Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 23 Pennagrein Dagana 25. til 27. maí nk. verð­ ur haldin alþjóðleg ráðstefna í Snorrastofu í Reykholti um banda­ ríska heimspekinginn og rithöf­ undinn Henry David Thoreau. Ber hún yfirskriftina „Thoreau and the Nick of Time“. Viðburðurinn hef­ ur verið á dagskrá Snorrastofu frá vorinu 2020, en ítrekað verið fre­ stað vegna farsóttarinnar. Thoreau er einn þekktasti rithöf­ undur og heimspekingur Banda­ ríkjanna fyrr og síðar. Hann var áhugasamur um Snorra Sturluson og vitnaði ítrekað til hans í verkum sínum, aðallega dagbókum. Thor­ eau er annars hvað þekktastur fyrir bókina Walden, sem er lykilverk á sviði náttúruheimspeki og náttúru­ verndar. Kom bókin út á vegum bókaútgáfunnar Dimmu árið 2017 í einstaklega vandaðri þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hild­ ar Hákonardóttur. Þá er Thoreau ekki síður þekktur fyrir kenningar sínar um borgaralega óhlýðni og í því sambandi var hann fyrirmynd manna eins og Mahatma Gandhi og Martin Luther King. Ráðstefnan er undirbúin í sam­ vinnu The Thoreau Society, stærstu samtök Bandaríkjanna um einstakan rithöfund. Fer hún fram í tveimur málstofum, í Hátíðarsal og bókhlöðu. Fyrirlesarar verða 37 talsins og koma þeir og aðrir gestir frá tíu löndum. Margir af fremstu Thoreau­sérfræðingum heimsins taka þátt. Ráðstefnan er opin öllum og er aðgangur ókeypis. Sjá nánar á www. snorrastofa.is. Uppbyggingarsjóð­ ur Vesturlands er meðal þeirra sem styðja viðburðinn. -fréttatilkynning Ráðstefna um Henry David Thoreau í Snorrastofu Í síðustu viku var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs byggðum á hringrásarhugsun á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Að þessu kröft­ uga verki standa Þróunarfélag Grundartanga, fimm sveitarfélög, Faxaflóahafnir og 15 öflug fyrir­ tæki. Verndari verkefnisins er Guð­ laugur Þór Þórðarson, umhverfis­, orku­ og loftslagsráðherra. Munar um minna Í dag eru um 20 stór og smá iðn­ og þjónustufyrirtæki á Grundar­ tanga sem veita yfir 1.100 manns atvinnu. Rekja má um 2.000 afleidd störf til starfsemi svæðisins. Þessi samsteypa eru langstærstu vinnu­ veitendur Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Tvö stærstu fyrirtækin, Norður ál og Elkem Ísland, greiða laun og kaupa þjónustu fyrir rúm­ lega 23 milljarða króna á ári. Munar nú um minna. Atvinnusvæðið var byggt upp í sameiningu kröftugra fyrirtækja og framsýnna sveitarfélaga. Til frek­ ari framfaraskrefa var Þróunarfé­ lag Grundartanga stofnað 2016. Að því standa Hvalfjarðarsveit, Borgar­ byggð, Skorradalshreppur, Akra­ neskaupstaður, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Það sameinar krafta sveitarfélaganna, Faxaflóahafna og fyrirtækja til að skapa öflugt sóknar­ svæði og þróa vaxtarmöguleika. Þróunarfélagið til framfara Þróunarfélagið hefur síðasta árið unnið að þróun Grundartanga­ svæðisins sem græns iðngarðs með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Í því felst að mótuð verði sjálf­ bærniumgjörð fyrir svæðið og upp­ bygging hringrásarhagkerfis með fjölnýtingu auðlinda að leiðarljósi. Uppbygging græns iðngarðs styður við sjálfbærni með inn­ leiðingu félagslegra, efnahagslegra og umhverfisvæn sjónarmið í skipulagi, stýringu og framkvæmd. Ávinningur verkefnisins er í takt við stefnu stjórnvalda og sveitarfé­ laga um að þróa hringrásarhagkerfi og styður við aðgerðaráætlun í loft­ lagsmálum. Af hverju Grundartangi? Grænn iðngarður