Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Side 50

Skessuhorn - 08.06.2022, Side 50
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202250 Grzegorz Oleszczuk fæddist í Biala-Podlaska í Póllandi árið 1993. Þar ólst hann upp og gekk í skóla, varð stúdent og síðan tók við nám í bifvélavirkjun. Hann vann við iðn sína meðfram skólanum, en skömmu eftir útskrift tók hann sig upp og flutti til Grundarfjarðar þar sem hann fór á sjóinn. Og er enn og verður eins lengi og heilsan leyfir, ef hann fær einhverju um það ráðið. „Ég búinn að vera á Hring í fjög- ur ár. Þetta er fyrsti togarinn sem ég hef verið á, áður var ég á línubát- um. Var á Grundfirðingi og byrjaði sjóaraferilinn þar og svo á Rifsnesi. Ég var 21 árs þegar ég fór fyrst á sjóinn, það var árið 2013. Ég var fjögur ár á Grundfirðingi, eitt ár á Rifsnesi og hef verið á Hringn- um síðan. Bróðir minn dró mig á sjóinn, hann er á Runólfi. Ég lauk námi í bifvélavirkjun en fór svo til Íslands á sjóinn. Það var fínt að vinna við bifvélavirkjun á meðan ég var í skóla, en ég kann betur við mig á sjónum. Ég kláraði skólann vorið 2013 og fór í sumarfrí, en um haustið fór ég til Íslands og á sjó- inn. Þá var að byrja ný vertíð.“ Draumar rætast Grzegorz segir það hafa heill- að að komast í nýja menningu og að kynnast nýju umhverfi. Þá hafi launin á sjónum vissulega heillað líka, en þau hjálpuðu honum við að láta drauma sína rætast. „Mig hefur alltaf dreymt um að eign- ast mitt eigið einbýlishús. Með laununum á sjónum hef ég get- að látið þann draum rætast,“ segir hann. Grzegorz byrjaði frá grunni. Keypti jörð í heimalandi sínu, girti í kringum hana, steypti grunninn sjálfur og byggði svo húsið á þrem- ur árum, nokkuð afrek fyrir mann sem ekki enn er orðinn þrítug- ur. Húsið bíður hans þegar hann skreppur í heimsókn í sinn gamla heimabæ, sem er rétt við landamæri Hvíta-Rússlands. Þykir vænt um það sem ég geri En hafði Grzegorz aldrei dreymt um að fara á sjó? „Nei. Fyrsti draumur minn var að koma til Íslands og og safna til að geta orðið lestarstjóri í Póllandi. Þegar ég kom hingað og upplifði sjó- mennskuna varð ég, tja ekki beint ástfanginn, en fann hvernig ég varð einhvern veginn heill sem persóna. Ég nýt mín vel í starfi og þykir vænt um það sem ég geri. Mér líður vel í því umhverfi sem tengist sjónum.“ Náttúran var vendipunkturinn hjá Grzegorz, eins og svo mörg- um öðrum sem sækja Ísland heim. „Fyrsta árið mitt á sjónum hérna upplifði ég magnað augnablik. Ég var háseti á Grundfirðingi og um miðja nótt var ég að fara með rusl og leit upp og sá þá norðurljós. Ég varð alveg dolfallinn og þetta augnablik situr enn í mér.“ Langar á frystitogara Grzegorz segist vera með full- komnunaráráttu. Hann þekkti ekki til sjómennskunnar þegar hann kom til Íslands og þurfti að læra allt; binda króka, færa upp á línu og öll þau handtök sem nauðsynleg eru á sjó. Hann einsetti sér að læra þau vel, hætta ekki fyrr en hann væri búinn að ná fullkomnum tök- um á öllu. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir Grzegorz og hlær. „Ég er til dæmis búinn að læra allt sem hægt er að læra um línuveiðar og þarf ekki aftur að stunda þær.“ Öllum má vera ljóst að Grzegorz á sér drauma og vinnur að því að láta þá rætast, húsbyggingin í Pól- landi er gott dæmi um það. Kannski verða draumar að markmiði þegar maður er farinn að vinna að því að þeir verði að veruleika. Hann á sér einnig drauma tengda sjómennsk- unni. „Mig dreymir um að komast á góðan frystitogara. Ég vil verða alltmuligmaður. Ég er að læra neta- gerð og er að vinna sem kokkur á Hring. Ég vil ná að læra öll réttu handtökin áður en ég kemst á frystitogara. Ég veit að þangað fer enginn óvanur og vil ekki að hægt sé að koma að tómum kofanum hjá mér með neitt, vil verða und- ir allt búinn. Ég veit að með því að stunda starfið vel, læra öll hand- tök, beita fullkomnunaráráttunni þannig að ég læri allt, þá kemst ég einhvern tíma á frystitogara,“ seg- ir Grzegorz. Hann segist treysta sér til starfsins, en veit að tungumála- örðugleikar gætu flækst fyrir hon- um. Grzegorz talar ekki íslensku en hefur fullan hug á að bæta úr því. Hann segir hins vegar að það vanti námskeið fyrir fólk sem er komið lengra í íslenskunni, er ekki byrj- endur. Þegar hann var á línubátun- um hafði hann ekki möguleika á að læra íslensku, því þar voru aðeins Pólverjar í áhöfn. Á Hring eru hins vegar Íslendingar um borð og Grzegorz skilur allt sem þeir segja við hann varðandi sjómennskuna og umhverfið þar, en vantar stund- um eitt og eitt orð í til að allt smelli saman og hann geti tengt setn- ingarnar saman. „Það hjálpar mikið að vera í „Ég hef mikla ástríðu fyrir sjónum“ Rætt við Grzegorz Oleszczuk um sjóinn, lífið og tilveruna Grzegorz og Diana kunna vel við sig í Grundarfirði, þar sem þau hafa komið sér upp fallegu heimili. Þau munu ganga í það heilaga í Póllandi 8. ágúst nk. og óskar Skessuhorn þeim innilega til hamingju með ráðahaginn. Grzegorz hefur mikla ástríðu fyrir sjónum og leyfir fólki að fylgjast með starfinu um borð á instagram á @sea_atlantic_ Góðu hali fagnað.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.