Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 5 � � � � ���������������������������������������������������������������������������� � � ���������������������������������������������������������������������� ������������������������ ����������������������������������������������������������� ��������������������������� ���������������������������������������������������� �������������–�������������������������������� � Háskólalest Háskóla Íslands er nú á ferð um landið og kemur fram á nokkrum stöðum. Í boði er fjölbreytt dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Haldnar eru m.a. kennarasmiðjur og námskeið fyr­ ir grunnskólanemendur. Hér á Vestur landi mun lestin að þessu sinni verða í Ólafsvík dagana 26.­ 28. maí. Megináherslan í starfi Háskóla­ lestarinnar er lögð á að kynna vís­ indi á lifandi og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki, styðja við starf grunnskólanna og efla tengsl við landsmenn á öllum aldri. Í áhöfn lestarinnar eru kennarar og nem­ endur við Háskóla Íslands, sem flestir hverjir eru líka leiðbeinend­ ur í Vísindasmiðju HÍ og Háskóla unga fólksins. mm Dagana 4. og 5. júní næstkom­ andi verða Varmalandsdagar haldn­ ir í annað sinn á Varmalandi í Staf­ holtstungum. Hátíðin á rætur sínar að rekja til Hollvinafélags Varma­ lands sem stofnað var árið 2020. Vilhjálmur Hjörleifsson er einn þeirra sem stendur fyrir hátíðinni og segir hann að í upphafi hafi hug­ myndin verið að halda hátíð til að kynna Varmaland betur og fá gesti til að njóta þess sem staðurinn hef­ ur upp á að bjóða. Litið var til þeirr­ ar sérstöðu sem staðurinn hefur og þar skipa skólarnir tveir, starfandi grunnskóli og gamli hússtjórnar­ skólinn sem í dag er orðið hót­ el, stóran sess. Þó að hússtjórnar­ skólinn sé ekki enn starfræktur hef­ ur saga hans haft mikil áhrif á stað­ inn sem og þá sem þar numu. Undirtitill hátíðarinnar er list og lyst, með vísan í þá miklu listsköp­ un er fram fór í skólunum báðum um árabil. Þar er átt við handgerða list og jafnframt matarlyst, sem ekki síst var hluti af námi í Hússtjórnar­ skólanum. Vígþór Jörundsson fyrr­ um skólastjóri barnaskólans (1975­ 1990) er mjög listhneigður og setti t.d. upp nokkurs konar listasmiðju þar sem nemendur fengu að kynn­ ast list og handverki af ýmsu tagi. Allt frá járni og tré til málverka og annarra listaverka. Telur Vilhjálm­ ur að mikið af iðnaðarmönnum, lista­ og handverksfólki, hafi feng­ ið mikilvæga hvatningu í þessari smiðju. Hússtjórnarskólinn á þar stóran þátt með allri þeirri góðu handverks­ og listkennslu sem þar var, að ógleymdri matarlystinni. „Lagt var upp með að Varma­ landsdagar / List og Lyst yrði ekki enn ein bæjarhátíðin með hoppukastala og kandíflossi, þó það sé ekki neitt slæmt,“ segir Vil­ hjálmur og hlær, heldur segir hann að staðurinn og hátíðin hafi sér­ stöðu sem haldið er á lofti með öðr­ um hætti. Þessi ákvörðun stjórnar Hollvinafélags Varmalands féll líka vel í kramið hjá Uppbyggingarsjóði Vesturlands, sem styrkir verkefnið. Listamenn af ýmsu tagi verða með sýningar á hátíðinni. Þar má t.d. nefna Louise Harris sem er bresk listakona en búsett hér á landi. Hún sýnir verk sín á Hótel Varmalandi, bæði stórar vatnslita­ myndir og verk úr þæfðri ull, þar sem áhersla er á samband okkar við náttúruna. Þá verður listakon­ an Anna Björk Bjarnadóttir, ætt­ uð frá Fljótstungu, með listsýn­ ingu í félagsheimilinu Þinghamri. Anna Björk málar vatnslitamynd­ ir með sterkri tengingu við hér­ aðið en þetta er önnur einkasýn­ ing hennar. Fjöldi annarra lista­ manna bæði lærðra og leikinna verða á Varmalandi þessa helgi. Matarlystinni verða gerð góð skil með kynningum og framboði á allskyns mat. Tónlist og afþreying af ýmsu tagi verður í boði úti og inni ásamt fleiru spennandi, að sögn Vilhjálms. „Dagskráin er að verða fullmótuð og verður kynnt fljótlega. Það má segja að það verði forvitnilegt að skreppa í heimsókn í Varmaland um Hvítasunnuna,“ segir Vilhjálmur. sþ Varmaland verður undirlagt af list og lyst um hvítasunnuhelgina. Varmalandsdagar haldnir í annað sinn um hvítasunnuna Grillað verður í skóginum. Háskólalestin er væntanleg til Ólafsvíkur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.