Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 4

Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Einnig skráðu efni í blaðið Kolbeinn Óttarsson Proppé og Sigþór Eiríksson Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hafnirnar eru lífæðin Þótt ég sé í grunninn sveitastrákur finnst mér alltaf jafn spennandi að skoða hafnir. Hvarvetna á ferð minni um landið reyni ég á koma því við að taka bryggjurúnt. Skoða bátana stóra sem smáa og átta mig á eðli þeirrar útgerð- ar sem rekin er á þessum stöðum. Hafnirnar eru vissulega lífæð þeirra byggða sem byggja afkomu sína á útgerð. En svo eru einnig hafnir sem þjóna öðrum atvinnugreinum og eru nauðsynlegar í öllum inn- og útflutningi, hvort sem það er á hráefni, vörum eða fólki. Nefna má Grundartangahöfn þar sem ekki nokk- ur fiskibátur leggur leið sína, heldur flutningaskip af sverari gerðinni. Þangað kemur að jafnaði eitt flutningaskip á dag allt árið og þar er iðandi líf, en kannski heldur stórskornara fyrir augað en smærri fiskiskipahafnir. Eðli hafna er því mis- munandi; höfnin á Reykhólum er fyrst og fremst að þjóna Þörungaverksmiðj- unni og saltvinnslu, hafnirnar á Hjalteyri og Húsavík eru hvalaskoðunarhafnir og höfnin í Stykkishólmi er blanda af ferju- fiskiskipa- og skemmtiferðahöfn. Mér segja heimildir að innan Hafnasambands Íslands séu 70 skráðar hafnir. Eru þær hver og ein skilgreindar eftir hlutverkum sínum sem fiskihöfn, stór- skipahöfn, skipahöfn, bátahöfn, smábátahöfn, farmhöfn, ferjuhöfn, iðnað- arhöfn, skemmtibátahöfn og svo framvegis. Langflestar hafnir hér við land eru þó enn fiskihafnir að hluta eða öllu leyti. Sumar þeirra taka að auki við fjöl- breyttara hlutverki samhliða breyttum atvinnuháttum. Þannig er Grundar- fjarðarhöfn jöfnum höndum fiskihöfn útgerða á staðnum og útgerða annars- staðar sem kjósa að landa þar og aka með aflann, en einnig er þar vaxandi mót- tökuhöfn fyrir skemmtiferðaskip allt sumarið. Þannig er hún sístækkandi lífæð byggðarinnar til útgerðar og fiskvinnslu, en að auki koma um hana þúsundir ferðamanna. Hafnir eru dýr mannvirki en mikilvæg. Nýting þeirra ræðst þó talsvert af vilja samfélaganna til að efla þær og hlúa að starfseminni sem þar er eða ætti að vera. Því kom það mér skemmtilega á óvart að sjá ofarlega í nýjum sáttmála meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, þar sem segir: „Stækka og bæta Akraneshöfn sem lífæð í atvinnulífi bæjarins.“ Auðvitað, ég segi ekki annað, kominn tími til! Eftir að meginhluti þess kvóta sem þar átti lögheim- ili flutti annað upp úr aldamótunum, hefur sífellt minna verið að gerast á þeim hluta hafnarsvæðisins sem rúmar stærstu skipin. Loðnuvertíð í vetur var þó kærkomin tilbreyting og ekki fjargviðrast ég yfir peningalyktinni sem lagði um bæinn. En þarna þarf átaks við og mér finnst gleðilegt að bæjarstjórn setji þetta á oddinn. Í síðustu viku var stórskipahöfnin einfaldlega skipslaus, en fjöldi skemmtibáta í þar til gerðum stæðum, nokkrir sem gera þaðan út til strand- veiða og örfáir hafa yfir kvóta að ráða. Á öðrum höfnum er talsvert meira líf. Myndina á forsíðu þessa blaðs tók ég á Arnarstapa síðastliðinn laugardag. Þar var á fjórða tug strandveiðibáta rað- að saman við þröngar aðstæður, en skipulega þannig að allir gætu sótt sjóinn á sama tíma. Þar eiga menn að vera mættir í báta sína klukkan sex að morgni, ekki síðar. Vissulega var akkúrat þennan laugardag ekki mikið lífsmark í þessari fal- legustu höfn landins, reyndar var verið að gera við vél í einum báti. Ferðamenn voru þess fleiri og dáðust að því sem fyrir augu bar. Á höfnunum á norðanverðu Snæfellsnesi var sömuleiðis greinilegt að nóg er um að vera, fiskibátar stórir sem smáir lágu við kæja. Ég einfaldlega elska að virða þetta fyrir mér. Sjá fallega og vel við haldna báta tilbúna fyrir að verða settir í gang og siglt á miðin, matar- kistuna Breiðafjörð. Þá get ég vel viðurkennt að mér finnst það skemmtilegasta við starf mitt að undirbúa útgáfu á litlu sjómannablaði. Blaði sem heiðrar störf þeirra stunda sjóinn, færa björg í bú og eiga drýgstan þátt allra í að gera okk- ar strjálbýla en góða land eitt það auðugasta sem til er. Fjölbreytt atvinnulíf er nauðsynlegt, en að sama skapi er alltaf jafn mikilvægt að hlúa sem best að grunn atvinnugreinum okkar. Þar er sjávarútvegur í öndvegi. