Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 10

Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202210 Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar að meðaltali um 19,9% frá yfirstandandi ári og verður í heild 12.627 milljarðar króna, sam- kvæmt nýju fasteignamati Þjóð- skrár Íslands fyrir árið 2023. Er þetta mesta hækkun fasteignamats frá hruni. Hægt er að sjá fyrirhug- að mat á www.skra.is frá og með 1. júní ár hvert og það tekur svo gildi 31. desember. Að óbreyttu kemur þetta mjög við pyngju húseigenda, bæði einstaklinga og fyrirtækja. Sveitarfélög hafa hins vegar þann möguleika að bregðast við hækkun inni með lækkun álagning- arprósentu fasteignaskatts á móti og hafa nokkur sveitarfélög þegar tilkynnt að sú leið verði farin, ekki liggur hins vegar fyrir hversu mik- il lækkunin verður í þeim tilvikum. Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði þessa árs. Vesturland Ef fasteignamat á sérbýli á Vestur- landi er skoðað sést að langmesta hækkunin hefur orðið í Grundar- firði en minnst í Helgafellssveit (ekki sameinað sveitarfélag með Stykkishólmi á viðmiðunartím- anum). Fasteignagjöld miðast við mat á febrúarverðlagi ári áður en gjöldin eru lögð á, en hafa ber í huga að í sumum sveitarfélög- um liggur ekki mikill fjöldi seldra eigna til grundvallar matinu. Hækkunin mælist svo í landshlut- anum: Akraneskaupstaður 19,7% Borgarbyggð 17,0% Dalabyggð 16,0% Eyja- og Miklaholtshreppur 9,5% Grundarfjarðarbær 29% Helgafellssveit 8,9% Hvalfjarðarsveit 22,2% Skorradalshreppur 14,6% Snæfellsbær 24,7% Stykkishólmur 21,2% Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyr- ir álagningu opinberra gjalda en matið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Fasteignamat hef- ur einnig verið notað sem viðmið í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæm- is er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar. Enn frem- ur miða sumar lánastofnanir veð- hæfni fasteigna við ákveðið hlut- fall af fasteignamati. Á vef Þjóð- skrár kemur fram að mikilvægt sé að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar. gj Svandís Svavarsdóttir matvælaráð- herra hefur ákveðið að skipa þriggja manna svokallaðan spretthóp sem skila á ráðherra tillögum og val- kostagreiningu vegna alvarlegr- ar stöðu í matvælaframleiðslu hér á landi. Nefnir hún hópinn sprett- hóp þar sem hann skal skila af sér niðurstöðu í síðasta lagi 13. júní og verður hún kynnt fyrir ríkis stjórn daginn eftir. Verð á helstu aðföng- um hefur hækkað gríðarlega í kjöl- far innrásar Rússa í Úkraínu og litl- ar líkur eru á að þær hækkanir gangi til baka á næstu mánuðum eða jafn- vel misserum. Þessi þróun mun, að öllu óbreyttu, kippa stoðum undan rekstri bænda m.a. flestra sauðfjár- og nautgripabúa. Þannig kunni framboð á innlendri vöru að drag- ast verulega saman næstu misseri með tilheyrandi áhrifum á fæðuör- yggi. „Það liggur fyrir að áhrif inn- rásarinnar í Úkraínu verða langvinn og því ljóst að taka verður stöðuna alvarlega. Formaður hóps- ins verður Steingrímur J. Sigfús- son, fyrrverandi ráðherra, en auk hans sitja í hópnum Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Saga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efna- hagsráðuneytinu. Matvælaráðu- neytið verður hópnum til aðstoð- ar. Hópurinn skal greina einstaka valkosti í stöðunni. Huga þarf sér- staklega að fæðuöryggi, verðlagi og hagsmunum neytenda og bænda í þessu samhengi,“ segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. mm Úrbeining í Sláturhúsi Vesturlands. Ljósm. úr safni/mm. Spretthópur fjallar um vanda kjötframleiðenda Mikil hækkun fasteignamats milli ára Frá Borgarnesi. Ljósm. gj Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi hefur samþykkt að taka tilboði EFLU verkfræðistofu í verkefnastjórn vegna byggingar íþróttamannvirkja í Borgarnesi. Sama gildir um byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Borgar fjarðar á Kleppjárnsreykj- um, en nefndin hefur ákveðið að ráða Eflu í verkefnastjórn við stækkun skólahússins þar. Hvort tveggja eru umfangsmikil og kostn- aðarsöm verkefni sem Borgarbyggð hyggst ráðast í á næstunni og hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Í báðum tilvikum er um að ræða verkefnastjórn vegna undirbúnings og hönnunar og mun verkefnastjór- inn sjá um að gera verkið klárt í útboð til lokahönnunar í samstarfi við viðkomandi byggingarnefnd. Þegar tilboð í lokahönnun koma lýkur hlutverki verkefnisstjóra og byggingarnefnda sömuleiðis. Þá mun taka við nýr fasi sem snýr beint að framkvæmdum og sveitar- stjórn mun taka ákvörðun um með hvaða hætti því verður fram haldið. gj/ Ljósm. mm. Þegar villtur fugl finnst dauð- ur, skal hafa samband við Mat- vælastofnun, nema ef augljóst er að fuglinn hafi drepist af slysför- um. „Best er að tilkynna um dauð- an fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fugl- inum,“ segir í tilkynningu. Hræ skal látið liggja nema ef það er þannig staðsett að nauðsynlegt sé að fjarlægja það. Ef það er gert skal hræið sett í plastpoka, án þess að það sé snert með berum hönd- um, lokað fyrir pokann og hann síðan settur í almennt rusl. Ef við- komandi sveitarfélag býður upp á förgunarleið fyrir lífrænan úrgang má setja hræið í niðurbrjótanleg- um poka í söfnunarílát fyrir slíkan úrgang. Meðfylgjandi myndir sýna tvo dauða fugla sem rak í Höfðavík á Akranesi á mánudaginn; súlu og æðarfugl. mm/ Ljósm. gó. Hluti húss Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Efla annast verkefnastjórn fyrir Borgarbyggð Íþróttamannvirkin í Borgarnesi, en þar stendur til að byggja nýtt íþróttahús. Fugladauði enn í gangi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.