Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 34

Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 34
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202234 eftir fimm ár á skipunum. Svo ég sótti um ársfrí og réði mig á Jarl, norskt flutningaskip sem sigldi m.a. til Grimsby, Rotterdam og Esbjerg auk ýmissa annarra hafna. Þegar árinu lauk hafði ég verið búinn að segja upp hjá Landhelgisgæslunni en lenti í því að útgerð Jarlsins fór í þrot. Þá voru góð ráð dýr og ég fór á fund starfsmannastjóra Land- helgisgæslunnar og bað um vinnu. En hann sýndi mér þá uppsagnar- bréfið óopnað, reif það og sagði: „Ég vissi alltaf að þú kæmir aft- ur, við látum sem þetta hafi aldrei komið.“ Eftir þetta hef ég verið trúr Gæslunni. Í framhaldinu mátti ég velja um skipsrúm á þremur skipum og valdi það sem fyrst var í röðinni og það var Týr. Þar var ég allar götur til ársins 1997 en þá varð ákveðinn vendipunktur.“ Strand Vikartinds og afleiðingar þess Flutningaskipið Vikartindur strandaði 5. mars 1997 skammt austan Þjórsárósa. Þar unnu liðs- menn Landhelgisgæslunnar þrek- virki þegar þeir björguðu nítján skipverjum. Voru þeir hífðir um borð í þyrluna TF-Líf. Aðstæður voru afar erfiðar á vettvangi, vindur hvass og haglél. Ægir kom til hjálpar og gerði tvær árangurslausar tilraunir til að koma dráttartaug í skipið. Í seinni tilrauninni varð hann fyrir broti með þeim afleiðingum að bátsmað- urinn féll fyrir borð og lést. Var þetta félögum hans mjög þungbært og þau sár voru langt frá því að vera gróin þegar Guðmundur var beðinn um að taka við stöðu hans um borð. „Það var einn af mínum stærstu skólum í tilverunni að koma inn í þennan hóp sem hafði gengið í gegnum þetta svo skömmu áður,“ segir Guðmundur. „Einhvern veg- inn tókst mér að setja mig í spor þeirra og ég var hlustandi þegar þurfti. Það varð eiginlega til þess að þegar fram liðu stundir fannst mér ég vera einn af þeim. Á þessum tíma var orðið áfallahjálp ekki til og þau höfðu lítinn stuðning fengið til að vinna úr þessu. Ég hafði siglt með mörgum þeirra og tók líka þess vegna talsverðan þátt í þessari lífs- reynslu með þeim eftir á. Það vildi til að ég hafði góðan stuðning kon- unnar minnar heima fyrir, það er frumskilyrði til að geta tekist á við svona.“ Það kemur stutt hlé í frá- sögnina. „Eftir þetta var ég á Ægi í 20 ár og átti þar alltaf góða starfs- félaga. Þetta var samstilltur hóp- ur þar sem ríkti traust og virðing og við leystum málin saman. Árin 2016 til 2021 var ég svo á Tý.“ Lærum að ganga upp á nýtt Í apríl 2021 tók Landhelgisgæslan tilboði í nýtt skip í stað Týs. Það var smíðað í Suður-Kóreu og hafði verið þjónustuskip fyrir olíuiðnað- inn. Þetta var varðskipið Freyja. Guðmundur segir þetta vera besta skip sem hann hafi nokkru sinni siglt á. „Það er stórt og öflugt og vel tækjum búið, um 20 metra breitt og mjög stöðugt. Það var risastórt verk efni fyrir okkur öll að læra á búnaðinn, aðlaga hann og nota. Það er búið að vera mjög skemmtilegur tími á þessu glæsi- lega skipi og gaman að hafa jafn- framt haft reynslu af öllum hinum skipunum. En þessi breiða og mikla Freyja hagar sér allt öðruvísi í sjón- um, hún er mun stöðugri en þau. Þótt Þór sé nokkuð svipaður henni er hann aðeins mjórri og nær ekki alveg þessum stöðugleika þótt hann sé mjög gott skip. Samt er mikill sláttur á Freyju þó veltitankar haldi henni stöðugri eftir föngum. Það er nokkuð flókin verkfræði í þessu en takturinn í skipinu er öðruvísi og við þurftum eiginlega að læra að ganga upp á nýtt.“ Fyrst þegar Guðmundur fór á sjó var sjóveikin alltaf nærri. Eitt sinn reyndi mjög á hann í snarvit- lausu veðri út af Reykjaneshrygg. Guðmundur var að ryksuga mat- salinn með gamalli Nilfisk ryksugu með loki sem búið var að fjarlægja. Þarna komu til sérstaklega slæm- ar aðstæður, matarlykt og mikill veltingur. „Þá var ekki annað að gera en að kasta upp ofan í toppinn á ryksugunni,“ segir hann og hlær. „En þá varð ég auðvitað að þrífa hana sjálfur og síðan hef ég ekki verið sjóveikur!