Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Page 25

Skessuhorn - 08.06.2022, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 25 VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn Sjómenn, til hamingju! S jómannadagur inn 2022 VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna www.vm.is Erling Þór og Smári Guðnason voru lengi í hópi þeirra sem stóðu vaktina fyrir Faxaflóahafnir. hann að sér ævintýralegt verkefni á Miðjarðarhafi í júní 1993 ásamt tveimur félögum sínum og úr varð reifarakennd atburðarás. „Þannig var að ég kynntist Phil- ippe Lampaert, ungum frönskum manni, þegar ég réði hann til mín á vetrarvertíð þegar ég var með Gróttuna árið 1982. Það er dálítið skemmtileg saga í kring um það. Philippe hafði komið til Íslands árinu áður til þess að heimsækja franskan vin sinn sem var vinnu- maður á Ferstiklu á Hvalfjarðar- strönd. Eins og ungra manna er siður fóru þeir félagar eitt sinn á dansleik á Hótelinu á Akranesi. Á dansleiknum kom einn af gestunum þetta kvöld að máli við Philippe og sagði honum að í húsinu væri stadd- ur knattspyrnumaður frá Akranesi sem léki sem atvinnumaður í Frakk- landi. Sá var Kalli Þórðar sem lék með franska liðinu Laval á þeim tíma. Með þeim tókust ágæt kynni og meira að segja hafði Philppe, sem hafði starfað sem fasteigna- sali, selt félaginu íbúð sem Kalli bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Oft lít- ill heimurinn. En Phillippe átti sér draum um að komast til Íslands og fara til sjós. Í gegnum þessi kynni var leitast eftir því að hann kæmi til mín, sem úr varð. Síðan hefur ver- ið mjög góður vinskapur á milli mín og Philippe og hans fjölskyldu og ættmenna og hef ég margoft heim- sótt hann til Frakkland og hann komið til Íslands, en hann er bóndi í Normandie. Mál þróuðust þannig að frændi hans hafði selt bílaferju til Kýp- ur. Kaupendur ferjunnar stóðu ekki við að greiða af henni og það var ekkert annað að gera en sækja hana aftur. Hann viðraði það við mig hvort ég væri tilbúinn að sigla henni frá Kýpur til Brindisi á Ítal- íu. Þetta átti að vera mjög einfalt dæmi. Áttum bara að fara um borð og sigla af stað, en sú varð nú ekki alveg raunin. Það var í júní 1993, sem ég og þeir Valintínus Óla- son og Guðjón Valgeirsson fórum utan til verkefnisins og ferjan var í Famagusta í tyrkneska hluta Kýpur þar sem tyrkneski herinn réði ríkj- um. En þegar við komum á stað- inn varð þetta hálfgert laumuspil og við læddumst um borð og sigld- um af stað reyndar á sjálfan sjó- mannadaginn á Íslandi. Við stálum ferjunni í þeim skilningi! Þetta var gert með vitneskju yfirmanns set- uliðs Tyrkja. En ég óttaðist að við hefðum getað lent í vandræðum ef sést hefði til okkar. Ferðin gekk vel til að byrja með en svo kom í ljós að engin siglingatæki voru virk og eina sem við höfðum var kompás. Einnig voru takmarkaðar birgðir af olíu og mat. Siglingin átti að taka nokkra daga en tók tvær vikur. Upphaflega stóð til að sigla henni til Brindisi á Ítal- íu en að lokum var ákveðið að sigla henni alla leið til Toulon í Frakk- landi, sem lengdi ferðina sem því nam. Á leiðinni lögðumst við að til þess að taka olíu og vistir í Messina á Sikiley og í Bonifacio á Korsíku á leiðinni til Frakklands.“ Soðin hrísgrjón með sykri „Við vorum matarlitlir stóran hluta ferðarinnar og alveg matarlaus- ir áður en við komum til Messina. Við keyptum fisk af grískum fiski- mönnum á Kýpur og varð fiskurinn fljótur að klárast. En við tókum vel til matar okkar þegar við komum til Messina á veitingastað sem við fundum. En síðasta spölinn var það eina sem eftir var hrísgrjón og syk- ur. Þannig að síðustu máltíðirnar voru soðin hrísgrjón með sykri!“ Nú er Erling að mestu hættur að vinna, en hann tekur að sér sérver- kefni hjá Faxaflóahöfnum fram á haustið. Hann segist ekkert kvíða eftirlaunaárunum, hlakki frekar til, því hann á ýmis áhugamál auk þess að snúast í kringum barnabörnin. Hans aðaláhugmál er stangveiði. „Ég hef alltaf verið veiðimað- ur í mér og hef mjög gaman af stangveiðinni og félagsskap sem henni tengist. Svo eru auðvitað íþróttirnar og þar er það helst fót- boltinn. Þar eru ÍA og West Ham United í mestu uppáhaldi. Ég hef farið á fjölmarga leiki með West Ham í gegnum tíðina og er ekk- ert hættur því. Nú er nægur tími til að gera svo margt,“ segir Erling að endingu. se Tveir góðir. Erling Þór með kokkinum Jónasi Hallgrímssyni með sunnudagsrjóma- tertuna um borð í Sigurfara AK. Stuðningsmaður West Ham United.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.