Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.2022, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.06.2022, Qupperneq 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 289 R A N N S Ó K N með geðrofslyfjum. Aðalvirkni geðrofslyfja er á jákvæð einkenni og í 70% tilfella dregur verulega úr jákvæðum einkennum við meðferð. Þau eru hins vegar ekki jafn áhrifarík meðferð við nei- kvæðum og vitrænum einkennum sem eru gjarnan meira áber- andi í sjúkdómsmynd geðklofa en annarra geðrofssjúkdóma.9,10 Í um 30% tilfella svara einstaklingar með geðklofa illa hefðbund- inni lyfjameðferð og er þá reynd meðferð með clozapine sem er eina geðrofslyfið sem hefur meðferðarþráan geðklofa sem ábendingu.11,12 Nú telst besta meðferðin við fyrsta geðrofi vera snemmíhlutun í geðrof13 sem gengur út á að greina og hefja meðferð sem fyrst með það markmið að stytta tímalengd ómeðhöndlaðs geðrofs.14 Laugarásinn meðferðargeðdeild á geðsviði Landspítala er eina stofnunin hér á landi sem vinnur eftir hugmyndafræðinni um snemmíhlutun í geðrof og er deildin fyrir ungt fólk á aldrinum 18-35 ára með geðrofseinkenni eða geðrofssjúkdóm á byrjunar- stigi. Meðferðin samanstendur af lyfjameðferð og sálfélagslegri meðferð sem miðar að því að draga úr einkennum, koma í veg fyrir bakslag og endurteknar sjúkrahúsinnlagnir og styðja þjón- ustuþega til þátttöku í samfélaginu. Flestar tilvísanir á Laugarás- inn berast frá öðrum deildum á geðsviði Landspítala en til vísanir berast einnig frá heilsugæslu, sjálfstætt starfandi sál fræðingum og geðlæknum og í stöku tilfellum frá aðstandendum.15 Meðal með- ferðarúrræða sem bjóðast þjónustuþegum Laugar ássins er IPS (Individual Placement and Support) náms- og starfsendurhæfing sem snýst um að finna störf sem uppfylla óskir þjónustuþeganna. Upplifun einstaklinga með geðrofssjúkdóma af IPS er almennt góð og lýsa þeir minni félagslegri einangrun, auknu sjálfstrausti og minni fjárhagslegum áhyggjum eftir að þeir byrjuðu í vinnu.16 Árangur endurhæfingarinnar á Laugarásnum hefur verið lítið rannsakaður hingað til. Margir telja þátttöku í námi og vinnu mikil væga árangursvísa í endurhæfingu ungs fólks með geðrofs- sjúkdóma.17 Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna hversu stórt hlutfall þjónustuþega sem útskrifuðust árin 2010-2020 tók þátt í námi eða vinnu að endurhæfingu lokinni, ásamt því að kanna hvaða þættir hefðu forspárgildi um það. Einnig var tilgang- ur rannsóknarinnar að kortleggja hóp þeirra sem fengu snemm- íhlutun í geðrof á Íslandi á tímabilinu með tilliti til félagslegrar stöðu, greininga og vímuefnaneyslu. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn úr sjúkraskrá Land- spítala sem náði til þeirra sem höfðu lokið endurhæfingu á Laugar- ásnum meðferðargeðdeild á árunum 2010-2020 eftir lengri en 6 mán aða endurhæfingu, alls 144. Mynd 1 sýnir hvernig rann- sóknar úrtakið var valið. Rannsóknin byggði á upplýsingum úr sjúkraskrárkerfi Landspítala hjá öllum þeim sem höfðu útskrifast af dag- eða legu- deild Laugarássins á tímabilinu. Jafnframt var leitað viðbótarupp- lýsinga frá meðferðaraðilum þjónustuþega í þau örfáu skipti sem ekki var hægt að fá fullnægjandi upplýsingar úr sjúkraskrá. Safnað var upplýsingum um meðferðartíma á Laugarásnum, kyn, þjóðerni, móðurmál, ICD-10 sjúkdómsgreiningar, hæð, þyngd, lyfjanotkun, vímuefnaneyslu, búsetu, hjúskaparstöðu, fram færslu og náms- og atvinnuþátttöku við upphaf og lok með- ferðar á Laugarásnum. Framfærsla var skilgreind sem örorkubæt- ur, endurhæfingarlífeyrir og önnur framfærsla. Þyngd við inn- skrift var skráð ef þyngdarmæling var til staðar innan við 6 mánuðum frá innskrift og var sami háttur hafður á við skráningu þyngdar við útskrift. Til viðbótar við skráningu allra greininga þjónustuþega við innskrift og útskrift, var leitað sérstaklega að einhverfurófsgreiningum (F84.0, F84.1, F84.5) og athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) (F90.0) í textasýn viðkomandi. Vímuefnaneysla var kortlögð við innskrift og útskrift. Upplýs- ingum um kannabisneyslu var sérstaklega safnað. Sagt var að við- komandi hefði sögu um kannabisneyslu ef minnst var á það í sjúkrasögu að viðkomandi hafi einhvern tímann notað kannabis. Jafnframt var skráð hvort viðkomandi hefði einhvern tímann verið greindur með fíkniheilkenni af völdum kannabisefna (F12.2). Nótur frá Laugarásnum voru skimaðar til að skrá hvort þjón- ustuþegar væru í námi eða í vinnu meðan á endurhæfingu stóð og hvort viðkomandi hefði tekið þátt í IPS-verkefni Laugarássins. Í stöku tilfellum var ekki unnt að finna þær upplýsingar og var þá skráð að náms- eða atvinnuþátttaka væri ójós. Öll rannsóknargögn voru skráð í Excel. Tölfræðileg úrvinnsla fór fram í tölfræðiforritinu R. Var notuð lýsandi og greinandi töl- fræði. Tölfræðileg marktækni var skilgreind sem p<0,05 og notað var 95% öryggisbil. Talnabreytum var lýst með meðaltölum og þær bornar saman Mynd 1. Flæðirit yfir val rannsóknarúrtaks.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.