Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 20
288 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Inngangur Geðrof er sameiginlegt einkenni geðrofssjúkdóma sem eru alvar- legir, langvinnir sjúkdómar sem einstaklingar greinast almennt með snemma á lífsleiðinni. Geðrof einkennist af tapi á raun- veruleikatengslum ásamt því að fram koma eitt eða fleiri geð- rofseinkenni eins og ofskynjanir, ranghugmyndir og hugsana- truflun.1 Litið er á geðrofssjúkdóma sem róf sjúkdóma frá vægari sjúkdómum til alvarlegri sjúkdóma.2 Geðklofi er talinn alvarleg- asti sjúkdómurinn á rófinu og er hann jafnframt sá algengasti með algengi um 0,7% á heimsvísu.3 Auk geðrofseinkenna eru helstu einkenni geðklofa vitræn skerðing og neikvæð einkenni sem koma oft fram nokkru áður en sjúkdómurinn er greindur.4 Neikvæð ein- kenni eru hegðun eða hæfileikar sem einstaklingurinn hafði áður en hefur misst niður, svo sem framtaksleysi, ánægjuleysi, félagsleg hlédrægni og einangrun.5 Þrátt fyrir lágt algengi geðklofa og annarra geðrofssjúkdóma er byrði sjúkdómanna fyrir einstaklinginn og samfélagið mikil.6 Vegna hamlandi einkenna einangra einstaklingarnir sig oft frá umheiminum og hætta að taka þátt í samfélagslegri virkni eins og vinnu og félagslegum athöfnum.7 Í Noregi var atvinnuþátttaka meðal einstaklinga með geðrofssjúkdóma sem voru ekki komnir á eftirlaun 10,24% árið 2012, langt undir atvinnuþátttöku í almennu þýði.8 Undirstaða meðferðar við geðrofssjúkdómum er lyfjameðferð Ragna Kristín Guðbrandsdóttir1 læknanemi Oddur Ingimarsson1,2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2geðsviði Landspítala. Fyrirspurnum svarar Oddur Ingimarsson odduri@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Einstaklingar greinast almennt ungir með geðrofssjúkdóma og þrátt fyrir meðferð hefur stór hluti viðvarandi einkenni sem leiða gjarnan til skertrar samfélagslegrar virkni og örorku. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hversu hátt hlutfall ungra einstaklinga sem fengu snemmíhlutun í geðrof hér á landi árin 2010-2020 tók þátt í námi eða vinnu að endurhæfingu lokinni, ásamt því að kanna hvaða þættir hefðu forspárgildi um það. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn sem byggði á upplýsingum úr sjúkraskrám allra sem útskrifuðust af Laugarásnum meðferðargeðdeild á árunum 2010-2020 eftir lengri en 6 mánaða endurhæfingu (n=144). Einþátta og fjölþátta tvíkosta aðhvarfsgreining var framkvæmd til að kanna hvaða breytur höfðu forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku að endurhæfingu lokinni. NIÐURSTÖÐUR 75% þjónustuþega voru atvinnulausir við innritun sem bendir til hrakandi samfélagslegrar virkni fyrir inngrip í fyrsta geðrof. Við útskrift var rúmur helmingur þjónustuþega í vinnu eða námi. Starfsendurhæfing á Laugarásnum reyndist vera sá þáttur sem hafði mest jákvætt forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku við útskrift. Aðrir helstu forspárþættir voru þeir sem endurspegluðu alvarlegan geðrofssjúkdóm og samfélagslega virkni fyrir innskrift. Meirihluti þjónustuþega (66%) hafði sögu um kannabisneyslu sem reyndist einnig hafa neikvætt forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku við útskrift. ÁLYKTANIR Ljóst er að betur má ef duga skal ef auka á samfélagslega virkni ungs fólks á Íslandi eftir fyrsta geðrof. Mikilvægt er að tryggja skilvirka starfsendurhæfingu á Laugarásnum þar sem starfsendurhæfing var einn fárra þátta sem hafði forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku við útskrift sem hægt er að hafa áhrif á í endurhæfingunni. Náms- og atvinnuþátttaka ungs fólks á Íslandi eftir snemmíhlutun í geðrof

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.