Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 20222 Margir að flýta sér VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi var á ferðinni í vikunni við umferðar- eftirlit og var að hennar sögn óvenju mikið um hraðakstur í umdæminu en alls voru 111 ökumenn teknir af lögreglunni fyrir of hraðan akstur. Þá var einn ölvunarakstur við Hval- fjarðargöng á föstudaginn, tveir ökumenn voru teknir við að fara fram úr á heilli línu um hvítasunnuhelgina og tve- ir teknir við þá iðju að tala í farsíma undir stýri. -vaks Búum fækkar LANDIÐ: Sauðfjár- og kúa- búum hér á landi hefur fækk- að umtalsvert á síðustu árum. Samkvæmt samantekt Hag- stofunnar voru 287 færri sauð- fjárbú í landinu árið 2020 en voru tólf árum áður, 2008. Fækkunin á þessum árum var minnst á Vesturlandi, eða 5%. Sauðfjárbú voru 1.429 í árs- lok 2020. Gera verður ráð fyrir að þeim fækki umtals- vert nú þegar verð á aðföng- um hefur rokið upp. Á þessum viðmiðunarárum sem skýrsl- an nær til fækkaði kúabú- um um 61 í landinu og voru 660 í árslok 2020. Mest fækk- aði sauðfjárbúum á Norð- urlandi vestra en kúabúum fækkaði mest á Suðurlandi. Í saman tekt Hagstofunn- ar voru teknar saman upplýs- ingar um rekstur og efnahag fimm greina búrekstrar, það er sauðfjárbúa, kúabúa, annarra nautgriparæktarbúa, garð- ræktar og plöntufjölgunar og loðdýraræktar. Búum í öllum greinum hafði fækkað, nema í garðyrkjunni. Í lok árs 2020 voru bú í þessum fimm grein- um 2.420 sem er 375 færri bú en var tólf árum áður. -mm Hækkun húsaleigubóta LANDIÐ: Húsaleigubætur hækkuðu um 10% frá síðustu mánaðamótum. Hækkun- in er liður í mótvægisaðgerð- um stjórnvalda til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfé- lagsins. Hækkunin var ásamt öðrum mótvægisaðgerð- um samþykkt á Alþingi með breytingu á ýmsum lögum 24. maí sl. Grunnfjárhæðir hús- næðisbóta hækkuðu um 10% frá 1. júní. Þá hækka frítekju- mörk húsnæðisbóta um 3% afturvirkt frá 1. janúar 2022, til samræmis við hækkun bóta almannatrygginga. -mm Sjómannadagurinn er á sunnu- daginn og var hann fyrst haldinn hátíðlegur hérlendis á Ísafirði og í Reykjavík 6. júní árið 1938 en árið 1987 var dagurinn lögskip- aður frídagur sjómanna. Hátíða- höld verða víða um land í tilefni dagsins þar sem sjómenn koma saman og fagna sínum degi. Á fimmtudag er gert ráð fyrir vaxandi austlægri átt, 5-13 m/s seinnipartinn, en 13-18 syðst á landinu. Skýjað en úrkomulítið, hiti 7 til 16 stig. Á föstudag má búast við norðaustan og austan 5-13, en allhvössum vindi á Suð- austurlandi fram eftir degi. Þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi, rigning suðaustan til og dálítil væta um tíma í öðrum lands- hlutum. Hiti 8 til 17 stig, hlýj- ast vestan lands. Á laugardag er útlit fyrir norðlæga átt 5-10 m/s. Dálítil rigning austan til, annars þurrt að kalla en víða líkur á síð- degisskúrum. Hiti 7 til 17 stig, mildast sunnanlands. Á sunnu- dag eru líkur á norðan- og norð- vestanátt, skýjað og lítilsháttar rigning á Norður- og Austurlandi en bjart með köflum sunnan- lands. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnan heiða. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hver er uppá- halds ávöxturinn þinn?“ Fjórð- ungur sagði banani. 19% sögðu jarðarber, 15% sögðu bláber, 10% sögðu vínber, 8% sögðu appelsína, 7% sögðu melóna, 7% sögðu epli, 6% svöruðu ann- ar ávöxtur og aðeins 2% höfðu kiwi í uppáhaldi. Í næstu viku er spurt: Hver er uppáhalds gosdrykkurinn þinn? Sjómannadagurinn er næst- komandi sunnudag og af því til- efni er vel við hæfi að allir sjó- menn í landshlutanum séu Vest- lendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Guðmundur Runólfsson hf. Sólvöllum 2 – Grundarfjörður- Sími 430 3500 S ke ss uh or n 20 13 Sláttur hófst á Vesturlandi síðast- liðinn laugardag. Á Jörva í Kol- beinsstaðarhreppi hófst sláttur á laugardaginn og sömuleiðis á a.m.k. tveimur bæjum í Hvalfjarðarsveit. Um hádegisbil sló Sigurður Þór Runólfsson bóndi á Eystra-Miðfelli fyrstu túnin. Í samtali við Skessu- horn segir Sigurður sprettu vel yfir meðallagi síðustu ára. Um kvöldið hófu svo bændur í Belgsholti slátt og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er þokkalegasta spretta þar einnig. Víðar á Vesturlandi er vel sprottið á friðuðum túnum miðað við árstíma og því má búast við að fleiri bændur fari að huga að fyrsta slætti. mm Sláttur hófst á Vesturlandi á laugardaginn Fyrsta sléttan var slegin í Belgs- holti að kvöldi laugardags. Ljósm. höh. Spretta er vel yfir meðallagi á Eystra-Miðfelli. Ljósm. sþr. Meirihluti sveitarstjórnar í Borgar- byggð hefur ákveðið að ráða Stefán Brodda Guðjónsson í starf sveitar- Stefán Broddi Guðjónsson tekur senn við starfi sveitarstjóra í Borgarbyggð. Stefán Broddi Guðjónsson ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar stjóra í Borgarbyggð og er áætlað að hann taki til starfa 1. júlí næst- komandi. Ráðningarsamningur tek- ur formlega gildi þegar hann hef- ur verið staðfestur á fundi sveitar- stjórnar. Stefán Broddi, sem er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, hefur síðast- liðin tíu ár starfað hjá Arion banka, lengstum við greiningu á efnahags- lífi, fjármálamörkuðum, fyrirtækj- um og sveitarfélögum. Frá 2015 hefur hann stýrt greiningardeild bankans. Stefán Broddi er uppalinn í Borgarnesi, sonur Guðjóns Ingva Stefánssonar og Guðrúnar Brodda- dóttur. Þar bjó hann fram á þrítugs- aldurinn. „Það reyndist mér afar gott veganesti út í lífið að alast upp í Borgarnesi. Ég er sveitarstjórn og íbúum afar þakklátur fyrir tækifær- ið og mun leggja mig allan fram um að standa mig. Tækifærin í Borgar- byggð eru óþrjótandi,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi hefur í rúma tvo áratugi starfað sem sérfræðingur og stjórnandi á íslenskum fjármála- markaði en starfaði þar á undan m.a. við blaðamennsku og útvarp, ásamt því að hafa starfað á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Eiginkona hans er Þuríður Anna Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Landspítalanum, og eiga þau þrjá syni. mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.