúsinu við Digranesgötu 6, rými sem er milli Geirabakarís og verslunar Líflands. Hann kveðst fá húsnæðið afhent í síðasta lagi 1. ágúst næstkomandi. „Störf verða auglýst til umsóknar strax og lyf­ söluleyfið liggur fyrir. Þarna stefn­ um við á að reka apótek sem verður opið alla daga vikunnar,“ segir Ólaf­ ur í samtali við Skessuhorn. Fyrir rekur fyrirtæki hans apótek á Akra­ nesi og í Snæfellsbæ. Í afgreiðslu sveitarstjórnar seg­ ir að ein lyfsala sé í Borgarbyggð og stutt á milli hennar og staðsetn­ ingar áætlaðrar lyfsölu. „Byggðar­ ráð leggst ekki gegn veitingu leyfis Lyfjastofnunar til umsækjanda um nýtt lyfsöluleyfi,“ segir í fundargerð sem sveitarstjórn staðfesti. Þarna er vísað til þess að Lyfja rekur apó­ tek í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Nú mun því samkeppni aukast í lyfsölu í Borgarnesi. mm Jón Gunnarsson dómsmálaráð­ herra hefur falið sjö lögreglu­ embættum á landsbyggðinni að efla starfslið sitt og auglýsa stöður lög­ reglumanna. Lögregluumdæmin sem um ræðir eru Vesturland, Vest­ firðir, Norðurland vestra, Norður­ land eystra, Austurland, Suðurland og Suðurnes. Ekki fylgir tilkynn­ ingu þar að lútandi hversu mik­ ið stuðningur við embættin verð­ ur aukinn. Þá segir: „Markmiðið er að styrkja embætti lögreglu á lands­ byggðinni þannig að hægt verði að efla útkallsviðbragð lögreglu og veita sambærilegri þjónustu um allt land. Eru þessi áform hluti af stærri endurskoðun á starfsemi lög­ reglunnar í landinu þar sem stefnt er að aukinni skilvirkni, betri nýt­ ingu mannafla og þekkingar og að lögregla sinni fyrst og fremst sínu meginhlutverki,“ segir í tilkynn­ ingu frá ráðuneytinu. Í samtali við Morgunblaðið á föstudaginn sagði Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vestur­ landi, að ekki liggi fyrir hvaða við­ bót í fjármunum og mannskap embættið fái. Tekur hann þó fram að öll aukning verði kærkomin. Segir hann að fyrir liggi að styrkja þurfi hina almennu löggæslu á Vesturlandi, svo sem á dreifbýlum og fámennum svæðum, svo sem á norðanverðu Snæfellsnesi og í Döl­ um. mm Undir lok apríl var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Víðsjár verkfræðistofu um verk­ fræðihönnun vegna endurbóta og viðbygginga C álmu Grundaskóla á Akranesi. Álman er um 2.350 fer­ metrar og áætlaðar viðbyggingar verða um 400 fermetrar. Anddyri til norðurs og suðurs verða stækk­ uð og nýju anddyri bætt við til vest­ urs og byggt verður yfir þriðju hæð hússins. Endurbætur miða að því að aðlaga húsnæðið að þeim kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis í dag. Jafnframt mun kennarastofa skólans verða flutt í C álmu sem skapar rými fyrir kennslustofur í E álmu skólans þar sem kennarastof­ ur eru í dag. Fram kemur á heimasíðu Akra­ neskaupstaðar að eitt tilboð hafi borist í verkið frá Víðsjá verk­ fræðistofu sem hljóðaði upp á rúm­ lega 44 milljónir króna. Til stend­ ur að bjóða verkframkvæmdina út í lok þessa árs og að heildarverklok verði haustið 2024. vaks Apótek Vesturlands opnað síðsumars í Borgarnesi Samningur við Víðsjá um verk- fræðihönnun í Grundaskóla Starfsfólk frá Akraneskaupstað og Víðsjá eftir undirskriftina. Ljósm. akranes.is Ráðherra hyggst efla lögreglu- embættin á landsbyggðinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.