Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 27

Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 27 fínt tvískipt kerfi. Þá ertu 20 daga á sjó og tíu í landi. Það heldur, Guð- mundur tók ekki annað í mál. Það er skiptidagur í dag og þá átt þú að vera í landi klukkan 8 um morgun- inn. Það þýddi ekkert fyrir kaftein- inn að reyna að breyta því eitthvað. Það var gert ráð fyrir því að það færi dagurinn í að ferðast jafnvel, þegar í land var komið. Mér fannst gott að vera hjá Guðmundi upp á þetta. Reglurnar voru settar til að fara eftir þeim, alveg sama hvort það var brúin eða við. Það fannst mér gott. Ég var líka á grálúðu á Önnunni ´18 og ´19. Mér fannst það ágætt. Þá stóðum við átta og átta, eini bát- urinn reyndar sem var með vakta- kerfi. Við vorum 18 um borð og sjö á dekki. Það var fínt. Ef það var mikið fiskerí var hægt á þannig að menn hefðu undan, ekkert verið að ræsa út frívaktir eða neitt. Þetta vannst fínt. Menn sáu það fljótt að þetta voru ekkert það miklir toppar. Það kom stöku sinnum fyrir að það var allt fullt og þá voru bara vakta- skipti.“ Vond þróun Stærstu breytinguna og þá verstu, segir Björn þó vera samruna veiða og vinnslu. „Á þessum tíma sem ég hef verið á sjó finnst mér mesta breytingin vera þegar útgerð og vinnsla fóru í eitt. Þegar maður var að byrja, þá var yfirleitt kallinn í brúnni eigandi. Hann var einn af útgerðarmönnunum. Í beinu fram- haldi af því þá fóru hans hagsmun- ir saman við okkar, að fá sem besta verðið. Nú eru kallarnir í brúnni bara þrælar og verða að gera eins og útgerðin segir, annars mega þeir bara passa upp á djobbið sitt. Það finnst mér vond þróun.“ Aftur á skak Megnið af sjómennsku Björns var á stóru bátunum. Hann hef- ur þó aldrei komið um borð í togara, vildi vera á línu og netum. Hann er nýhættur á línu, segir að skrokkurinn hafi ekki þolað þetta lengur. „Þetta hefur breyst svo mikið, afköstin eru svo miklu meiri orðin. Þetta er bara endalaus keyrsla og alltaf verið að ýta meira og meira á keyrsluna. Launin eru náttúrulega á móti fín í þessu, en þetta reyn- ir á skrokkinn. Bátarnir stækka og brælunum fækkar. Brælur eru bara varla til lengur og það er endalaust veitt. Ég fann það þegar ég var að hætta að ég hef ekki orku í þetta lengur. Þetta er allt of mikið djöf- ulsins streð. Þetta er allt í lagi ef það er normal fiskerí. En að fylla bátinn á tveimur, þremur dögum, það er ekki hægt.“ Björn er kominn á strandveið- ar, rær á bátnum Erni frá Hólm- inum. Hann segist aldrei hafa ver- ið á strandveiðum í þeirri mynd sem hún er í dag, nú sé sótt ann- að, meira verið að sunnanverðu. „Svo er allur fiskur hirtur. Hérna áður fyrr var maður alltaf í stríði við það að vera yfir máli, en það er ekki núna,“ segir hann. Er að spá í að kaupa bát Björn segist sakna félaganna af línubátnum, en hvernig er að vera einn á báti? „Það er allt í lagi. Ég er alveg vanur því frá árum áður, hef alltaf farið á milli í þetta. Ég hef þó ekki farið á skak síðan 2000. Maður er orðinn 20 árum eldri og búinn að bæta á sig svolítið af kíló- um. Það er svaka verð á fiski núna. Ég er búinn að fiska fyrir yfir tvær milljónir í maí. Er samt að kynnast bátnum og það eru byrjunarörð- ugleikar með rúllurnar. Ég var að hugsa um að kaupa bát en svo lét ég ekki verða af því. Ég er að spá í hvort ég geri það ekki fyrir næsta sumar, því ég gæti vel hugsað mér að vera á strandveiðum áfram.“ kóp Björn að klippa í bátnum. Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is P R E N T U N .IS L Í M M I Ð A P R E N T U NUMBÚÐALAUSNIR UMBÚÐIR & PÖKKUN ERU OKKAR FAG FERSKFISKKASSAR SEM ERU 100 % ENDURVINNANLEGIR .1 00 % RECYCLAB LE .1 00% RECYCLAB LE CoolSeal kassinn er umhverfisvænn og því góður valkostur í stað frauðplastkassa Gámakassi, vélreistur með styrkingu í hornum skýr og góð prentun. Nýr flugkassi, tvöföld langhlið sem tryggir meiri styrk og betri einangrun.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.