Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Verkís á Vesturlandi / sími 422 8000 / verkis.is ÞEKKING Í VERKI Í 90 ÁR Traustir innviðir, byggðir upp í sátt við umhverfi og náttúru, einfalda okkar daglegu athafnir og gera líf okkar betra. Að baki uppbyggingunni liggur dýrmæt sérþekking, stöðugt mat og ómæld vinna færustu sérfræðinga. Saga okkar er samofin uppbyggingu íslensks samfélags undanfarin 90 ár. VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG Tvö störf flokkstjóra við þjónustustöðina í Borgarnesi eru laus til umsóknar ÖRYGGI FRAMSÝNI ÞJÓNUSTA FAGMENNSKA Helstu verkefni og ábyrgð • Almenn dagleg þjónusta á vegakerfinu á starfssvæði Vegagerðarinnar í Borgarnesi • Viðhald á t.d. vegstikum, umferðamerkjum og öðrum vegbúnaði, ýmis vinna í starfsstöð • Annað starfið krefst mikillar fjarveru frá heimili á sumrin þar sem unnið er á málningarbíl Vegagerðarinnar sem sér um vegmerkingar út um allt land Hæfniskröfur • Almennt grunnnám • Almenn ökuréttindi og meirapróf • Vinnuvélaréttindi • Reynsla af ámóta störfum æskileg • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp • Góð kunnátta í íslensku • Góð öryggisvitund • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Efling stéttarfélag hafa gert Umsókn skal fylgja ferilsskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og færni viðkomandi til að gegna starfinu. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 23.05.2022. Nánari upplýsingar veitir Pétur Björnsson Guðmundsson - petur.bjornsson. gudmundsson@vegagerdin.is - 860-5630 Kristinn Gunnar K. Lyngmo - kristinn.g.k.lyngmo@ vegagerdin.is – 5221000 Sótt er um starf gegnum heimasíðu Vegagerðarinnar https://www.vegagerdin.is/um- vegagerdina/laus-storf/ Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni eru hvattir til að sækja um. SK ES SU H O R N 2 02 2 FLOKKSTJÓRI BORGARNESI Matvælastofnun fær mikið af fyrir­ spurnum um hvort fólki stafi smit­ hætta af tínslu og neyslu eggja villtra fugla vegna fuglaflensu. Stofnunin vill því koma nokkrum upplýsingum á framfæri. Með­ al annars þeim að afbrigðið af fuglaflensuveirunni sem nú er mest um í Evrópu og hefur greinst hér á landi, veldur almennt ekki sýk­ ingum í fólki. Einstaka smit hefur greinst erlendis en þá hjá einstak­ lingum sem hafa verið í miklu návígi við sjúka fugla, án þess að gæta sóttvarna. Líkurnar á smiti frá fuglum í fólk eru því mjög litlar en þó er aldrei alveg hægt að útiloka það. „Rétt er að gæta almenns persónulegs hreinlætis við eggja­ tínslu, sem m.a. felur í sér góðan handþvott eftir tínsluna. Ef veik­ inda eða óeðlilega mikils fjölda dauðra fugla verður vart, er lagt til að láta af eggjatínslunni í þeim hópi og tilkynna um málið til Mat­ vælastofnunar. Engin dæmi eru um að fólk smitist af fuglaflensu við neyslu matvæla, aðeins við mikið návígi við sjúka fugla. Fólk þarf þó ætíð að líta svo á að hrá egg geti verið menguð af sjúkdómsvaldandi örverum. Ávallt ber því að með­ höndla hrá egg m.t.t. þessa og gæta fyllsta hreinlætis við matreiðslu, koma í veg fyrir krosssmit í mat­ væli sem eru tilbúin til neyslu og huga að því að eggin séu nægilega vel elduð/hituð.“ mm/ Ljósm. Matarauður Íslands. Leiðbeiningar um eggjatínslu frá villtum fuglum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.