Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 20226 Dauður lundi í Krókalóni AKRANES: Vegfarandi fann dauðan lunda í Króka­ lónsfjöru við Vesturgötu í vikunni og hafði samband við lögreglu. Lögreglan kom á staðinn og sótti fuglinn en ákveðið verklag er á þessu vegna mögulegr­ ar fuglaflensu. Lögreglan vill ítreka fyrir fólki að snerta alls ekki dauða fugla ef þeir verða á þeirra vegi en láta hana vita um mál­ ið svo hægt sé að senda þá í rannsókn til Matvælastofn­ unar. -vaks Styrkir fyrir varmadælur HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hef­ ur, að tillögu mannvirkja­ og framkvæmdanefnd­ ar, samþykkt reglur um styrki vegna varmadælna í Hvalfjarðarsveit. Í kjöl­ far samnings sveitarfé­ lagsins við Hagvarma ehf. um mat á hagkvæmni þess að setja upp varmadælu­ kerfi til hitunar á rafkyntu íbúðarhúsnæði (með lög­ heimilisskráningu), þar sem vilji væri til uppsetn­ ingar varmadælu, hafa ofangreindar styrkregl­ ur nú verið samþykkt­ ar. Vinna Hagvarma er nú langt komin og hefur þátt­ taka í verkefninu verið góð en rúm 63% þáðu boð um þátttöku. -vaks Skagamenn skora mörkin á Spotify AKRANES: Geisladisk­ urinn Skagamenn skora mörkin var gefinn út árið 2007 til minningar um Sturlaug H. Böðvarsson en 90 ár voru þá liðin frá fæðingu hans. Diskurinn inniheldur alls konar tón­ list tengd Akranesi og var framleiddur í tvö þúsund eintökum til styrktar ÍA. Á disknum má finna lög með flytjendum eins og Tíbrá, Dúmbó og Steina, Orra Harðarsyni, Tic Tac og mörgum fleirum. Um helgina kom hann inn á tónlistarveituna Spotify og því geta Skagamenn og aðrir sett hann núna í botn í græjunum. -vaks Eldisafurðir 15% útflutnings- verðmætis LANDIÐ: Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa verið fluttar út fiskeldisafurðir fyr­ ir 17,2 milljarða króna. Það er veruleg aukning frá sama tímabili í fyrra, eða sem nem­ ur rúmum 32% í krónum talið. “Þar sem gengi krónunnar var að jafnaði tæplega 5% sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra er aukningin nokkuð meiri í erlendri mynt eða sem nem­ ur 38%. Útflutningsverðmæti eldis afurða hefur aldrei áður verið meira á fyrsta þriðjungi ársins. Verðmætin eru tæplega 15% af útflutningsverðmæti sjávarafurða á tímabilinu og það hlutfall hefur sömuleiðis aldrei áður verið hærra,” segir í frétt á Radarnum, mælaborði sjávarút­ vegsins. -mm Ók ölvaður á ofsahraða HVALFJ:SV: Aðfararnótt laugardagsins mældist öku­ maður í hraðamyndavél við Melahverfi á Vesturlandsvegi á 162 kílómetra hraða. Stuttu síðar hafði bifreiðin hafn­ að utan vegar við afleggjarann inn í Hvalfjörð en löng hemla­ för voru á vettvangi. Í mynda­ vélinni sást að ökumaður hafði keyrt á miðjum veginum áður en hann beygði og þykir mik­ il mildi að ekki hafi farið verr. Ökumaðurinn var síðan hand­ tekinn og viðurkenndi fyrir lögreglu að vera undir áhrifum áfengis en hann var síðan fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi til nánari skoðunar. Bíllinn var óökuhæfur og þá á ökumaður­ inn von á himinhárri sekt fyrir athæfið. -vaks Íbúum í Dalabyggð bauðst á laugar­ daginn að taka þátt í könnun sam­ hliða kosningum í sveitarstjórn um vænlega sameiningarkosti sveitar­ félagsins. Á vef Dalabyggðar kem­ ur fram að 304 hafi tekið þátt í könnuninni. 240 svöruðu játandi spurningunni hvort Dalabyggð ætti að hefja sameiningarviðræð­ ur. „Nei“ sögðu 22, en 26 merktu við að þeir hefðu ekki skoðun á því. Fimmtán seðlar voru auðir og einn ógildur. Svör við spurningunni um hvaða sameiningarvalkostur væri æskileg­ astur voru eftirfarandi: • Húnaþing vestra 71 • Sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkis­ hólms 88 • Annað 94 Af þeim sem merktu við „annað“ var skiptingin þannig: • 25 Reykhólahreppur og/eða sveitarfélög á Ströndum. • 23 Húnaþing vestra ásamt Reykhólahreppi og/eða sveitarfélögum á Ströndum. • 19 Borgarbyggð. • 12 Stykkishólmur og Helgafellssveit ásamt Reyk­ hólahrepp og/eða sveitarfé­ lögum á Snæfellsnesi. • Annað (færri en fimm á hvert) voru 15. • Auðir seðlar voru 50 og einn ógildur. mm/ Ljósm. sm. Seglskútan Ópal frá Húsavík hafði viðkomu í Grundarfjarðarhöfn í síð­ ustu viku. Þar lá hún við bryggju á meðan norðan kaldi lá yfir landinu. Þegar lægði voru landfestar leystar og haldið áfram. Skipið er frá Húsavík og hefur verið gert út þar til hvala­ skoðunar og í aðrar skoðunarferðir á Skjálfandaflóa. tfk Dalamenn kusu um sameiningar- kosti á laugardaginn Ópal í Grundarfjarðarhöfn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.