Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 17
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 285 R A N N S Ó K N voru marktækt hærri og þyngri en jafnaldrar þeirra voru á árun- um 1912-1953 í 2.-10. bekk (8-15 ára) og hæðar- og þyngdaraukning sást með hækkandi aldri. Gripstyrkur, brjóstvídd og andrýmd Í gripstyrksmælingum Jóns var marktæk aukning á árunum 1912- 1953 í 5.-10. bekk (10-15 ára) og voru piltar með marktækt meiri gripstyrk en stúlkur í öllum bekkjum. Þó ber að hafa í huga að ekki getur verið tryggt að gripstyrksmælir rannsakanda og gripstyrksmælir Jóns hafi verið eins kvaðaðir þó þeir séu sömu tegundar. Engin önnur íslensk rannsókn á gripstyrk íslenskra grunnskólabarna hefur fundist en í Skírni árið 191314 var fjall- að um gripstyrksmælingar pilta í barnaskóla í París. Þar kom í ljós að gripstyrkur jókst með hækkandi aldri en ekki kom fram hvort munurinn væri tölfræðilega marktækur en börn í mæling- um Jóns voru með töluvert meiri gripstyrk en jafnaldra piltar í París. Í tveimur bandarískum rannsóknum15,16 kom í ljós, líkt og í mælingum Jóns, að piltar voru með marktækt meiri gripstyrk en stúlkur í öllum aldursflokkum og að gripstyrkur jókst með hækk- andi aldri. Það sást einnig í gripstyrksmælingum skólaárið 2018- 2019 og ef þær mælingar voru bornar saman við þær bandarísku sást að skagfirsk börn voru með meiri gripstyrk en jafnaldra börn í Milwaukee og Colorado. Þó ber að hafa í huga að ólíkir grip- styrksmælar voru notaðir og getur það haft áhrif á samanburðinn. Þegar leiðrétt var fyrir hæð og þyngd kom í ljós að börn í 2. og 4.-7. bekk (7 og 9-12 ára) voru með marktækt minni gripstyrk en jafn- aldrar þeirra á árunum 1912-1953. Gripstyrkur getur verið minni vegna minni líkamlegrar vinnu hjá börnum og unglingum í dag, í samanburði við það sem var ríkjandi á þeim tíma sem Jón mældi nemendur sína. Marktæk aukning kom fram í brjóstvíddarmælingum Jóns á árunum 1917-1953 hjá börnum í 3.-10. bekk (8-15 ára) og voru piltar með marktækt meiri brjóstvídd en stúlkur í 2.-6. bekk (7-11 ára). Fáar rannsóknir fundust um brjóstvíddarmælingar grunnskóla- barna en í Læknablaðinu árið 191717 var fjallað um brjóstvíddarmæl- ingar 6-15 ára barna í Berlín og í Reykjavík. Piltar voru með meiri brjóstvídd en stúlkur til 11 ára aldurs, sem svipar til mælinga Jóns, en ekki kom fram hvort munurinn væri marktækur. Tekið var fram að reykvísk börn væru með aðeins minni brjóstvídd en jafnaldra börn í Berlín en engin tölugildi fylgdu. Börn og ung- lingar skólaárið 2018-2019 voru með marktækt meiri brjóstvídd en jafnaldrar þeirra á árunum 1917-1953 í 2.-10. bekk. Þegar leiðrétt var fyrir hæð og þyngd komu í ljós samskonar niðurstöður og án leiðréttingar sem staðfestir að brjóstvídd barna og unglinga hefur aukist, óháð hæðar- og þyngdaraukningu sem hefur orðið síðan árið 1917 þegar hafið var að mæla brjóstvídd. Í andrýmdarmælingum Jóns kom fram marktæk aukning á ár- unum 1912-1953 í 3.-10. bekk (8-15 ára) og voru piltar með marktækt meiri andrýmd en stúlkur í öllum aldurshópum. Ekki fundust ís- lenskar né erlendar rannsóknir á andrýmdarmælingum hjá heil- brigðum grunnskólabörnum, en í Skírni árið 191314 var fjallað um andrýmdarmælingar 7-13 ára pilta í París. Þar sást að andrýmd jókst með hækkandi aldri en ekki kom fram hvort munurinn væri tölfræðilega marktækur, en börn í mælingum Jóns voru með tölu- vert meiri andrýmd en jafnaldra piltar í París. Skólaárið 2018-2019 voru börn og unglingar með marktækt meiri andrýmd en jafn- aldrar þeirra voru á árunum 1912-1953 í 2.