Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.2022, Side 11

Læknablaðið - 01.06.2022, Side 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 279 R A N N S Ó K N Inngangur Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt fáséð og viðamik- il gögn um líkamsmælingar grunnskólabarna í Barna- og gagn- fræðaskóla Sauðárkróks sem Jón Þ. Björnsson skólameistari fram- kvæmdi á árunum 1912-1953. Þessi gögn hafa ekki verið notuð í rannsóknir áður, en meginmarkmið rannsóknarinnar var að bera mælingar Jóns saman við samskonar mælingar sem gerðar voru á börnum á sama aldri skólaárið 2018-2019 í Árskóla á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla. Jón Þ. Björnsson fæddist þann 15. ágúst 1882. Hann lauk prófi úr Möðruvallaskóla árið 1899 og sinnti fjarkennslu í Skagafirði allt til ársins 1905 en þá flutti hann til Danmerkur og lagði stund á nám við Kennaraskólann í Jonstrup og Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn. Árið 1908 fluttist Jón aftur heim í Skagafjörð og hóf þegar í stað störf við Barnaskóla Sauðárkróks þar sem honum var boðin staða skólameistara.1 Jón kom á fót unglingadeild við skól- ann og kenndi sjálfur mörg fög í báðum deildum ásamt því að rannsaka líkamsástand nemenda sinna á „vísindalega hlutlausan hátt“ samhliða læknisskoðunum.2 Jón hóf hæðar- og þyngdar- mælingar haustið 1912, árið 1914 bættust við gripstyrks- og and- rýmdarmælingar og árið 1918 byrjaði Jón að mæla brjóstvídd. Jón hélt vel utan um niðurstöður mælinga og geymdi í línustrikuðum Linda Björk Valbjörnsdóttir1,2 sjúkraþjálfari Þórarinn Sveinsson1 lífeðlisfræðingur Árni Árnason1,3 sjúkraþjálfari 1Rannsóknarstofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 2Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, 3Gáska sjúkraþjálfun, Reykjavík. Fyrirspurnum svarar Linda Björk Valbjörnsdóttir, lindabjork@skybox.is Á G R I P INNGANGUR Á fyrri hluta 20. aldar voru læknar og kennarar farnir að huga að heilsufari skólabarna á Íslandi og töldu að líkamsmælingar væru mikilvægar til að fylgjast með líkamsþroska og gætu nýst til samanburðar við mælingar í öðrum landshlutum, löndum og við rannsóknir. Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt gögn um mælingar á líkamsástandi barna á Sauðárkróki á árunum 1912-1953 sem framkvæmdar voru af Jóni Þ. Björnssyni skólameistara. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Hæð, þyngd, gripstyrkur, brjóstvídd og andrýmd 6-15 ára barna voru mæld tvisvar á skólaárinu 2018-2019 í Árskóla á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla. Mælingarnar voru bornar saman við samskonar mælingar sem framkvæmdar voru í Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks á árunum 1912-1953. NIÐURSTÖÐUR Börn sem voru í 2.-10. bekk skólaárið 2018-2019 voru marktækt hærri, þyngri og með meiri brjóstvídd og andrýmd en jafnaldrar þeirra á árunum 1912-1953 (p<0,001-0,037). Börn í 2.-9. bekk voru með marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul en jafnaldrar þeirra 1912-1953 (p<0,001-0,027). Marktækni hélst eftir leiðréttingu fyrir hæð og þyngd í brjóstvíddar- og andrýmdarmælingum. Börn skólaárið 2019-2018 voru með marktækt minni gripstyrk en jafnaldrar þeirra höfðu í 2. og 4.-7. bekk þegar leiðrétt var fyrir hæð og þyngd (p<0,001-0,025). Þá var einnig þróun á líkamsástandi barna yfir tímabilið 1912-1953 þar sem marktæk aukning varð í flestum mælingum (p<0,001-0,040). ÁLYKTANIR Marktæka aukningu á mældum þáttum skólaárið 2018-2019 samanborið við tímabilið 1912-1953 má hugsanlega rekja til bættra lífsgæða, svo sem betri húsakosts og meira framboðs af matvöru. Líkamsástand barna og unglinga á Sauðárkróki og í Varmahlíð fyrr og nú

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.