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með hátíðisdaginn um næstu helgi. Magnús Magnússon Nýkjörin sveitarstjórn Dalabyggð- ar kom saman til síns fyrsta fund- ar á fimmtudaginn. Þar fór fram kjör í nefndir og ráð. Eyjólfur Ingvi Bjarnason var kosinn odd- viti til eins árs og varaoddviti verð- ur Ingibjörg Þóranna Steinudótt- ir. Aðalmenn í byggðarráði verða Skúli Hreinn Guðbjörnsson (for- maður), Einar Jón Geirsson og Guðlaug Kristinsdóttir. Varamenn í byggðarráð verða Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Garðar Freyr Vil- hjálmsson og Ingibjörg Þóranna Steinudóttir. Á fundinum var rætt um ráðn- ingu nýs sveitarstjóra. Aflað hafði verið tilboða frá þremur ráðn- ingarstofum vegna aðstoðar við ráðninguna og verður samið við Hagvang. Ráðningasamningur við Kristján Sturluson fráfarandi sveitar stjóra rennur út 14. júní nk. Var samþykkt að semja við hann um að gegna starfi sveitarstjóra þar til ráðning eftirmanns hans liggur fyrir. mm/ Ljósm. sm. Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi hefur nú afhent Pétursborg, hús- eign sína í Brákarey, nýjum eigend- um, þeim Sigrúnu Hrönn Hauks- dóttur og Leifi Erni Svavarssyni. Var meðfylgjandi ljósmynd tek- in við það tækifæri. Frá vinstri eru Leifur Örn og Sigrún Hrönn ásamt fulltrúum stjórnar Brákar, þeim Einari G.G. Pálssyni, Jakobi Guðmundssyni og Elínu Matthildi Kristinsdóttur formanni. Pétursborg var svo nefnd eft- ir Pétri Albertssyni (1929-1990) á Kárastöðum við Borgarnes sem var ötull björgunarsveitarmaður á sinni tíð. Björgunarsveitin eignaðist hús- ið árið 1993 og hefur haft starf- semi sína þar þangað til hún flutti fyrir stuttu ofar í bæinn, í nýtt og glæsilegt hús á Fitjunum við gatna- mót Snæfellsnessvegar, í slakkanum neðan við mjólkursamlagshúsið. gj Sjö starfsmönnum Skagans- -3X á Akranesi og í Reykjavík var sagt upp störfum undir lok síð- asta mánaðar og að auki níu starfsmönnum fyrirtækisins á Ísa- firði. Framvegis verða öll verkefni seld og afhent til viðskiptavina frá Akranesi en ekki á báðum stöðum; Ísafirði og Akranesi, eins og verið hefur fram að þessu. Einnig verða innkaup og vöruhús á einum stað í framtíðinni í stað tveggja áður. Á Ísafirði verða framleiddir íhlutir og smærri vélar í vörulausnir sam- stæðunnar. Þá hefur sú stefna ver- ið mörkuð að auka áherslu á vöru- þróun fyrirtækjanna og þjónustu á Ísafirði. Starfsmannahópurinn tek- ur því breytingum í ljósi þess, segir í tilkynningu. Að sögn Guðjóns M Ólafsson- ar forstjóra Skagans-3X hafa ytri aðstæður á mörkuðum verið fyrir- tækjum undir hatti Skagans-3X mjög erfiðar undanfarin tvö ár. „Afleiðingar Covid þekkja allir en stríðsátökin í Austur-Evrópu hafa m.a. leitt til hækkandi hráefnis- verðs, hækkunar verðs á íhlutum og ekki síst hefur þrengt mjög að mörkuðum. Þessar erfiðu aðstæður eru ástæðan fyrir þeim skipulags- breytingum sem við ráðumst nú í,“ segir Guðjón. „Markmiðið með þessum skipulagsbreytingum er að bæta samkeppnishæfni fyrir- tækisins, ná skýrara vöruframboði og einfaldari rekstri. Við ætlum að gera rekstur fyrirtækisins betur í stakk búið til að takast á við sín verkefni í því erfiða ástandi sem nú ríkir á mörkuðum. Við erum að velta við hverjum steini í rekstrin- um og þessar skipulagsbreytingar eru hluti af því ferli,“ segir Guðjón M Ólafsson. mm Uppsagnir hjá Skaganum 3X Athafnasvæði Skagans-3X á Akranesi. Auglýst eftir nýjum sveitarstjóra í Dalabyggð Pétursborg afhent nýjum eigendum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.