Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 49

Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 49
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 49 Svipmyndir frá höfninni í Grundarfirði Ljósmyndir: Tómas Freyr Kristjánsson Kristján E. Kristjánsson, öðru nafni Stjáni Krani, er hér að hífa ís um borð í Lillu SH. Skipverjar á Sigurborgu SH voru í óða önn að gera klárt fyrir slipp en skipið er að fara í stopp í nokkrar vikur á meðan helsta viðhaldi verður sinnt. Kristján Pétur Runólfsson er hér að mála bát föður síns með dyggri aðstoð Magna Rúnars vinar síns sem sá um botnmálninguna. Eyrún SH 94 mun verða sjósett á næstu dögum og verður gerð út á grásleppu. Eyþór og Hafsteinn Garðarssynir eru hér að gera sig klára að taka á móti Viðey RE sem kom til löndunar í Grundarfirði á mánudaginn í síðustu viku. Flutningabílar tilbúnir að taka við aflanum úr Viðey RE og flytja í vinnsluna fyrir sunnan. Bangsi SH-208 siglir að krananum í höfninni til að taka ís áður en hann hélt til strandveiða daginn eftir. Axel Jespersen og Grzegorz Karol Oleszczuk skipverjar á Hring SH gera spottann kláran. Adam Wojciechowski skipverji á Hring SH er hann kom í land síðasta mánudag. Grzegorz Karol Oleszczuk. Skipverjar á Viðey RE 50 við komuna til Grundarfjarðar síðasta mánudag. Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri á Viðey nýstiginn út úr brúnni. Tóm kör tekin úr flutningabíl sem síðar tekur aflann og flytur í vinnslu á meðan tómu körin fara svo um borð í Viðey fyrir næsta túr. Sigurborg SH er á leið í slipp í vikunni þar sem skipið verður málað og snurfusað fyrir haustið. Málmey kemur til hafnar einn blíðan vordag í maí.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.