Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 11
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ungstirni eru tíðir gestir á Kviku Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í gær með sigri sextán ára indverska stórmeistarans Rameshbabu Praggnanandhaa. Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari varð á með- al þeirra sem skiptu með sér 2.-5. sæti. „Það sem við höfum gert á Reykja- víkurskákmótinu er að fá ungstirni til þess að koma hingað. Magnus Carlsen er til dæmis á meðal þeirra skákmanna sem komu hingað korn- ungir,“ segir hann. Praggnanandhaa keppti í Reykjavíkurskákmótinu árin 2017 og 2018 og 2019 en 2018 mætti hann Vigni Vatnari Stefánssyni, ein- um efnilegasta skákmanni okkar Ís- lendinga. Var Pragnggnanandhaa þá með 2.447 elo-stig en Vignir 2341; nú er hinn fyrrnefndi kominn upp í 2.624 elo-stig og Vignir 2.501 en hann vant- ar aðeins einn áfanga til þess að ná stórmeistaratitlinum. Það er margt sem trekkir skák- menn að Reykjavíkurskákmótinu og hefur það fest sig í sessi sem eitt virt- asta opna skákmótið á heimsvísu. Hvað er það við mótið sem heillar? „Menn segja að standardinn á mótinu sé svo svakalega hár miðað við erlendis, án þess að maður vilji fara að monta sig. Amatörar í skák- inni eru ekkert vanir þessu,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambandsins. Þá finnst mörgum skákmönnum einstakt að tefla með útsýni út á sjó. „Síðan er náttúrlega hávaðinn sem er þarna. Á hverju ári er alltaf einhver truflun,“ segir Gunnar og á við tónleikahald í Hörpu sem er gjarnan á sama tíma og um- ferðirnar. Hávaðinn er nokkurn veg- inn orðinn hluti af mótsumhverfinu og kippa skákmenn sem venja komur sínar á Reykjavíkurmótið sér lítið upp við hann: „Mönnum finnst þetta bara svo „júník“ allt saman,“ segir Gunnar í lokin. Í öðru sæti höfnuðu fjórir skák- menn; Hjörvar Steinn Grétarsson, Max Wanderdam, Mads Andersen og Mishra Abhimanyu. Ljósmynd/Þorsteinn Magnússon Sigur Ungstirnið Ramesh Praggnanandhaa vann Kviku Reykjavíkurskákmótið með 7 og hálfan vinning í 9 skákum. Ungstirnin sækja í Hörpu - Sextán ára stórmeistarinn Praggnanandhaa sigraði Morgunblaðið/Ómar Efnilegir Vignir Vatnar Stefánsson teflir við Ramesh Praggnanandhaa árið 2018. Þá var Vignir Vatnar 15 ára gamall og Praggnanandhaa 12 ára. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 www.spennandi-fashion.isOpið: Mán-fös: 11-18 Lau: 12-15 FLOTT ÚRVAL AF SUMARLEGUM FATNAÐI FYRIR FERÐALAGIÐ! Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Mikið úrval af peysum, jökkum og yfirhöfnum Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook buxur kr. 10.990.- Str. 34-46/48 kr. 11.990.- Str. 34-46/48 Fæst hjá N1, OLÍS, veiðibúðum og veidikortid.is Frelsi til að veiða! Ertu búinn að fá þér Veiðikortið? 8.900 kr Veiðitímabilið er byrjað! Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.