Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 12
280 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N bókum sem voru skipulega uppsettar, þar sem ein lína í bókinni sýndi eitt skólaár (haust og vor mælingu) fyrir hvert barn svo auð- velt var hafa yfirsýn yfir þær breytingar sem urðu yfir skólaárið.3 Ekki er vitað hvað varð til þess að Jón hóf líkamsmælingar á nem- endum sínum og ekki fundust gögn um það í dagbókum Jóns né gjörðabókum skólanefndar frá þessum tíma. Læknar á Norðurlöndunum fóru að veita heilsufari skólabarna áhuga í kringum 1880 og sýndu rannsóknir að hollustuhættir skóla væru víða slæmir og að heilsufari barna hrakaði eftir að þau hófu skólagöngu sína.4 Umræða um heilsufar skólabarna á Íslandi fór af stað út frá þessu í kringum aldamótin 1900. Guðmundur Hannesson læknir fór þar fremstur í flokki, skipulagði skólaeftirlit og gaf út sérstök heilsufarsblöð þar sem hæð, þyngd og brjóstvídd barnanna ásamt upplýsingum um læknisskoðun var skráð niður5 og árið 1916 setti landlæknir fram ákvæði um að skólar fengju ekki úthlutað styrk úr landssjóði nema skólaeftirlit ásamt læknis- skoðun færi fram.6 Fyrstu íslensku heimildir sem fundust um líkamsmælingar voru hæðarmælingar sem Pálmi Pálsson kennari, framkvæmdi í Menntaskólanum í Reykjavík á hverju hausti frá árinu 1901. Páll Pálsson, kennari á Hvanneyri, hæðarmældi karlmenn þar á aldr- inum 16-71 árs á svipuðum tíma.7 Í Skólablaðinu 1914 birtist skýrsla um hæðar-, þyngdar- og gildleikamælingar barna við barnaskól- ann á Eskifirði skólaárið 1913-1914 til að vekja athygli kennara á mikilvægi þess að fylgjast með líkamsþroska barna svo hægt væri að grípa inn í ef líkamsþroski væri óeðlilegur.8 Í Skólablaðinu 1916 birtust svo skýrslur frá Flateyjarskóla, barnaskólanum á Eskifirði og Sauðárkróksskóla um mælingar skólabarna og þótti skýrslan frá Sauðárkróksskóla „mjög fullkomin og nákvæm“ þar sem hún sýndi mælingar barna á aldrinum 10-14 ára og samanburð ársins á undan sem benti til þess að skólavistin hefði ekki slæm líkamleg áhrif á börnin.9,10 Jón Þ. Björnsson var einnig sá eini sem mældi gripstyrk og andrýmd, auk hæðar-, þyngdar- og brjóstvíddarmæl- inga, á Íslandi á þessum tíma. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna gögn sem til eru um líkamsástand barna og unglinga frá Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks á árunum 1912-1953 og skoða þróun mældra þátta yfir tímabilið með tilliti til aldurs. Einnig að bera þessi gögn saman við samskonar mælingar sem gerðar voru á börnum á sama aldri við Árskóla á Sauðárkróki og Varmahlíðarskóla veturinn 2018-2019. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram: • Eru breytingar á hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðli (LÞS), grip- styrk, brjóstvídd og andrýmd nemenda í Barna- og gagnfræða- skóla Sauðárkróks á árunum 1912-1953? • Er munur á hæð, þyngd, LÞS, gripstyrk, brjóstvídd og andrýmd barna og unglinga skólaárið 2018-2019 og jafnaldra þeirra úr Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks á árunum 1912-1953? Efniviður og aðferðir Þátttakendur Fengin voru gögn með líkamsmælingum barna og unglinga frá Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks sem framkvæmdar voru af Jóni Þ. Björnssyni, skólameistara, á árunum 1912–1953. Gögn- in eru varðveitt með takmörkuðu aðgengi á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga en vísindasiðanefnd (VSN-18-037) og Persónuvernd (2018010138ÞS) veittu samþykki fyrir notkun gagnanna. 475 stúlk- ur og 462 piltar voru mæld á tímabilinu 1912–1953. Þátttakendur í mælingarhluta rannsóknarinnar voru börn og unglingar á aldrinum 6 til 15 ára í Árskóla á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla. Samstarfsyfirlýsing var gerð við skólana eftir að samþykki frá vísindasiðanefnd (VSN-18-037) og Persónuvernd (2018010138ÞS) var fengið. Í byrjun skólaárs 2018 voru haldnir kynningarfundir fyrir foreldra barna í öllum bekkjum og starfs- menn skólanna beggja, þar sem öllum börnum í fyrsta til 10. bekk var boðin þátttaka (223 stúlkur og 225 piltar). Allir þátttakendur voru undir 18 ára aldri og þurfti því upplýst samþykki undirritað af þátttakanda og foreldri/forráðamanni. Alls samþykktu 203/223 stúlkur og 195/225 piltar þátttöku í rannsókninni sem sýnir 87,1% þátttöku í Árskóla og 91,2% þátttöku í Varmahlíðarskóla. Líkamsmælingar Þátttakendur í mælingarhluta rannsóknarinnar voru mældir að hausti (29. september til 5. nóvember 2018) og vori (27. febrúar til 1. apríl 2019). Mælingarnar voru sambærilegar mælingum Jóns frá 1912-1953 en notaður var nýrri búnaður. Mælingarnar voru fram- kvæmdar á eftirfarandi hátt og í eftirfarandi röð. Hæð Þátttakandi stóð berfættur eða í sokkum með bak upp við vegg þar sem veggmálbandi var komið fyrir. Breiður vinkill lagðist að vegg og höfði þátttakanda og lesið var af hæðarmælinum við 90° horn vinkilsins. Hæðin var mæld í sentímetrum (sm). Notuð var sama mæliaðferð í mælingum Jóns. Þyngd Þátttakandi var í léttum klæðnaði og steig á vigt sem mældi þyngd í kílógrömmum (kg). Vigtin var stafræn vog frá SALTER (London, England) með nákvæmni upp á 0,1 kg og hámarksþunga 136 kg. Í mælingum Jóns var notuð vog með mælistiku þar sem lóð var fært á annan enda stikunnar þar til jafnvægi náðist og þyngdin lesin af í kg. Gripstyrkur Þátttakandi var standandi, með olnboga í 90° og hélt á grip- styrksmæli (Martin stainless 17-410-02, Leven Surgical, Sialkot, Pakistan) í annarri hendi, skífan á mælinum sneri að lófanum og boltinn á handfanginu á milli fingra. Þátttakandi kreisti mælinn eins fast og hann gat og gæta þurfti þess að mælinum væri ekki sveiflað á meðan kreist var. Gripstyrksmælirinn (mynd 1) sem not- aður var í rannsókninni var fenginn að láni á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og er hann sambærilegur þeim sem var notaður í mælingum Jóns. Brjóstvídd Þátttakandi var í léttum klæðnaði og var mældur í standandi stöðu með hendur niður með síðum. Þátttakandi andaði eins djúpt að sér og hann gat og ummál brjóstkassa var mælt með mjúku málbandi. Málbandið var staðsett utan um brjóstkassa neðan við geirvörtur (við flagbrjósk (xiphoid process). Í mælingum Jóns var notuð sama mæliaðferð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.