Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202214 Í ljósi nýafstaðinnar hækkun­ ar stýrivaxta hafði blaðamaður Skessuhorns samband við tvo fast­ eignasala á Vesturlandi til að leita fregna um stöðuna á markaðin­ um. Að sögn Þórarins H. Óðins­ sonar hjá Fasteignasölunni Nes í Borgar nesi er engan bilbug að finna á markaðinum ennþá. Þvert á móti virðist sem það sé enn mik­ il eftirspurn eftir eignum og nóg af kaupendum. Hann hefur ekki orðið var við breytingu á markaði í kjöl­ far stýrivaxtahækkunar og telur það sennilega vera vegna þess að fram­ boð á markaðinum sé í lágmarki í dag og hafi verið það frá áramótum. Þórarinn segir ánægjulegt að sjá að fólk úr Reykjavík er að sýna svæð­ inu aukinn áhuga. Framboð á eign­ um á þessu svæði mætti hins vegar vera meira. Daníel Rúnar Elíasson hjá Fast­ eignasölunni Hákoti á Akranesi segir að þau hafi ekki orðið vör við breytingu á markaði hvað varð­ ar stýrisvaxtabreytingar og er það sennilega vegna þess að framboð á markaðinum er í lágmarki og hefur verið það allt frá áramótum. Hann segir að nú séu innan við tíu fast­ eignir í sölu á Akranesi fyrir utan þær nýbyggingar sem eiga eftir að koma inn á markaðinn á árinu. Þær eignir gætu komið af stað hreyf­ ingu á notuðum fasteignum og þar með örvað framboð eigna. Daníel segist hafa fundið mikla eftirspurn frá fólki á Stór­Reykjavíkursvæðinu fyrir og eftir áramót eftir eignum á Akranesi og keyptu þau mikið af þeim eignum sem seldust á haust­ og vetrarmarkaðnum. gj Síðasta miðvikudag undirrituðu eigendur Þróunarfélags Grundar­ tanga og fyrirtækin sem starfa á Grundartangasvæðinu viljayfirlýs­ ingu um uppbyggingu græns iðn­ garðs með hringrásarhugsun á Grundartanga og fór undirritunin fram í sal mötuneytis Norðuráls á Grundartanga. Í uppbyggingunni felst að mótuð verði fyrirmynd­ ar sjálfbærniumgjörð fyrir svæð­ ið og unnið að uppbyggingu hringrásarhagkerfis með bættri fjölnýtingu auðlinda og innviða. Verndari verkefnisins er Guðlaug­ ur Þór Þórðarson umhverfis, orku­ og loftslagsráðherra. Ólafur Adolfsson, stj órnarfor­ maður Þróunarfélags Grundar­ tanga, setti fundinn og kynnti ver­ kefnið. „Það er bjartur og fallegur dagur og það er mjög viðeigandi. Við erum að innsigla hér gjörn­ ing og erum að fara að skrifa hér undir viljayfirlýsingu um stofnun á grænum iðngarði. Atvinnusvæð­ ið á Grundartanga býr samkvæmt fjölmörgum greiningum yfir flest­ um kostum þess sem grænn iðn­ garður þarf að hafa. Niðurstaða þessa greininga leggja grunninn að því að eigendur Þróunarfélags Grundartanga, sveitarfélögin og Faxaflóahafnir ásamt fyrirtækjum sem tengjast starfsemi á svæðinu hafa nú ákveðið að efna til sam­ starfs um uppbyggingu græns iðn­ garðs með hringrásarhugsun hér á Grundartanga. Árið 2016 fórum við í sviðsmyndavinnu sem var ætl­ að að opna augu okkar fyrir tæki­ færum hér á Tanga og í kjölfarið var mótuð metnaðarfull stefna sem tók við af sviðsmyndum. Helstu áhersluþættir stefnunnar eru eft­ irfarandi: Að innviðir Grundar­ tanga svæðisins styðji við og laði að fjölbreytta atvinnustarfsemi með lágmarks umhverfisáhrif­ um, að umhverfismál á Grundar­ tanga séu í fremstu röð iðnað­ arsvæða og þannig í takt við það besta sem gerist á heimsvísu, að ímynd Grundartangasvæðis­ ins endurspeglist að metnaðar­ fullri og blómlegri atvinnustarf­ semi þess, að Grundartangasvæð­ ið verði þekkt fyrir nýsköpun og þróun á þeim sviðum sem tengj­ ast atvinnustarfsemi svæðisins, að öryggismál séu alltaf til fyrirmynd­ ar á Grundartanga og á athafna­ svæði Grundartanga verði starf­ ræktir samstarfsklasar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga til að efla sérþekkingu og þróun á sérsvið­ um svæðisins. Okkar markmið er að Grundartangi sem grænn iðn­ garður verði leiðandi á heimsvísu með áherslu á fyrirmyndar sjálf­ bærni umgjörð og bætta fjölnýt­ ingu auðlinda og innviða í gegn­ um hringrásarhagkerfið. Þannig munum við minnka áhrif loftslags­ breytinga, auka skynsama hráefna­ notkun, koma á fjölnýtingaverk­ efnum og bæta enn frekar endur­ heimt auðlinda. Næstu skref okk­ ar verða stofnun samstarfsklasans, hann mun fylgja eftir fjölnýtinga­ verkefnum eins og hitaveitu og raforkuframleiðslu úr glatvarma frá svæðinu, skógrækt og nýsköp­ unarsetri á Grundaranga svo dæmi séu nefnd. Tækifærin eru ótal­ mörg og nú er það bara okkar að nýta þau.“ Guðlaugur Þór velti upp í sinni ræðu hvað væri verið að gera á Grundartanga með grænum iðn­ garði? „Þið eruð í raun að gera það sem öll áherslumál ríkisstjórn­ arinnar hverfast um og við erum að stíga hér mjög mikilvægt skref til að ná þessu markmiði sem ekki bara við Íslendingar höfum held­ ur einnig allir jarðarbúar. Við erum að sjá hér orkuskipti og hrin­ rásarhagkerfi og erum að byggja á grunni sem við erum mjög góð í þegar kemur að grænni orkuöflun. Það sem við erum ekki jafngóð í er hringrásarhagkerfið en við ætlum einnig að vera afskaplega góð í því, það er verkefnið. Er einhver stað­ ur á Íslandi betri til þess að fara í þetta verkefni? Ég efast um það en aftur, það gerist ekkert af sjálfu sér og nú er það þannig að ég hef aðeins fylgst með þessu úr fjarlægð og vil nota tækifærið og þakka ykk­ ur fyrir að sýna þessa forystu því það gerist ekkert af sjálfu sér. Þegar kemur að okkur í ríkisstjórninni og ráðuneytinu þá eru skilaboðin mjög skýr, við þökkum ykkur fyrir það sem þið eruð búin að gera og við ætlum að styðja ykkur í því sem framundan er. Það er bara þannig með okkur Íslendinga að við erum búin að setja okkur mjög metnað­ arfull markmið og metnaðarfyllri markmið en aðrir þegar kemur að loftslagsmálum en við verðum ekki dæmd af því sem við segjum held­ ur af því sem við gerum.“ Þá tóku einnig til máls Sigrún Helgadóttir forstjóri Norðuráls á Grundartanga, Sædís Alexía Sig­ urmundsdóttir frá Elkem, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akra­ ness, Linda Björk Pálsdóttir sveit­ arstjóri Hvalfjarðarsveitar og Þor­ steinn Gunnarsson borgarritari. Á Grundartanga er góð hafnar­ aðstaða og þar er langstærsta iðnaðarsvæði Vesturlands þar sem starfa um ellefu hundruð manns auk þess sem rekja má um þúsund afleidd störf til starfsemi á svæð­ inu. vaks Frá Akranesi. Mikið líf á fasteignamarkaði þrátt fyrir vaxtahækkun Frá Borgarnesi. Ólafur og Guðlaugur Þór eru gamlir andstæðingar í boltanum en eru núna saman í liði. Viljalýsing undirrituð um uppbyggingu græns iðngarðs á Grundartanga Fulltrúar sveitarfélaganna og fyrirtækjanna sem skrifuðu undir viljayfirlýsinguna. Fyrsta umferð í undirskriftum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.