Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 21 Persónukjör var viðhaft við val nýrrar sveitarstjórnar í Hval­ fjarðarsveit, þar sem enginn listi bauð fram. Andrea Ýr Arnarsdótt­ ir hlaut langflest atkvæði í kosn­ ingunum, tæplega hundrað fleiri en sá sem kom næstur. Aðalmenn í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar verða þessir: Andrea Ýr Arnarsdóttir, 241 atkvæði Helga Harðardóttir, 148 atkvæði Helgi Pétur Ottesen, 139 atkvæði Inga María Sigurðardóttir, 116 atkvæði Elín Ósk Gunnarsdóttir, 116 atkvæði Ómar Örn Kristófersson, 103 atkvæði Birkir Snær Guðlaugsson, 96 atkvæði. Varamenn í sveitarstjórn Síðdegis á sunnudaginn lauk svo talningu atkvæða í sæti varamanna í sveitarstjórn. Kosningin fór þannig: Fyrsti varamaður: Ása Hólmarsdóttir Annar varamaður: Dagný Hauksdóttir Þriðji varamaður: Sæmundur Víglundsson Fjórði varamaður: Marie Grave Rasmussen. Fimmti varamaður: Salvör Lilja Brandsdóttir Sjötti varamaður: Ásgeir Pálmason Sjöundi varamaður: Haraldur Benediktsson. mm/ Ljósm. arg. Meirihlutinn féll í Borgarbyggð í kosningunum á laugardaginn. Framsóknarflokkur sem sat í minnihluta í sveitarstjórn á síð­ asta kjörtímabili bætti töluverðu fylgi við sig og einum manni og fær þannig meirihluta í nýrri sveitar­ stjórn. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun Borgarbyggðar árið 1994 sem einhver flokkur nær hreinum meirihluta í kosningum. Niður­ staðan er því söguleg og verður að leita aftur til sjöunda áratugarins hvað varðar hreina meirihlutastjórn í stærsta þéttbýlinu, Borgarnesi. Þá var það einnig Framsóknarflokk­ urinn sem hafði hreinan meirihluta í gamla Borgarneshreppi kjör­ tímabilið 1966­1970. Fráfarandi samstarfsflokkar í sveitarstjórn töpuðu fylgi, mest þó Vinstri hreyfingin grænt fram­ boð, sem missti annan fulltrúa sinn til Framsóknar. Á kjörskrá í kosn­ ingunum á laugardaginn voru 2.804 og atkvæði greiddu 2.021,eða 72%. Atkvæði féllu þannig: A listi Samfylkingarinnar og Við­ reisnar, 275 atkvæði. (1) B listi Framsóknarflokks, 947 atkvæði. (5) D listi Sjálfstæðisflokks, 484 atkvæði. (2) V Listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, 201 atkvæði. (1) Auðir seðlar voru 93 og ógildir 21. mm Í Dalabyggð var persónukjör líkt og fyrir fjórum árum. Þar hlaut Ingi­ björg Þóranna Steinudóttir flest atkvæði. Eftirtaldir verða aðalmenn í sveitarstjórn Dalabyggðar: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir 199 atkvæði Eyjólfur Ingvi Bjarnason 195 atkvæði Garðar Freyr Vilhjálmsson 191 atkvæði Guðlaug Kristinsdóttir 185 atkvæði Einar Jón Geirsson 168 atkvæði Þuríður Jóney Sigurðardóttir 132 atkvæði Skúli Hreinn Guðbjörnsson 132 atkvæði Varamenn Fyrsti varamaður: Sindri Geir Sigurðarson Annar varamaður: Alexandra Rut Jónsdóttir Þriðji varamaður: Jón Egill Jónsson Fjórði varamaður: Ragnheiður Pálsdóttir Fimmti varamaður: Anna Berglind Halldórsdóttir Sjötti varamaður: Guðrún Erna Magnúsdóttir Sjöundi varamaður: Bjarnheiður Jóhannsdóttir mm/ Ljósm. sm Í Skorradalshreppi var persónu­ kosning eins og í undanförn­ um kosningum. Á kjörskrá voru 47 í hreppnum og var kjörsóknin 87,2%. Í sveitarstjórn voru eftir­ talin kosin: Jón Eiríkur Einarsson, Mófells­ staðakoti, 22 atkvæði Kristín Jónsdóttir, Hálsum, 22 atkvæði Pétur Davíðsson, Grund, 21 atkvæði Óli Rúnar Ástþórsson, Birkimóa 1, 20 atkvæði Guðný Elíasdóttir, Mófellsstöðum, 15 atkvæði. Varamenn í sveitarstjórn: Fyrsti varamaður: Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Dagverðarnesi Annar varamaður: Björn Haukur Einarsson, Neðri­ ­Hrepp Þriðji varamaður: Svanhvít Jóhanna Jóhannsdóttir, Hvammshlíð Fjórði varamaður: Ómar Pétursson, Indriðastöðum Fimmti varamaður: Tryggvi Valur Sæmundsson, Háls­ um. mm Andrea Ýr hlaut langflest atkvæði í Hvalfjarðarsveit Jón og Kristín hlutu flest atkvæði í Skorradal Ingibjörg hlaut flest atkvæði í Dalabyggð Framsóknarflokkurinn skipar nýjan meirihluta sveitarstjórnar í Borgarbyggð. F.v. Davíð Sigurðsson, Guðveig Eyglóardóttir, Eðvar Ólafur Traustason, Eva Margrét Jónudóttir og Sigrún Ólafsdóttir. Framsóknarflokkurinn fékk hreinan meirihluta í Borgarbyggð Guðveig Lind Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokks og sigurvegari í kosningunum greiðir hér atkvæði sitt. Atkvæði í kassann á Þinghamri, einni kjördeilda í Borgarbyggð. Kjörstjórnarfólkið Erla, Guðmundur og Brynjólfur fylgjast með. Ljósm. sþ. Þær sátu í kjördeild á Kleppjárnsreykjum. F.v. Elísabet, Jónína og Guðrún María. Ljósm. sþ. Andrea Ýr Arnarsdóttir hlaut flest atkvæði og er því líklegt að hún verði kosin oddviti í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.