á Grundartanga hefur alla burði til að geta orðið leiðandi á heimsvísu með áherslu á sjálfbærni, fjölnýtingu auðlinda og innviða í gegnum hringrásarhag­ kerfi. Þar liggja mörg tækifæri í að minnka áhrif loftslagsbreytinga, auka skynsama hráefnanotkun, koma á fjölnýtingarverkefnum og bæta frekar endurheimt auðlinda. Í fyrsta lagi nær Grundartanga­ svæðið yfir landssvæði með sam­ eiginlegt aðalskipulag. Það auð­ veldar framþróun svæðisins. Í ann­ an stað kemur rafmagn til svæðisins frá endurnýjanlegum auðlindum. Í þriðja lagi eru afurðir Grundartanga ýmist endurvinnanlegar eða lífræn­ ar og falla vel að hringrásarhugsun. Aukaafurðir svæðisins eru vel nýttar í efna­ og byggingariðnað. Í fjórða lagi skiptir miklu að helstu þátt­ takendur hringrásargarðsins eru jákvæðir gagnvart verkefninu og geta lagt til þess með margvísleg­ um hætti. Margþættur árangur fólks og fyrirtækja Ávinningur þessarar vegferðar mun skila sér m.a. í spennandi umhverfi fyrirtækja sem hafa hug á að nýta tækifæri í sjálfbærni og taka þátt í uppbyggingu svæðisins til framtíð­ ar. Auk þess er þróunin í samræmi við aðgerðaráætlanir yfirvalda í loftslagsmálum og stefnu í átt að hringrásarhagkerfi. Fyrir þátttakendur í hringrásarhagkerfi svæðisins liggur ávinningur til skemmri tíma í meiri hagsæld, auknum tekjum, sparnaði og lægri framleiðslukostnaði. Umhverfisáhrif lágmörkuð, auð­ lindanotkun minnkar sem og los­ un óæskilegra efna. Auk betri nýt­ ingu hráefna svo sem vatns, orku og annarra efna. Minni mengun - Meiri nýtni Grænum iðngarði er ætlað að minnka losun mengunar og gróðurhúsaloft­ tegunda, um leið og úrgangur lág­ markast sakir aukinnar hringrásar. Það þýðir betri stýringu umhverfis, félagslegra og fjárhagslegrar áhættu. Aukin heldur ætti þetta að opna á aðra markaði, og möguleika fjölgun vörutegunda og þjónustu sem laðar að nýja viðskiptavini. Við grænan iðngarð byggðan á hringrásarhugsun fjölgar störf­ um með aukinni áherslu á heilsu og öryggi starfsfólks. Til lengri tíma bætir það ímynd með jákvæðri umfjöllun. Öflugir starfskraftar laðast að og nýir fjár­ festar. Þá dregur úr rekstrar­ og ímyndar­ og orðsporsáhættu. Þessi vegferð er einnig líkleg til að auka aðgengi að styrkjum og grænni fjár­ mögnun. Eftir standa samkeppnis hæfari fyrirtæki og styrkara samfé­ lag. Viljayfirlýsingin er mikilvæg fyrir framtíðaruppbyggingu athafnalífs á Grundartanga. Hún veit á gott fyrir íbúa nærliggjandi sveitarfélaga sem og framtíðarkynslóðir. Björgvin Helgason. Höf. er oddviti Hvalfjarðarsveit- ar og varaformaður Þróunarfélags Grundartanga. Ólafur Adolfsson. Höf. er formaður Þróunarfélags Grundartanga og bæjarfulltrúi á Akranesi. Grænn iðngarður rís á Grundartanga Sigrún Helgadóttir framkvæmdastjóri Norðuráls staðfestir vilja til þátttöku í uppbyggingu á grænum iðngarði. Stjórn Þróunarfélag Grundartanga. Frá hægri: Ólafur Adolfsson stjórnarformaður Þróunarfélagsins, Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna, Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akra- neskaupstaðar, Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra verndari verkefnisins, Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgarbyggð- ar, Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps, Þorsteinn Gunnarsson borgarritari Reykjavíkur. Það er við hæfi að sérstakur verndari verkefnisins sé Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftlagsráðherra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.