“ Ljósmyndunin Eitt aðaláhugamál Guðmund- ar er ljósmyndun. „Að taka mynd- ir er á vissan hátt eins og að vera listamaður og mála, það fer margt gegnum hugann þegar maður tek- ur mynd. Mér er t.d. minnisstætt þegar ég náði mynd af þyrlu á lág- flugi yfir skipi á sama augnabliki og flugvél flaug hjá. Allt var þetta á sitt hvorum hraðanum og kom- ið rökkur. En myndin heppnað- ist og ég var ánægður með hana. Kannski kemur það mér vel að hafa fengið einhverja listataug í vöggu- gjöf.“ Myndir hans hafa birst víða, m.a. hefur hann tekið myndir fyr- ir Skessuhornið auk þess að mynda fyrir Landhelgisgæsluna. Fyrir nokkrum árum náði hann einstakri mynd, af öllum þáverandi varð- skipunum. Þar sjást þau öll þrjú á ferð; Þór stærstur, svo Týr og Baldur minnstur. Myndin var tek- in í Ísafjarðardjúpi, við Snæfjalla- ströndina. Erfiðar ferðir Guðmundur sigldi í framandi umhverfi árin 2010 til 2014 þegar Ægir var sendur á suðlægar slóð- ir í flóttamannaaðstoð. „Þetta var ný reynsla fyrir okkur og maður gleymir ekki þeirri miklu neyð sem við urðum vitni að. Fólk var sent út á haf gersamlega vanbúið til að hafa ferðina af,“ segir hann. Ástand fólksins var oft bágborið, en alltaf tókst áhöfninni að koma því heilu í land. „Það var ofurmannlegt hvað þessir vesalings flóttamenn þurftu að ganga í gegnum. Sem dæmi má nefna að einu sinni eignaðist kona tvíbura daginn eftir að hún komst í land. Það var eins og fólkið skipti engu máli fyrir þá sem seldu því þessar ferðir.“ Guðmundur var líka um borð þegar Týr fór til Súðavíkur þegar snjóflóðin féllu þar í janúar 1995. „Það var kolvitlaust veður á leiðinni og við vorum með fullt af sjóveiku fólki um borð, fréttamenn og aðra. Við komum með óþreytt björg- unarfólk á staðinn og fluttum svo þá látnu burt.“ Guðmundur þekkti vel til þarna sem Ísfirðingur og það gerði þetta ennþá erfiðara. Hann var einnig um borð í Óðni þegar skipið fór á vettvang snjóflóðanna á Flateyri síðla sama árs; eini starfs- maður Gæslunnar sem fór í báðar þessar ferðir. Einstök stund í Hlésey Árin liðu um borð í Tý, Óðni og Ægi og einn daginn snerist Guð- mundur til ásatrúar. „Þetta opn- aðist fyrir mér eitt sinn þegar ég var staddur í landi og lagði leið mína í messu. Þá fann ég allt í einu að kirkjan átti lítið erindi við mig. Ég varð ekki prestur eins og afi minn þótt margir teldu að það yrði raunin. En ég hef alltaf heill- ast af goðafræðinni.“ Þegar þau hjónin giftu sig annað sinni vildu þau gera það í anda þessa og fengu Jóhönnu Harðardóttur í Hlésey til að annast athöfnina. Það gerði hún einstaklega fallega í hofinu í Hlés- ey. „Það var sterkt hugboð að leita til hennar,“ segir Guðmundur. „Öll umgjörð að þessu var að víkingas- ið og allt við þennan dag var okkur ógleymanlegt.“ Hugarró Guðmundur á gamlan Land Crui- ser og segist hafa eignast hann eft- ir að hafa lagt til hliðar þá peninga sem áður fóru í sígarettur eftir að hann hætti að reykja árið 2012. „Það tók fjögur ár að spara fyr- ir jeppanum,“ segir þessi hægláti maður sem hefur stundað björg- unarstörf í nærfellt 40 ár og siglt á öllum skipum Landhelgisgæslunn- ar. „Það er mikilvægt þegar mað- ur er í svona starfi að hvíla hugann með því að gera eitthvað allt annað í fríunum.“ gj Augnablikið fangað. Ljósmynd: Guðmundur Stefán Valdimarsson. Landhelgisgæslan: Guðmundur tekur myndir af björgunaraðgerðum í Miðjarðarhafinu. Brúðkaupið í Hlésey. Úr einkasafni. Hjördís og Guðmundur með dætrum sínum. Frá vinstri: Guðrún Lilja, Jóna Margrét og Þuríður Kvaran Guðmundsdætur. Úr einkasafni. Freyja sótt til Rotterdam.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.