Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202230 Hvert er uppáhalds bústarfið? Spurning vikunnar (Spurt í Kaupfélagi Borgfirðinga) Helga Rósa Pálsdóttir ,,Horfa á Ámunda gefa hestin­ um mínum.“ Guðrún Sigurðardóttir ,,Útreiðar.“ Svanur Pálsson ,,Hirða skepnur og gefa.“ Guðjón Steinarsson ,,Heyja.“ Björn Jónsson ,,Fara í leitir.“ Íþróttamaður vikunnar Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunn­ ar að þessu sinni er knattspyrnu­ maðurinn Anel frá Ólafsvík. Nafn: Anel Crnac Fjölskylduhagir? Foreldrar mín­ ir koma frá Bosníu og búa í Ólafs­ vík ásamt systur minni. Ég bý með þeim yfir sumarið en fer aftur í bæinn þegar skólinn byrjar. Hver eru þín helstu áhugamál? Fótbolti og box. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Vakna klukkan 9, mæti í vinnuna og vinn til klukkan 17. Eftir vinnu fer ég á æfingu og svo beint í pottinn. Mjöög óspennandi dagar um þess­ ar mundir. Hverjir eru þínir helstu kost­ ir og gallar? Keppniskapið í mér er kosturinn og gallinn við mig. Hann hjálpar mér í íþróttum en get stundum verið tapsár þegar ég er að spila UNO með vinum. Hversu oft æfir þú í viku? Fimm til sex sinnum. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Zlatan Ibrahimovic hefur alltaf verið mikil fyrirmynd. Af hverju valdir þú knattspyrnu? Byrjaði að æfa þegar ég var í 2. bekk af því að vinir mínir drógu mig á æfingu með þeim. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Konráð Ragnarsson. Hvað er skemmtilegast og leiðin­ legast við þína íþrótt? Skemmtileg­ ast að vinna leiki, leiðinlegasta við íþróttina er að spila í roki og rign­ ingu. Keppnisskapið kostur og galli Síðasta laugardag hélt Badminton­ félag Akraness lokahóf sitt en fyrr um daginn var innanfélagsmót þar sem iðkendur félagsins kepptu og einnig gátu foreldrar eða aðstand­ endur krakkanna tekið þátt með þeim í keppni í tvíliða­ og eða tvenndarleik þar sem hart var barist. Síðan var boðið upp á pizzu og drykki og krakkarnir verðlaun­ aðir fyrir tímabilið. Að endingu var happdrætti og því margir sem fóru ánægðir heim eftir vel heppnaðan vetur hjá Badmintonfélagi Akra­ ness. vaks ÍA fékk Sindra í heimsókn í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram í blíðskaparveðri á Akranesvelli. Ylfa Laxdal Unnars­ dóttir kom heimakonum yfir á tíundu mínútu og þannig var stað­ an í hálfleik. Unnur Ýr Haralds­ dóttir kom síðan ÍA í góða stöðu strax í byrjun seinni hálfleiks og það var ekki fyrr en undir lok leiks­ ins sem gestirnir minnkuðu mun­ inn með marki frá Samiru Sulem­ an, lokatölur leiksins 2­1 fyrir ÍA og þær því komnar í 16­liða úrslit Mjólkurbikarsins. Næsti leikur ÍA er úrslitaleikur í C deild Lengjubikarsins gegn Völs­ ungi. Hann verður næsta fimmtu­ dag á Sauðárkróksvelli og hefst klukkan 19. Mæta KR í 16 liða úrslitum Dregið var í hádeginu í gær í 16­liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Skagakonur sem leika í 2. deild voru í pottinum og fengu heimaleik gegn KR sem vermir botnsætið í Bestu deild kvenna. Hin liðin sem drógust saman eru eftirfarandi: Tindastóll­ ­Valur, Selfoss­Afturelding, ÍH/ FH­Stjarnan, Þór/KA­Augna­ blik/Haukar, Þróttur R.­Víking­ ur R, Keflavík­ÍBV og Fjarða­ byggð/Höttur/Leiknir­Breiða­ blik. 16­liða úrslitin fara fram dag­ ana 27. til 29. maí næstkomandi en liðin í Bestu deild kvenna komu nú inn í keppnina ásamt þeim sex liðum sem unnu sína leiki í 2. umferð. Leikur ÍA og KR verður laugardaginn 28. maí á Akranesvelli og hefst klukkan 13. vaks Landsbankamót Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) fór fram í Keflavík um liðna helgi og tóku þar þátt 29 einstaklingar á veg­ um Sundfélags Akraness. Tóku þar meðal annars þátt 8 ára sundmenn sem stungu sér til sunds í fyrsta skipti á móti. Einnig var keppt í flokkum 12 ára og yngri, 13 ára og eldri og 15­17 ára. Í piltaflokki 15­17 ára var slegið nýtt Akra­ nesmet en það var Einar Margeir Ágústsson sem synti 50 metra flug­ sund á 27,12 sekúndum. Fyrra met átti Ágúst Júlíusson á 27,25 sek­ úndum frá árinu 2006. Gekk mótið heilt yfir vel hjá ungu sundfólki Akraneskaupstaðar. sþ Yngstu iðkendurnir voru ánægðir með lokahófið. Ljósm. vaks Lokahóf hjá Badminton- félagi Akraness Sundfólk frá Akranesi tók þátt í sundmóti í Keflavík Skagakonur komnar í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum Skagakonur stilltu sér upp fyrir leikinn gegn Sindra. Ljósm. kfía

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.