Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 18.05.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 20228 Fór holu í höggi AKRANES: Golfsumarið fer vel af stað hjá Sveinbirni Brandssyni, félagsmanni í golfklúbbnum Leyni. Hann gerði sér lítið fyrir síðast­ liðinn laugardag og fór holu í höggi þegar hann sló draumahöggið á þriðju braut með áttu járni af gulum teig á Garðavelli. -vaks Nýr styrktar- samningur AKRANES: Síðasta mánu­ dag undirrituðu Rakel Óskars dóttir fyrir hönd Golfklúbbsins Leynis og Hannes Marinó Ellertsson fyrir hönd Landsbankans undir nýjan styrktarsamn­ ing. Landsbankinn hefur um árabil verið einn af öfl­ ugustu styrktaraðilum Golf­ klúbbsins Leynis og tekið virkan þátt í mótahaldi sem og stutt vel við uppbyggingu á barna­ og unglingastarfi í klúbbnum. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 7. – 13. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 14 bátar. Heildarlöndun: 14.075 kg. Mestur afli: Mar­AK: 3.477 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 45 bátar. Heildarlöndun: 104.606 kg Mestur afli: Bárður SH: 38.401 kg í sex róðrum. Grundarfjörður: 26 bátar. Heildarlöndun: 799.212 kg. Mestur afli: Málmey SK: 209.850 kg í einum róðri. Ólafsvík: 47 bátar. Heildarlöndun: 244.301 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna­ son SH: 33.227 kg í tveimur löndunum. Rif: 44 bátar. Heildarlöndun: 540.875 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 83.406 kg í einum róðri. Stykkishólmur: 13 bátar. Heildarlöndun: 19.422 kg. Mestur afli: Signý HU: 7.383 kg í þremur löndun­ um. 1. Málmey SK – GRU: 209.850 kg. 10. maí. 2. Drangey SK – GRU: 147.802 kg. 9. maí. 3. Jökull ÞH – GRU: 105.017 kg. 10. maí. 4. Tjaldur SH – RIF: 83.406 kg. 9. maí. 5. Rifsnes SH – RIF: 83.004 kg. 9. maí. -sþ Eins og greint var frá í frétt á vef Skessuhorns í síðustu viku hefur Haukur Ragnarsson veitingamaður ákveðið að hætta rekstri Baulunn­ ar í Borgarfirði um næstu mánaða­ mót. Esjuskálinn á Kjalarnesi hefur nú tilkynnt á Facebook síðu sinni að Esjuskálinn verði opnaður innan tíðar í húsnæði Baulunnar. Skeljungur keypti Bauluna í sept­ ember 2020 og lokaði staðnum í janúar 2021 í nokkra mánuði, gerði húsnæðið upp og leigði Hauki sem var með reksturinn undir nafni Baulu veitinga ehf í eitt ár. Það er Orkan dótturfélag Skeljungs sem á staðinn núna og eldsneytið er selt undir nafni Orkunnar, sem og er með rafhleðslustöðvar fyrir bíla. mm/gj Í ársbyrjun var ákveðið að rýna og endurskoða starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar. Sveitarfélagið gerði samning við fyrirtækið Strateg­ íu, sem fékk það verkefni að móta tillögur að framtíðarfyrirkomu­ lagi fyrir Safnahús Borgarfjarðar til næstu ára og nauðsynlegar aðgerð­ ir til að ná fram meginmarkmiðum. Skýrslan er nú komin út samkvæmt frétt á þjónustusíðu Borgarbyggðar. Fyrsti áfangi verkefnisins var greiningarvinna þar sem Safnhús Borgarfjarðar var greint með því að rýna fyrirliggjandi gögn, þ.e. stefnur, greiningar og skýrslur. Framkvæmd var SVÓT­greining með starfsfólki sveitarfélagsins og byggðarráði og íbúakönnun lögð fyrir á heimasíðu sveitarfélagsins, en um 380 svör bárust. Skýrsluna má lesa í heild sinni á borgarbyggd. is en í megindráttum er lagt til að breyta hlutverki Safnahúss Borgar­ fjarðar. Tillögur að aðgerðum voru meðal annars að móta sýn, áhersl­ ur og aðgerðir fyrir hvert safn, að innleiða stafræna tækni héraðs­ skjalasafns og auka eftirlit með skilaskyldum aðilum, nútímavæð­ ing bókasafnsins, endurskoðun nýt­ ingar núverandi húsnæðis Safna­ húss við Bjarnarbraut og varð­ veislurýmis og kanna grundvöll fyrir því að náttúrugripasafn verði hluti af Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Fyrsta aðgerðin, sem búið er að samþykkja í byggðarráði, er að aug­ lýsa stöðu forstöðumanns menn­ ingarmála. Byggðarráð bindir von­ ir við að þær breytingar sem gerð­ ar verða á forstöðu menningarmála með þessum hætti muni hafa jákvæð áhrif á menningarlega upplifun í sveitarfélaginu í samræmi við efni skýrslu um framtíðarfyrirkomulag Safnahúss Borgarfjarðar. vaks Ákveðið hefur verið að ríkið styðji fjárhagslega við þau sveitarfélög sem hyggjast í sumar auka við frí­ stundastarf fyrir börn og ung­ linga í viðkvæmri stöðu vegna áhrifa heimsfaraldurs. „Ljóst er að heimsfaraldur Covid­19 hef­ ur haft mikil áhrif á líf flestra barna og fjölskyldna hér á landi en ákveðnir hópar barna hafa þó orðið fyrir meiri áhrifum en aðrir. Það er mikilvægur hluti viðspyrnu eft­ ir samkomutakmarkanir að tryggja aukinn stuðning við börn í við­ kvæmri stöðu og bregðast þannig sérstaklega við aðstæðum þeirra,“ segir í tilkynningu frá Ásmundi Einari Daðasyni mennta­ og barna­ málaráðherra. Um er að ræða fram­ hald fyrri aðgerða þegar sambæri­ legur styrkur var veittur sveitarfé­ lögum sumrin 2020 og 2021. Heildarfjárhæð verkefnisins í sumar nemur 130 milljónum króna og hefur þeim peningum verið skipt milli sveitarfélaga á grund­ velli fyrirliggjandi upplýsinga frá Hagstofu Íslands um fjölda barna á aldrinum 12 til 16 ára í hverju sveitarfélagi í janúar 2022. Líkt og árin 2020 og 2021 eru sveitarfélög hvött til að horfa sér­ staklega til viðbótarverkefna sem miða að því að virkja hóp 12 til 16 ára barna með fjölbreyttum úrræðum og áhersla lögð á að ná til þeirra hópa sem hvað síst sækja hefðbundið frístundastarf. Líkur eru á að aldurshópurinn 12­16 ára sé í hvað minnstri virkni yfir sum­ artímann og í aukinni áhættu hvað varðar til dæmis áhættuhegðun og kvíða. mm Esjuskálinn opnar þar sem Baulan var Skýrsla um framtíðarfyrirkomulag Safnahúss Borgarfjarðar Safnahús Borgarfjarðar og lögreglustöðin. Ljósm. mm. Stuðningur til að auka frístundastarf barna í sumar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.