Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Page 22

Skessuhorn - 08.06.2022, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202222 Stykkishólmsbær og Helgafellssveit senda sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni sjómannadagsins Hilmar Björnsson var nýkom- inn frá borði í byrjun maímánað- ar þegar blaðamaður Skessuhorns hitti á hann við Ólafsvíkurhöfn til að spjalla um sjómennskuna. „Vertíðin hefur verið góð. Það var reyndar hrikalegt veður í janúar og febrúar. Við náðum til dæmis ekki nema 18 róðrum í febrúar, allt hitt voru bræludagar,“ segir Hilmar um vertíðina en hann rær á Kristni SH sem er balalínubátur og hefur ver- ið þar síðan í ársbyrjun. „Ég byrj- aði í janúar á þessu ári og tek fimm mánuði sem eru að fara klárast núna í maí,“ bætir hann við. Frétti af plássi „Ég er búinn að vera sirka eitt og hálft ár á sjó allt í allt,“ segir Hilm- ar um ferilinn á sjónum sem er ekki langur enda engin furða þar sem Hilmar er einungis 22 ára gamall. „Afi minn var alla tíð á sjó alveg frá því hann var gutti. Hann sigldi frá Sauðárkróki svo líklega koma sjóara genin mín þaðan. Ég flyt svo til Ólafsvíkur 2013 og hef verið hér að mestu síðan,“ bætir Hilmar við en hann fór ekki á sjó fyrst fyrr en fyrir hálfu öðru ári síðan, þá á Örv- ar SH 77. Þar áður hafði Hilmar unnið nokkra mánuði í Hraðfrysti- húsi Hellissands við fiskvinnslu. „Á þeim tíma var ég á samningi hjá Víkingi Ólafsvík í fótbolta og hafði hugað að því að prófa sjómennsk- una en hafði ekki tíma vegna bolt- ans. Svo þegar ég hætti í boltan- um hafði ég samband við Ragn- ar skipstjóra og hann ákvað að gefa mér séns. Ég tók eina vertíð þar og ætlaði síðan bara að hætta á sjó. Þá prófaði ég að flytja suður til Reykjavíkur eftir að ég hætti á sjó fyrir síðasta sumar. Þar var ég að Fer úr sjómennsku í húsgagnasmíði -Rætt við ungan sjómann frá Ólafsvík Sjóarinn Hilmar Björnsson. Kristinn SH við Ólafsvíkurhöfn 2. maí síðastliðinn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.