-10. bekk (7-15 ára). Þegar leiðrétt var fyrir hæð og þyngd komu í ljós samskonar niðurstöður og án leiðréttingar, sem bendir til þess að andrýmd barna og ung- linga hafi aukist, óháð hæðar- og þyngdaraukningu sem orðið hef- ur síðan árið 1914 þegar hafið var að mæla andrýmd. En hafa ber í huga að ekki voru notuð sömu mælitæki í eldri mælingunum og þeim nýju, sem gæti hugsanlega valdið ónákvæmni í samanburði. Utanaðkomandi þættir Talið er að utanaðkomandi þættir eins og húsnæði, fæðuframboð og efnahagur geti haft áhrif á líkamsþroska barna. Í Skagafirði um aldamótin 1900 voru flest hús úr timbri og talin daunill og dimm hreysi þar sem margir bjuggu saman í litlum rýmum ásamt því að mörg hús voru óupphituð og salernislaus.6 Árið 1910 var byrjað að steypa hús og árið 1917 voru settar fram gæðakröfur um ný- byggingar sem og komið á skyldu um upphitun íbúðarherbergja.18 Þá má ætla að heimilisaðstæður hafi farið batnandi og haldið áfram að batna til dagsins í dag. Verslun og fæðuframboð breytt- ust einnig í kringum aldamótin 1900 í Skagafirði þar sem kaup á íslenskum sjávarafurðum og munaðarvöru frá Vesturheimi og Bretlandi jókst. Mikið atvinnuleysi og fátækt var meðal verkafólks og lifðu margir við fæðu- og fataskort þannig að margir þurftu að treysta á matar- og fatagjafir frá efnaðra fólki eða kvenfélaginu í hreppnum.18 Gífurleg aukning á fæðuframboði hefur orðið síðan Jón mældi nemendur sína og getur það bæði talist gott og slæmt. Með auknu fæðuframboði hefur fjölbreytni aukist og fæðuskortur í landinu tilheyrir liðinni tíð, en á móti er í boði óhollari fæða sem getur til dæmis haft mikil áhrif á þyngdaraukningu barna skóla- árið 2018-2019 samanborið við mælingar Jóns. Takmarkanir og styrkleikar Takmarkanir rannsóknarinnar voru að rannsakandi mældi aðeins eitt skólaár, sem gefur líklega ekki eins góðar niðurstöður og ef mælingum hefði verið haldið áfram yfir lengri tíma líkt og mæl- ingar Jóns. Þá er ekki hægt að vita hvort andrýmdarmælir Jóns hafi verið kvarðaður frá 1914-1953 svo hugsanlega getur það valdið mæliskekkju til viðbótar við þá mæliskekkju sem getur orðið við notkun á öðru mælitæki frá öðrum framleiðanda. Styrkleikar rannsóknarinnar voru að góð þátttaka var í rannsókninni og gekk framkvæmd hennar vel. Jón Þ. Björnsson framkvæmdi sjálfur all- ar mælingar við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks árin 1912- 1953, sem eykur nákvæmni mælinga hans og góðar lýsingar voru til á mælingum Jóns frá fyrrum þátttakendum mælinga hans sem rannsakandi gat nýtt sér í mælingarhluta rannsóknarinnar. Ályktanir Marktækur munur var á hæð, þyngd, gripstyrk, LÞS, brjóstvídd og andrýmd barna skólaárið 2018-2019 og jafnaldra þeirra á árun- um 1912-1953 sem styður tilgátur rannsakanda. Marktækur kynja- munur sást í hæð og þyngd þar sem stúlkur voru hærri en piltar í 6.-8. bekk og þyngri í 7.-8. bekk, sem styður að stúlkur taki fyrr vaxtar- og þroskakipp heldur en piltar. Marktæk breyting var á líkamsástandi í mælingum hjá 3.-10. bekk yfir tímabilið 1912-1953 sem staðfestir að þróun hefur orðið á mældum þáttum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.