Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 11
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ungstirni eru tíðir gestir á Kviku Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í gær með sigri sextán ára indverska stórmeistarans Rameshbabu Praggnanandhaa. Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari varð á með- al þeirra sem skiptu með sér 2.-5. sæti. „Það sem við höfum gert á Reykja- víkurskákmótinu er að fá ungstirni til þess að koma hingað. Magnus Carlsen er til dæmis á meðal þeirra skákmanna sem komu hingað korn- ungir,“ segir hann. Praggnanandhaa keppti í Reykjavíkurskákmótinu árin 2017 og 2018 og 2019 en 2018 mætti hann Vigni Vatnari Stefánssyni, ein- um efnilegasta skákmanni okkar Ís- lendinga. Var Pragnggnanandhaa þá með 2.447 elo-stig en Vignir 2341; nú er hinn fyrrnefndi kominn upp í 2.624 elo-stig og Vignir 2.501 en hann vant- ar aðeins einn áfanga til þess að ná stórmeistaratitlinum. Það er margt sem trekkir skák- menn að Reykjavíkurskákmótinu og hefur það fest sig í sessi sem eitt virt- asta opna skákmótið á heimsvísu. Hvað er það við mótið sem heillar? „Menn segja að standardinn á mótinu sé svo svakalega hár miðað við erlendis, án þess að maður vilji fara að monta sig. Amatörar í skák- inni eru ekkert vanir þessu,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambandsins. Þá finnst mörgum skákmönnum einstakt að tefla með útsýni út á sjó. „Síðan er náttúrlega hávaðinn sem er þarna. Á hverju ári er alltaf einhver truflun,“ segir Gunnar og á við tónleikahald í Hörpu sem er gjarnan á sama tíma og um- ferðirnar. Hávaðinn er nokkurn veg- inn orðinn hluti af mótsumhverfinu og kippa skákmenn sem venja komur sínar á Reykjavíkurmótið sér lítið upp við hann: „Mönnum finnst þetta bara svo „júník“ allt saman,“ segir Gunnar í lokin. Í öðru sæti höfnuðu fjórir skák- menn; Hjörvar Steinn Grétarsson, Max Wanderdam, Mads Andersen og Mishra Abhimanyu. Ljósmynd/Þorsteinn Magnússon Sigur Ungstirnið Ramesh Praggnanandhaa vann Kviku Reykjavíkurskákmótið með 7 og hálfan vinning í 9 skákum. Ungstirnin sækja í Hörpu - Sextán ára stórmeistarinn Praggnanandhaa sigraði Morgunblaðið/Ómar Efnilegir Vignir Vatnar Stefánsson teflir við Ramesh Praggnanandhaa árið 2018. Þá var Vignir Vatnar 15 ára gamall og Praggnanandhaa 12 ára. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 www.spennandi-fashion.isOpið: Mán-fös: 11-18 Lau: 12-15 FLOTT ÚRVAL AF SUMARLEGUM FATNAÐI FYRIR FERÐALAGIÐ! Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Mikið úrval af peysum, jökkum og yfirhöfnum Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook buxur kr. 10.990.- Str. 34-46/48 kr. 11.990.- Str. 34-46/48 Fæst hjá N1, OLÍS, veiðibúðum og veidikortid.is Frelsi til að veiða! Ertu búinn að fá þér Veiðikortið? 8.900 kr Veiðitímabilið er byrjað! Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.