Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Page 55

Skessuhorn - 08.06.2022, Page 55
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 55 Þriðja bikarmót Breiðabliks í götu- hjólreiðum var haldið á Snæfellsnesi á laugardaginn. Þá var keppt í Jökul- mílunni, en það voru Hjólamenn sem byrjuðu með þessa keppni fyrir nokkrum árum og er þetta bikarmót byggt á þeirri keppni. Keppt var í A, B og C flokkum karla og kvenna ásamt U15 og U17 flokkum ung- menna. Það var heimamaðurinn Þorsteinn Bárðarson sem sigraði í A flokki karla í Jökulmílunni en hann fór 161 kílómetra á fjórum klukkustund- um, þremur mínútum og fimmtíu og tveimur sekúndum og var aðeins nokkrum sekúndum á undan næstu mönnum sem voru í öðru til fimmta sæti. Þorsteinn hefur lagt stund á hjólreiðar undanfarin ár og hefur náð frábærum árangri. tfk Elliði og Kári áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu síðasta föstu- dag og var leikurinn á Fylkisvelli í Árbæ. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik fyrr en á 39. mínútu þegar Markús Máni Jónsson kom heima- mönnum yfir og staðan 1-0 í hálf- leik. Nikulás Ingi Björnsson kom Elliða í tveggja marka forystu á 73. mínútu og skömmu síðar fékk Andri Júlíusson fyrirliði Kára tvö gul spjöld og þar með rautt með stuttu millibili. Elliðamenn sigldu sigrinum örugglega í höfn og loka- staðan 2-0 sigur heimamanna. Kári er nú í tíunda sæti deildar- innar eftir fimm umferðir með fjögur stig en KH og ÍH sitja í botnsætunum. Næsti leikur Kára- manna í deildinni er á móti KFG næsta laugardag í Akraneshöllinni og hefst klukkan 14. vaks Skallagrímur og KFB mættust í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á þriðjudag í liðinni viku og fór leikurinn fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Eftir tæplega hálf- tíma leik komst KFB yfir í leiknum með marki frá Óskari Þór Jónssyni en Skallagrímsmenn svöruðu með þremur mörkum áður en dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Alexis Alexandrenne jafnaði eftir hálftíma leik og þeir Elís Dofri G. Gylfason og Arthúr Bjarni Magnason komu heimamönnum í þægilega tveggja marka forystu fyrir hálfleik, staðan 3-1 fyrir Skallagrím. Elís Dofri bætti við sínu öðru marki og fjórða marki síns liðs fljótlega eftir hálfleik og það var síðan Sölvi Snorrason sem gull- tryggði stórsigur Skallagríms með marki sjö mínútum fyrir leikslok, lokastaðan 5-1. Skallagrímur er á toppi A riðils ásamt Hvíta riddaranum með níu stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Kríu í kvöld, mið- vikudag, á Vivaldivellinum á Sel- tjarnarnesi og hefst klukkan 20. vaks/ Ljósm. glh Sjö efnilegir krakkar úr íþróttafé- laginu Undra í Dölum tóku þátt í þriggja daga æfingabúðum í fót- bolta í Mosfellsbæ, þar sem unnið var í 16 manna hópum undir leið- sögn 19 manna hóps frá Liver- pool, auk þjálfara Aftureldingar. Félagarnir í Undra, sem þátt tóku, eru á aldrinum 7-10 ára og stóðu sig með sóma. Miklar framfarir og þroskastökk fylgir svona æfinga- búðum og eru þær því frábær byrj- un á fótboltasumrinu og gott tæki- færi fyrir unga krakka. Leikjanámskeið, frjálsíþróttaæf- ingar og fótboltaæfingar eru komn- ar á dagskrá félagsins fyrir sumarið, þátttakendum að kostnaðarlausu. Undri áformar einnig að senda 3 lið á smábæjarleikana helgina 18. – 19. júní nk. Það má því með sanni segja að metnaður sé fyrir hendi hjá þessu unga íþróttafélagi. bj Síðasta föstudag mættust Víking- ur Ólafsvík og ÍR í fimmtu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu og fór viðureignin fram í Ólafsvík. Gestirnir úr Breiðholtinu komust yfir strax á 2. mínútu með marki Bergvins Fannars Helgasonar og 20 mínútum síðar kom Jón Gísli Ström gestunum í tveggja marka forystu. Þannig var staðan í hálf- leik og útlitið ekki gott fyrir heima- menn. Staðan vænkaðist þó fyrir heima- menn eftir tæplega klukkustundar leik þegar Jorgen Petterson leik- maður ÍR fékk rauða spjaldið og enn meir þegar Andri Þór Sólbergs- son minnkaði muninn fyrir Víking 13 mínútum fyrir leikslok. En Vík- ingur náði ekki að jafna metin það sem eftir lifði leiks og naumur sigur gestanna staðreynd, 1-2. Víkingur er nú í næst neðsta sæti deildarinnar ásamt KFA með tvö stig en á botninum situr Reyn- ir Sandgerði enn án stiga. Næsti leikur Víkings í deildinni er gegn liði Þróttar á morgun, fimmtudag á Þróttarvelli í Laugardalnum og hefst klukkan 19.15. vaks Hvað er betra en íslenskt fótboltasumar? Mynd aðsend Undrabörnin í Dölunum Þessi eru að eigin sögn bestu bolta- sækjarar í heimi. Rakel, Guðjón og Jón. Skallagrímur vann stórsigur á KFB Úr leik Skallagríms og KFB í síðustu viku. Þessar voru boltasækjarar í leiknum. Frá vinstri: Sóley, Embla og Katla. Andri Júlíusson fékk rautt spjald gegn Elliða. Ljósm. Kári Kári lá fyrir Elliða Víkingur Ólafsvík tapaði fyrir ÍR Þrír efstu í Elite flokki karla. F.v. Rúnar Örn Ágústsson, Þorsteinn Bárðarson og Eyjólfur Guðgeirsson. Heimamaður sigraði í Jökulmílunni Þorsteinn er hér fyrir miðju í liði sínu Team Cube.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.